Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 Þátturinn Game of Thrones komst í sögubækurnar á Emmy-verðlauna- hátíðinni á sunnudagskvöld þegar hann varð sá leikni þáttur sem hlotið hefur flest verðlaun frá því að hátíðin hóf göngu sína fyrir nærri 70 árum. Þáttaröðin, sem HBO-framleiðir, hreppti 12 verðlaun í ár, níu verðlaun í tækniflokkum og þrenn topp- verðlaun en þátturinn var valin besti dramaþátturinn auk þess að vera verðlaunaður fyrir skrif og leikstjórn. Þar með hefur þessi fantasíuþáttur fengið 38 Emmy-styttur, sem er einni fleiri en langlífi gamanþátturinn Frasier. „Við elskum Frasier og sá þáttur gekk lengi og við erum viss um að einhver mun slá þetta met. Við bara vonum að það gerist ekki fyrr en við erum öll dauð,“ sagði David Benioff, einn framleiðanda og höfunda Game of Thrones. Þáttaröðin missti þó af leikara- verðlaunum í þetta sinn. Þrjár stjörn- ur úr þáttunum, Lena Headey, Emilia Clarke og Maisie Williams, voru taldar líklegar til að vinna verð- laun sem besta aukaleikkonan en styttan hafnaði í traustum höndum Maggie Smith úr Downton Abbey. Peter Dinklage var heldur ekki verðlaunaður frekar en Jon Snow, sem talinn var sigurstranglegastur en verðlaun fyrir besta leikara í auka- hlutverki fóru til Bens Mendelsohn fyrir hlutverk sitt í Netflix- fjölskyldudramanu Bloodline. FX-þáttaröðin The People v. O.J. Simpson: American Crime Story kom líka, sá og sigraði með níu verðlaun en fyrir fram var búist við góðu gengi þáttarins og gekk það eftir. „Ef þátturinn þinn er ekki með dreka eða hvítum Bronco í, farðu bara heim strax,“ grínaðist kynnirinn Jimmy Kimmel og vísaði þá til hins ævintýralega Game of Thrones og bílsins sem Simpson keyrði um í Los Angeles í ævintýralegum bílaeltinga- leik áður en hann var handtekinn. Sarah Paulson og Courtney B. Vance voru verðlaunuð fyrir leik sinn sem lögfræðingar O.J. Simpson, Marcia Clark og Johnnie Cochran. Sterling K. Brown fékk líka verðlaun sem aukaleikari fyrir hlutverk í þáttunum og D.V. DeVincentis hreppti styttu fyrir handritaskrif. Verðlaunaðasti þátturinn í sögu há- tíðarinnar er þó sketsaþátturinn Sat- urday Night Live en Kate McKinnon tók á móti 45. styttu þáttarins á sunnudagskvöld sem besta leikkona í aukahlutverki. McKinnon þakkaði Ellen DeGeneres og Hillary Clinton, sem hún skopstælir í þáttunum en líka föður sínum heitnum sem lét hana byrja að horfa á SNL þegar hún var 12 ára. Stórt kvöld hjá Louis-Dreyfus Julia Louis-Dreyfus fékk fimmtu verðlaunin í röð sem besta leikkona í aðalhlutverki í HBO-þættinum Veep. „Mig langar að tileinka þessi verð- laun föður mínum sem lést á föstu- daginn og ég er svo glöð með að hann var ánægður með Veep því skoðun hans er sú eina sem raunverulega skiptir máli,“ sagði hún í innilegri þakkarræðu. Veep fékk jafnframt verðlaun sem besti gamanþátturinn. Margir höfðu búist við því að Robin Wright úr House of Cards myndi vinna verðlaun sem besta aðalleikona í dramaþætti en Tatiana Maslany úr vísindaskáldskaparþættinum Orphan Black hreppti verðlaunin. Kevin Spacey úr House of Cards hefur fengið tvenn Óskarsverðlaun en eng- in Emmy-verðlaun og breyttist það ekki þetta kvöld en Rami Malek úr spennuþáttunum Mr. Robot var verð- launaður sem besti leikari í drama- þætti. Þetta þótti ein óvæntasta nið- urstaða kvöldsins en fyrir utan Spacey voru tilnefndir í þessum flokki Kyle Chandler, Bob Odenkirk, Matthew Rhys og Liev Schreiber. Þetta var í fyrsta sinn sem Malek var tilnefndur. Himinlifandi Framleiðendur og leikarar Game of Thrones fögnuðu mjög. Lögfræðidrama John Travolta og Sterling K. Brown með verðlaun sín. Krúnuleikarnir krýndir  Game of Thrones sigursælasta leikna þáttaröðin á Emmy-verðlaunahátíðinni AFP Tvenna Julia Louis-Dreyfus gleðst með tvenn verðlaun fyrir Veep. Sigurvegari Tatiana Maslany.  Dramaþáttur: Game of Thrones  Gamanþáttur: Veep  Aðalleikari í dramaþætti: Rami Malek, Mr. Robot.  Aðalleikona í dramaþætti: Tatiana Maslany, Orphan Black.  Aðalleikari í grínþætti: Jeffrey Tambor, Transparent.  Aðalleikkona í gamanþætti: Julia Louis-Dreyfus, Veep.  Aukaleikari í dramaþætti: Ben Mendelsohn, Bloodline.  Aukaleikkona í dramaþætti: Maggie Smith, Downton Abbey.  Aukaleikari í gamanþætti: Louie Anderson, Baskets.  Aukaleikari í grínþætti: Kate McKinnon, Saturday Night Live.  Þáttaröð sem nær yfir takmark aðan tíma („limited“): The People v. O.J. Simpson: Ameri- can Crime Story.  Leikari í slíkri þáttaröð eða mynd: Courtney B. Vance, The People v. O.J. Simpson: Americ an Crime Story.  Leikkona í slíkri þáttaröð eða mynd: Sarah Paulson, The People v. O.J. Simpson: Ameri- can Crime Story.  Sjónvarps- mynd: Sher lock: The Abominable Bride.  Veruleikakeppnis- þáttur: The Voice.  Spjallþáttur: Last Week Tonight with John Oliver. Helstu verðlaunahafar 68. EMMY-VERÐLAUNAHÁTÍÐIN Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN Enn snjallara heyrnartæki Beltone Legend Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Beltone Legend gengur með iPhone 6s og eldri gerðum, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. ™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 EIÐURINN 5:40, 8, 10:20 BLAIR WITCH 8, 10 KUBO 2D ÍSL.TAL 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.