Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 Hamraborg 10 – Sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18, laugardaga 11-14 Verið velkomin í sjónmælingu Traust og góð þjónusta í 20 ár Opnað verður fyrir umsóknir í myndlistarsjóð 20. september. Myndlistarsjóður Úthlutað verður Undirbúningsstyrkjum og styrkjum til minni sýningarverkefna allt að 500.000 kr. Styrkjum til stærri sýningarverkefna, útgáfu-/rannsóknar- styrkjum og öðrum styrkjum allt að 2.000.000 kr. Umsóknarfrestur er til miðnættis 25.október 2016. Upplýsingar um myndlistar- sjóð, umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og leið- beiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs. www.myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í nóvember. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bæta við fjórðu og síðustu tónleikum norsku söngkon- unnar Sissel Kyrkjebø í Eldborg Hörpu í desember. Fjórðu tónleik- arnir verða mánudaginn 12. desem- ber kl. 18, en miðasalan hefst á fimmtudaginn kemur kl. 10 á harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live hefst einum degi fyrr, en hægt er að skrá sig á listann á sena.is. Skipuleggjendur tónleikanna und- irstrika að ekki verður hægt að bæta við fleiri aukatónleikum. Morgunblaðið/Eggert Díva Sissel Kyrkjebø í Hörpu. Kyrkjebø vinsæl Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Ég reyni að gefa af mér þegar ég er sjálf með tónleika og vil helst að áhorfendur njóti sín og hafi gaman af þessu. Svo lengi sem maður nær að- eins að hreyfa við þeim þá finnst mér markmiðinu vera að mestu náð,“ seg- ir Agnes Thorsteins mezzósópran- söngkona, en hún kemur fram á fyrstu hádegistónleikum Kúnstpásu- raðar Íslensku óperunnar undir yf- irskriftinni Álfar og menn í Norður- ljósasal Hörpu í dag kl. 12.15. Þess má geta að aðgangur að tónleikunum er ókeypis. „Íslendingar eru þekktir fyrir að trúa á álfa og svo syng ég alltaf buxnahlutverk á sviðinu, leik alltaf karlmenn, en þaðan kemur heiti tónleikanna,“ segir Agnes létt í bragði en karlahlutverkin henti rödd hennar betur þó sum kvenmanns- hlutverkin henti einnig. Hún mun syngja nokkur af sínum eftirlætis- verkum á tónleikunum, en meðleikari hennar er Marcin Koziel á píanó. Verk sem viðhalda áhuganum Efnisskráin skartar tónskáldum eins og Sigvalda Kaldalóns, Jóni Ás- geirssyni, Strauss, Schubert, Mozart og Bizet. „Álfakóngurinn“ eftir Schu- bert fékk sérstakan sess við uppsetn- ingu tónleikanna en hún hafi áður ákveðið með meðleikara sínum að taka það lag, myndu þau einhvern tíma spila saman á Íslandi. Þá tekur hún einnig „Parto, ma tu ben mio“ sem er aría Sesto úr La Clemenza di Tito eftir Mozart og „Habanera“ úr Carmen eftir Bizet. Fleiri íslensk lög eru á dagskrá, eins og „Maístjarnan“ og „Sprengisandur“ en þar segir hún að talað sé um álfadrottningu sem kallist vel á við „Álfakónginn“ eftir Schubert. Agnes lagði upp með að hafa tón- leikana fjölbreytta. Hafði hún að markmiði að syngja ekki aðeins lög sem samin væru fyrir mezzó einvörð- ungu eða sópran heldur blanda hlut- unum saman. Bendir hún á að það hafi komið fyrir að hún hafi sjálf setið tónleika þar sem aðeins aríur voru sungnar og þá iðulega misst áhugann fljótt. „Ég vildi því setja saman efnis- skrá sem kýlir þetta í gang og við- heldur áhuga gestanna.“ Boltinn fari að rúlla á Íslandi Agnes starfar nú við óperuhúsið Theater Krefeld und Mönchenglad- bach í Þýskalandi en það er staðsett rétt utan við borgina Düsseldorf. „Það er einfaldara fyrir mig núna að taka fleiri verkefni hérna heima því það er beint flug frá Düsseldorf til Íslands og því auðveldara að stökkva til,“ segir hún en áður var hún við nám í Vín í Austurríki. „Ég er að vona að boltinn fari að rúlla hérna heima því hann er farinn að rúlla líka úti,“ bætir hún við en hún er þegar komin með átta óperu- hlutverk við óperuhúsið. „Ég var sett beint á æfingar og látin syngja allar æfingarnar. Óperustjórinn var alveg yfir sig hrifinn,“ segir Agnes létt í bragði en hún er nú með eins árs samning. Aðspurð segir hún talsverðan mun á að syngja heima á Íslandi og er- lendis. „Hér þekkir fólk til manns og þá kemur maður ekki með hreinan skjöld, en úti veit fólk bara hvernig áheyrnarprufan var og hvernig æf- ingarnar hafa gengið. Mér finnst því alltaf meira stressandi að syngja á Íslandi.“ Eins og eldhaf á móti þér Agnes nýtir vikuna á Íslandi vel því hún syngur einnig í fyrsta skipti á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudagskvöldið 22. september í Hörpu. Tónleikarnir bera yfirskriftina Uppáhaldsaríur en þar koma fram fimm einsöngvarar með hljómsveitinni. „Ég vona að það gangi vel og ég geri fólk stolt,“ segir Agnes en hún syngur í fjórum verk- um á tónleikunum, þ.e. tríói, einni ar- íu, dúett og kvartett. „Það skemmti- lega er að í tríóinu er ég dramatískasta manneskja í heim- inum, svolítið eins og ég er, en svo enda ég á að vera vændiskona,“ segir Agnes hlæjandi og tekur fram að hún hlakki mjög til að koma fram í Eld- borg. „Salurinn er svo rauður að það er eins og það sé eldhaf að koma til þín – þú gleymir að þú sért að syngja og nýtur þess bara,“ segir Agnes og bætir við að hún sé í senn kvíðin og spennt að takast á við verkefnið. Markmið að hreyfa við áhorfendum  Agnes Thorsteins syngur á fyrstu hádegistónleikum Kúnstpásuraðar í dag Morgunblaðið/Golli Mezzósópran Agnes Thorsteins sem starfar við óperuhúsið Theater Krefeld und Mönchengladbach í Þýskalandi kemur fram á fyrstu hádegistónleikum Kúnstpásuraðarinnar ásamt meðleikara sínum, Marcin Koziel, á píanó. Bandaríska leikskáldið Edward Albee lést á heimili sínu sl. föstu- dag eftir stutt veikindi, 88 ára að aldri. Hann þykir eitt merkasta leikskáld sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum. Í verkum sínum kannaði hann iðulega átökin í námum samskiptum og togstreit- una milli sjálfsblekkingarinnar og raunveruleikans. Albee vakti fyrst eftirtekt í leik- húsheiminum árið 1959 þegar ein- þáttungurinn hans Saga úr dýra- garðinum (The Zoo Story) var frumsýndur í Berlín, en verkið var sýnt í Provincetown-leikhúsinu í Greenwich Village í New York ári síðar. Frægasta leikrit Albee er án efa Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Who’s Afraid of Virginia Woolf) sem frumsýnt var á Broad- way 1962 og skilaði leikskáldinu sínum fyrstu Tony-verðlaunum. Leikritið var kvikmyndað árið 1966 þar sem Mike Nichols leikstýrði Rich- ard Burton og Elizabeth Taylor í hlutverkum Georgs og Mörtu. Albee fæddist einhvers staðar í Virginíu 12. mars 1928. Lítið er vitað um föður hans, en móðir hans hét Louise Harvey og nefndi hún son sinn Edward áð- ur en hún gaf hann til ættleið- ingar. Hjónin Reed og Frances Al- bee ættleiddu Edward á fyrsta æviári hans en virtust illa í stakk búin að styðja við rithæfileika son- arins. Í viðtölum á fullorðinsárum sagðist Edward Albee hafa liðið eins og boðflennu á heimilinu og rifjaði upp að Frances Albee hefði hent fyrsta leikritinu sem hann skrifaði aðeins 14 ára gamall í ruslið. Hann var aðeins átta ára þegar hann áttaði sig á því að hann væri samkynhneigður og ári síðar byrjaði hann að skrifa ljóð. Hann fór að heiman 18 ára og lét ekki sjá sig í foreldrahúsum í rúma tvo áratugi. Albee vann til þrennra Pulitzer- verðlauna fyrir leikrit sín, m.a. fyrir Þrjár konur stórar (Three Tall Women) sem frumsýnt var í Vínarborg 1991 og í New York 1994. Leikritið er öðrum þræði uppgjör Albee við kjörmóður sína. Af öðrum þekktum leikritum Al- bee má nefna Geitina eða Hver er Sylvía? (The Goat, or Who Is Sylvia?) sem frumsýnt var á Broadway 2002 og skilaði honum Tony-verðlaunum. silja@mbl.is Edward Albee látinn Edward Albee

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.