Morgunblaðið - 19.09.2016, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2016
Glöggir menn ættu að muna eftir
Chesley „Sully“ Sullenberger III, en
hann varð heimsfrægur á auga-
bragði hinn 15. janúar 2009 þegar
honum tókst að lenda A-320 Airbus-
þotu með 150 farþegum og fimm í
áhöfn á Hudson-fljóti í New York án
þess að nokkur léti lífið, en vélin
hafði þá misst vélarafl á báðum
hreyflum eftir að gæsahópur flaug á
vélina. Þótti afrekið með nokkrum
ólíkindum. En hvað tekur við þegar
menn eru orðnir að hetjum á einu
augabragði?
Hin nýja kvikmynd Clints
Eastwood um þessa atburði, Sully,
hefst nefnilega þegar í kjölfar slyss-
ins, þegar allt er um garð gengið og
rannsóknarnefnd samgönguslysa er
að fara ofan í saumana á því sem
gerðist. Sully (Tom Hanks) vaknar
með martraðir um það hvað hefði
getað gerst, og til þess að bæta gráu
ofan á svart virðist sem rannsókn-
arnefndin telji að Sully hafi hugs-
anlega stefnt lífi allra í vélinni í
hættu með því að lenda á vatninu
frekar en að snúa við. Á meðan Sully
og aðstoðarflugstjórinn Jeff Skiles
(Aaron Eckhart) berjast fyrir fram-
tíð sinni og orðspori sér restin af
heiminum ekkert annað en hetju-
dáðina sem unnin var. En í hverju
fólst hún?
Sully er afbragðsfín mynd um
þessa atburði og skemmtilega unnin
af hálfu Eastwood. Hann velur að
hafa myndina stutta, einungis einn
og hálfan tíma, þegar efniviðurinn
hefði vel réttlætt margra tíma epík.
Fyrir vikið verður myndin hnitmið-
aðri en ella og slysið sem myndin
snýst um fær heiðurssess í myndinni
miðri. Tónlistin er sömuleiðis látlaus
og myndar fínan ramma um helstu
atriðin.
En allt þetta væri til einskis, ef
leikararnir skiluðu ekki sínu. Er þar
skemmst að segja að Tom Hanks
vinnur algjöran leiksigur í aðal-
hlutverkinu, raunar svo mjög að
hann skyggir á flesta aðra sem koma
að myndinni. Kæmi það undirrit-
uðum ekki á óvart ef Hanks fengi
einhverjar tilnefningar þegar verð-
launavertíðin hefst um og eftir ára-
mót.
Sully er þó ekki gallalaus. Til að
mynda er gengið mjög langt í að búa
til „vonda kalla“ úr rannsóknar-
nefndinni og því ofurtrausti sem hún
leggur á tölvuprófanir og er ekki al-
veg víst að kvikmyndagerðarmenn-
irnir feti þar veg hins fullkomna
sannleika í viðleitni sinni til þess að
búa til bíómynd.
Hvað sem því líður eru fleiri hlutir
sem mæla með Sully en á móti.
Myndin nálgast viðfangsefni sitt af
mikilli virðingu og á mannlegan hátt.
Þá vekur hún áhugaverðar spurn-
ingar um það hvað geri menn að
hetjum, sérstaklega á tölvu- og
tækniöld.
Virðing „Myndin nálgast viðfangsefni sitt af mikilli virðingu og á mann-
legan hátt,“ segir um Sully sem þeir Tom Hanks og Aaron Eckhart leika í.
Hvað megnar
mannshöndin?
Sambíóin
Sully bbbbn
Leikstjóri: Clint Eastwood. Handrit:
Todd Komanecki. Aðalhlutverk: Tom
Hanks, Aaron Eckhart, Laura Linney,
Anna Gunn, Mike O’Malley og Chris
Bauer. Bandaríkin 2016, 95 mínútur.
STEFÁN GUNNAR
SVEINSSON
KVIKMYNDIR
Spennumyndin Eiðurinn í leik-
stjórn Baltasars Kormáks fær þá
dóma hjá gagnrýnanda vefútgáfu
Variety að hún sé söluvænleg og
vel til þess fallin að verða seld
áfram til endurgerða. Og líkt og
með fyrri myndir leikstjórans,
svo sem 101 Reykjavík, sé stíll og
yfirbragð Eiðsins „blátt áfram og
tæknilega fágaður“. Í myndinni
megi einnig sjá votta fyrir svört-
um húmor sem gjarnan bregði
fyrir í kvikmyndum leikstjórans.
Óttar Guðnason kvikmynda-
tökumaður er sagður nýta sér vel
dramatískt landslag Íslands í tök-
urnar og leikararval hafi heppn-
ast vel þar sem persónusköpun sé
skýr og sterk.
Baltasar Kormákur er sér-
staklega nefndur sem sannfær-
andi í sínu hlutverki, sem
áhyggjufullur faðir og læknir, og
ófeiminn við að sýna það feikna-
form sem hann kom sér í fyrir
tökurnar en gagnrýnandi blaðs-
ins klykkir út með því að líkja
honum við breska leikarann Colin
Farrell.
Dómur Vefútgáfa Variety segir að per-
sónusköpun sé skýr og sterk í Eiðnum.
Söluvæn og tæknilega fáguð
Arthur Bishop hélt að sér hefði tekist að breyta
um lífstíl og segja skilið við líf leigumorðingj-
ans, þegar hættulegasti óvinur hans rænir
kærustunni hans.
Metacritic 38/100
IMDb 5,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10
Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 22.30, 23.10
Sambíóin Akureyri 22.30
Sambíóin Keflavík 22.30
Mechanic: Resurrection 16
Þegar Finnur hjartaskurðlæknir
áttar sig á að dóttir hans er
komin í neyslu og kynnir þekktan
dópsala fyrir fjölskyldunni sem
nýja kærastann, koma fram
brestir í einkalífinu.
IMDb 9,1/10
Laugarásbíó 17.30, 20.00,
22.30
Smárabíó 17.00, 17.30, 19.00, 19.30, 20.00, 22.00, 22.30
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00, 22.10
Eiðurinn 12
Kubo kallar óvart fram drungalegan anda með hefndar-
þorsta. Andi þessi tilheyrir fortíð Kubos og áður en langt um
líður þarf hann að berjast við
guði og skrímsli sem ráðast á
þorpið.
Metacritic 84/100
IMDb 8,4/10
Laugarásbíó 17.00
Sambíóin Álfabakka 17.40
Smárabíó 15.30
Háskólabíó 18.00
Borgarbíó Akureyri 17.50
Kubo og Strengirnir Tveir Don’t Breathe 16
Metacritic 71/100
IMDb 7,7/10
Smárabíó 17.50, 20.00,
22.10
Háskólabíó 18.10, 21.10
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.00
War dogs 16
Metacritic 57/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 20.00
Sambíóin Akureyri 20.00
Sambíóin Keflavík 20.00
Sully 12
Sambíóin Álfabakka 17.50,
20.00, 22.10
Sambíóin Egilshöll 17.50,
20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 18.50,
20.00, 21.00, 22.10
Sambíóin Akureyri 17.50,
20.00, 22.10
Sambíóin Keflavík 20.00
Lights Out 16
Metacritic 58/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Álfabakka 22.40
Sambíóin Egilshöll 22.30
Pelé: Birth of a
Legend Metacritic 39/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Kringlunni 17.40
The Shallows 16
Metacritic 59/100
IMDb 6,7/10
Háskólabíó 18.10, 21.10
Sausage Party 16
Metacritic 66/100
IMDb 6,8/10
Smárabíó 22.30
Háskólabíó 21.00
Suicide Squad 12
Metacritic 40/100
IMDb 6,7/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Kringlunni 17.20
Hell or High Water 12
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Laugarásbíó 22.20
Ben-Hur 12
Metacritic 38/100
IMDb 5,7/10
Sambíóin Egilshöll 20.00
Bad Moms
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 60/100
IMDb 6,7/10
Smárabíó 20.10
Blair Witch
Laugarásbíó 20.00, 22.00
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.10
Sambíóin Keflavík 22.10
Robinson Crusoe IMDb 5,3/10
Sambíóin Álfabakka 16.00,
18.00
Sambíóin Akureyri 18.00
Sambíóin Keflavík 18.00
Ghostbusters 12
Morgunblaðið bmnnn
Metacritic 60/100
IMDb 5,5/10
Smárabíó 16.20
Pete’s Dragon
Bönnuð yngri en 6 ára.
Metacritic 71/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Álfabakka 17.40
Sambíóin Egilshöll 17.30
Leynilíf Gæludýra Metacritic 61/100
IMDb 6,7/10
Smárabíó 17.45
Sambíóin Álfabakka 18.00
Níu líf Metacritic 11/100
IMDb 4,4/10
Smárabíó 15.30
The neon demon
Þegar upprennandi módelið
Jesse flytur til Los Angeles
verður hópur kvenna með
fegurðarþráhyggju á vegi
hennar.
Metacritic 51/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 17.30, 20.00,
22.30
Yarn
Prjón og hekl er orðið partur
af vinsælli bylgju.
Metacritic 51/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 20.00
Me Before You 12
Metacritic 51/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 22.00
Sigur Rós – Heima
Bíó Paradís 18.00
101 Reykjavík
Metacritic 68/100
IMDb 6.9/10
Bíó Paradís 22.00
Hross í oss 12
Bíó Paradís 20.00
VIVA
Bíó Paradís 18.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio