Morgunblaðið - 19.09.2016, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.09.2016, Qupperneq 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016 Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com Well we all have a face That we hide away forever And we take them out and show ourselves When everyone has gone… (Billy Joel/The Stranger) Ósk, nýútkomin skáldsaga Páls Kristins Pálssonar, er allrar at- hygli verð. Í henni er fjallað bæði um nútíma og fortíð manns sem stendur vægast sagt á krossgötum í lífi sínu. Hann bregst við með því að skrifa í stílabækur sína ytri og innri sögu. Þessi ellefta bók Páls Kristins hefst á dramatískan hátt: „Á þessu dýpi er sólin bara eins og hugmynd sem tilheyrir öðrum heimi. Ég verð að taka á öllu mínu til að missa ekki glitrandi sporð hafmeyjunnar út úr geisla ennis- luktarinnar þegar við smjúgum gegnum fölgrænan þaraskóg sem hefur aldrei séð dagsins ljós.“ Hvað skyldi hafa orðið til þess að Páll ákvað að skrifa þessa bók eftir að hafa gefið sér tíu ára hlé frá skáldsagnagerð? „Í raun og veru hefur þessi saga verið í smíðum í sautján ár. Hug- myndin kviknaði á brautarpalli í strandbænum Sitges, skammt frá Barcelona á Spáni síðsumars 1999 þegar ég var nýbúinn að skila af mér handriti að smásagnasafninu Burðargjald greitt sem kom út þá um jólin. Þá var ég alvarlega að hugsa um hvað ég ætti að taka mér næst fyrir hendur. Megináhugasvið mitt sem rithöf- undar er það sem mætti kalla mannlegt hlutskipti. Skömmu áður hafði ég frétt af gömlum kunn- ingja mínum sem var að hefja kyn- leiðréttingarferli. Þarna á braut- arpallinum fór þetta hlutskipti kunningja míns að sækja á mig og mér fannst þetta hlyti að vera eitt hið erfiðasta sem einstaklingur þarf að glíma við. Það er til dæmis að mínum dómi miklu flóknara og erfiðara heldur en að „koma út úr skápnum“ sem hommi eða lesbía. Samkynhneigðir þurfa ekki að breyta líkama sínum. Þeir halda áfram að búa í sínum líkama eins og hann hefur alltaf verið. Þeir sem finna sig í röngum líkama eru knúnir til að breyta líkama sínum á mjög afgerandi hátt. Þetta er kveikjan að sögunni – viðfangsefni sem mér þótt gífurlega spenn- andi.“ Kristin trú er áberandi leiðar- stef í bókinni – ertu trúaður mað- ur? „Nei, ég er mikill efasemdamað- ur og hef alla tíð verið. Faðir minn var organisti í Hafnarfjarðarkirkju og mamma og afi sungu í kirkju- kórnum um áratuga skeið. Þannig að ég var í KFUM sem strákur og fór í sumarbúðir í Kaldárseli sem sá félagsskapur rak. Ég valdi að hafa Óskar, aðalpersónuna, í mjög trúaðri fjölskyldu í hverfi sem er ótilgreint en í Reykjavík. Ég gerði þetta til að skapa ákveðna tog- streitu milli trúarinnar og hlut- skiptis Óskars. Á þeim tíma sem sagan gerist er kynleiðrétting al- gjört tabú. Ein persóna sögunnar, legufélagi á sjúkrahúsi, segir ein- mitt í sögunni að maður eigi að sætta sig við þann líkama sem guð hefur gefið manni.“ Ekki skáldævisaga Er þetta skáldævisaga að ein- hverju leyti? „Nei, alls ekki. Ég leitaði víða fanga við samningu bókarinnar. Ég talaði ekki aðeins við þennan kunningja minn, sem var að hefja kynleiðréttingu, heldur fleiri sem hafa gengið í gegnum slíkt og las ótal bækur og greinar um þetta efni. Óskar er samansettur úr öll- um þessum einstaklingum sem ég ræddi við og örugglega að ein- hverju leyti mér sjálfum – höfund- urinn getur aldrei komist undan sjálfum sér. Ég get ekki sundur- greint þetta, sagan skapar sig svo mikið sjálf. Það er, að í sjálfum skriftunum gerast hlutir sem mað- ur hafði ekki skipulagt fyrir fram en sagan kallar fram. Ég reyndi að búa til persónu sem er bæði dæmigerð fyrir fólk sem glímir við umrætt hlutskipti og einstök.“ Ertu heilsugóður maður? „Hingað til má segja að svo hafi verið. En minn blaðamannsferill hefur æxlast þannig að ég hef fjallað mikið um sjúkdóma. Ég rit- stýri blaði MS-félags Íslands og einnig blaði SÍBS-samtakanna og loks blaðinu Neistanum, sem styrktarfélag hjartveikra barna gefur út. Í yfir tuttugu ár hef ég verið að skrifa um sjúkdóma og í rúman áratug hef ég verið að búa til fræðslu- og heimildarmyndir fyrir sjónvarp um ýmsa sjúkdóma. Núna eru þessar myndir orðnar yfir tuttugu talsins. Sjúkdómar eru því óhjákvæmilega mikill hluti af mínu lífi og hafa vissulega áhrif á skáldskap minn. Við getum tekið sem dæmi að þegar ég skrifaði handritið að bíómyndinni Desem- ber, sem Hilmar Oddsson leik- stýrði og var frumsýnd árið 2009, þjáist faðir aðalpersónunnar af langvinnri lungnateppu. Einmitt þegar ég hóf að semja það handrit hafði ég nýlega lokið við gerð fræðslumyndar um þann sjúk- dóm.“ Hvaða boðskap ertu að beina til lesanda? „Minn boðskapur, ef einhver er, má segja að sé sá að skapa aukinn skilning fólks á viðfangsefninu. Fyrir mér er þetta samt sem áður svo að bókin er mun víðtækari þroskasaga en það sem snýr að þessu tiltekna hlutskipti. Hverjar eru Vera, Anna og allar hinar stelpurnar sem bókin er til- einkuð? „Það hlýtur að segja sig sjálft,“ segir Páll og brosir tvíræðu brosi. Á þar vafalaust við alla einstak- lingana sem hann talaði við fyrir gerð bókarinnar. Áherslan nánast öll á metsölubækur Hver er skoðun þín á stöðu skáldsögunnar núna? „Hún er bæði góð og slæm. Það er mikil gróska í bókmenntunum, ekki síst hér á landi og útgáfu- formin hafa aldrei verið jafn mörg, það er að segja prentaðar bækur, hljóðbækur og rafbækur. Hins vegar virðist mér bóksala almennt hafa dregist saman, — ekki síst á þetta við um fagurbókmenntir. En áherslan er nánast öll á met- sölubækur. Það setja margir samasemmerki milli sölu bókar og gæða hennar. Ef bók selst vel þá er hún álitin góð bók – ef hún selst illa er hún slæm. Oft á tíðum er þessu hins vegar þveröfugt far- ið.“ Eru ritstörf fýsilegur kostur sem ævistarf? „Já, að því leyti að þá er maður að fást við eitthvað sem maður hefur virkilegan áhuga á. Ástríðan fyrir hinu ritaða orði er það sem rekur flesta rithöfunda áfram. Á hinn bóginn eru starfsaðstæður og launakjör vægast sagt afleit.“ Hvenær byrjaðir þú að skrifa? „Ég byrjaði að skrifa um 1980 og fyrsta bókin mín, Hallærisplan- ið, kom út árið 1982. Hefðu að- stæður og launakjör verið betri væru bækurnar mínar orðnar miklu fleiri en raun ber vitni, ég hef skrifað ellefu bækur en þar af eru tvær þeirra í samvinnu við Árna Þórarinsson. Á þeim tíma sem ég byrjaði að skrifa var Hem- ingway stór fyrirmynd ungra rit- höfunda, hann fór í blaðamennsku til þess að verða rithöfundur. Þannig var það líka með mig. Ég byrjaði að vinna á helgarblaði Vís- is 1977 og þar kynntumst við Árni Þórarinsson, sem var umsjónar- maður helgarblaðsins. Síðan höf- um við verið miklir vinir og unnið töluvert saman, bæði við blaða- mennsku og skáldskaparskrif. Auk spennusagnanna tveggja sem við unnum saman, Í upphafi var morð- ið og Farþeginn, þá skrifuðum við í sameiningu handrit að tveimur sjónvarpsseríum fyrir Ríkis- útvarpið, önnur heitir Dagurinn í gær sem Hilmar Oddsson leik- stýrði. Hin heitir 20/20 sem Óskar Jónasson stýrði. Báðar þessar seríur voru sýndar í RÚV.“ Hvað er næst á dagskrá? „Það er bara að halda áfram að skrifa. Margt er í pípunum og tím- inn verður að leiða í ljós hvað kemur út úr þeim og hvenær.“ Einsemd leyndarmálsins  Ósk 11. skáldsaga Páls Kristins Pálssonar  Hugmyndin kviknaði á brautarpalli í strandbænum Sitges á Spáni 1999  Frétti af gömlum vini sem fór í kynleiðréttingarferli Morgunblaðið/Árni Sæberg Samsettur „Óskar er samansettur úr öllum þessum einstaklingum sem ég ræddi við og örugglega að einhverju leyti mér sjálfum – höfundurinn getur aldr- ei komist undan sjálfum sér,“ segir Páll Kristinn Pálsson um aðalpersónu nýjustu skáldsögu sinnar. Upplifðu haustið á hálendi Íslands Gistihúsið Hrauneyjar og Hótel Háland eru aðeins í 150km fjarlægð frá Reykjavík 50% afsláttur af gistingu allar helgar í september

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.