Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 264. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. „Sjáið þið naflann á henni?“ 2. Íslendingurinn fannst heill á húfi 3. Schumacher getur ekki staðið … 4. Ásta Hrafnhildur og Sveinn Andri … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Breska hljómsveitin Suede heldur tónleika í Laugardalshöll 22. október. Sveitin hélt tónleika hér á landi árið 2000 við góðar viðtökur. Á tónleik- unum í næsta mánuði flytur sveitin efni af nýjustu plötu sinni, Night Thoughts, og sýnir um leið sam- nefnda kvikmynd sem hljómsveitin vann í samstarfi við Roger Sargent. Í framhaldinu spilar sveitin valið efni og alla helstu smellina af ferlinum. Söngkonan Soffía Björg sér um upp- hitun. Miðasala hefst í dag á midi.is. AFP Suede heldur tónleika í Laugardalshöll  Opinn samlestur á Brotum úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman fer fram í Borgarleikhúsinu í dag kl. 13. Allir eru velkomnir og heitt kaffi á könnunni. Verkið byggist á tíu þátta sjónvarpsseríu Bergmans sem sýnd var í sænska sjónvarpinu árið 1973, en sviðsútfærslan var frumsýnd í leikstjórn höfundar árið 1981 í München. Leikritið fjallar um Jóhann og Maríönnu, sem hafa verið gift í tíu ár. Þeim gengur vel, hafa náð langt í starfi, eiga tvö börn og hjónaband þeirra virðist endalaus hamingja. Þangað til Jóhann tilkynnir Maríönnu að hann vilji skilja. Við tekur hress- andi kvöldstund þar sem allt er gert upp. Leikstjóri er Ólafur Egill Egilsson og hjónin Björn Thors og Unnur Ösp fara með hlut- verkin tvö. Brot úr hjónabandi á opnum samlestri Á miðvikudag Vaxandi norðaustanátt og þykknar upp, 10-18 m/s síðdegis, hvassast suðaustantil og fer að rigna, fyrst á Suðaustur- landi. Hiti 7 til 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum, en annars hægari suðaustlæg átt og skúradembur fyrir sunnan og vestan. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Norðausturlandi. VEÐUR Staða Þróttara í fallbaráttu Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu er orðin vonlaus eft- ir að Pape Mamadou Faye jafnaði fyrir Víking frá Ólafsvík gegn þeim rétt fyr- ir leikslok í viðureign lið- anna í gærkvöld. Ólafsvík- ingar eru tveimur og þremur stigum á undan ÍBV og Fylki en eiga mjög erfiða leiki fyrir höndum og eru því langt frá því að vera sloppnir. »2-3 Staða Þróttara er orðin vonlaus Get leikandi komið með fullt af afsökunum Grótta er á toppi Olís-deildar karla í handknattleik, Stjarnan í þriðja sæti og Selfoss í því fjórða eftir að þriðju umferð deildarinnar lauk í gærkvöld. Þessi byrjun er þvert á allar spár. Grótta er eina liðið sem hefur unnið alla sína leiki og lagði FH í gær en Valsmenn sitja stigalausir á botn- inum eftir ósigur gegn nýliðum Stjörnunnar. »4 Óvænt lið eru í efstu sætum handboltans ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Minningar af fótboltavellinum hafa eflaust leitað á Björn Bjartmarz, knattspyrnuþjálfara og lögreglu- mann, síðustu vikur. Í annað skipti í sögunni varð Víkingur Íslandsmeist- ari A-liða í þriðja flokki karla á sunnu- dag eftir 39 ára bið og fyrir nokkru tryggðu strákarnir í 5. flokki sér tit- ilinn í þriðja skipti í sögunni eftir 44 ára bið. Björn var leikmaður beggja meistaraliða þessara flokka fyrir um 40 árum og þjálfar núna 5. flokkinn. Það ískrar í Birni þegar hann rifjar upp árangurinn í 5. flokki 1972, en hann lék þá í stöðu miðvarðar við hlið Heimis Karlssonar. Þjálfarar voru Gunnar Örn og Hafþór Kristjáns- synir. Björn var reyndar tveimur ár- um yngri en flestir liðsfélaga hans og hafði verið kippt upp úr C-liði í A-liðið á miðju sumri. Dúndrað yfir stöðuvatnið „Við spiluðum úrslitaleik við Þrótt sem var í raun með sterkara lið en við,“ segir Björn. „Við börðumst hins vegar eins og ljón með fyrirliðann Guðmund Guðmundsson í broddi fylkingar, seinna landsliðsmann í handbolta og þjálfara Íslands og Danmerkur. Hann elti alla bolta og gafst aldrei upp. Þarna voru fleiri snillingar, Arnór Guðjohnsen kom inn í liðið á miðju sumri og Lárus Guðmundsson skoraði eina markið í úrslitaleiknum. Við spiluðum á Melavellinum með stórum mörkum í brjáluðu veðri. Það var stór pollur á stórum hluta vall- arins og það var afrek fyrir 10-12 ára gutta að ná að dúndra boltanum yfir stöðuvatnið. Fimm árum seinna þegar við urð- um meistarar í þriðja flokki var hóp- urinn svipaður nema hvað elsta árið úr fimmta flokknum var gengið upp í annan flokk. Við vorum alltaf að keppa við Breiðablik á þessum árum og þeir voru okkur mjög erfiðir. Okk- ur tókst að vinna mótið 1977 og þá var komin meiri festa í skipulagið og liðið orðið mótaðra undir stjórn Hafsteins Tómassonar.“ Helgi Sigurðsson þjálf- ar þriðja flokks liðið sem varð meist- ari á sunnudaginn og segir Björn að bæði í 3. og 5. flokki séu mjög efnileg- ir leikmenn. Síðdegis í gær bættu stúlkurnar í A-liði þriðja flokks rós í hnappagat Víkings er þær unnu FH 2:1 í úrslitaleik Íslandsmótsins. Þjálf- arar meistaranna eru Viggó Briem og Þórhallur Víkingsson. Leiðsögumaður við Kjarrá Á sunnudag minntust Víkingar þess að aldarfjórðungur er síðan Vík- ingur varð síðast sigurvegari í efstu deild og hittist stór hluti meistaraliðs- ins í Víkinni. Í lokaleiknum í mótinu 1991 skipti innkoma Björns í byrjun seinni hálfleiks sköpum því hann skoraði tvívegis í 3:1 sigri gegn Víði í Garði. Ekki að ósekju að hann fékk viðurnefnið bjargvætturinn. Um tvítugt hafði Björn tekið sér frí frá fótboltanum í nokkur ár, gerðist m.a. leiðsögumaður við Kjarrá í Borg- arfirði, og var fjarri góðu gamni 1980 og 1981 þegar Víkingur varð Íslands- meistari undir stjórn Youri Sedov. Hann byrjaði hins vegar að æfa aftur 1984 og var í leikmannahópi Loga Ólafssonar 1991 jafnframt því sem hann þjálfaði þrjá flokka hjá Víkingi. Heyrðu annað slagið í þyrlunni Björn kom inn á í mörgum leikjum sumarsins og lokaleikurinn við Víði í Garði er eftirminnilegur. „Ég kom inn á í byrjun seinni hálfleiks, en þá vor- um við 0-1 undir gegn Víði og búnir að klúðra víti í leik sem við héldum innst inni að við myndum vinna auðveld- lega,“ segir Björn. Á sama tíma var Fram að vinna ÍBV 3-0 og titillinn virtist blasa við þeim. Á sex mínútna kafla gerðum við hins vegar þrjú mörk og ég gerði tvö þeirra. Ég fagnaði þó aldrei almenni- lega því ég vildi fleiri mörk og hélt að þetta dygði ekki. Við heyrðum alltaf annað slagið í þyrlunni sem við vissum að sveimaði yfir með Íslandsbikarinn og formann KSÍ innanborðs. Svo fór að þyrlan lenti í Garði, við unnum mótið á markatölu og þá fyrst áttaði maður sig á því að við vorum meistarar.“ Bjargvætturinn enn á ferð Kampakátir Jóhannes Dagur Geirdal, fyrirliði fimmta flokks Víkings, og Björn Bjartmarz þjálfari með bikarinn langþráða að Íslandsmótinu loknu.  Góður árangur yngri flokka Víkings Ljósmynd/Sverrir Geirdal Björn Bjartmarz byrjaði að þjálfa 1987 og á því 29 ár að baki, 26 hjá Víkingi og þrjú ár hjá Fram. Titillinn í fimmta flokki nú er sjötti Íslands- meistaratitill hans utanhúss fyrir Víking sem þjálfari, en alls hafa lið hans unnið 38 titla í mótum á veg- um KSÍ og KRR. „Tímabilið í ár í yngri flokkum Víkings er með ólíkindum, jafnt hjá strákum og stelpum,“ segir Björn. „Í Reykjavíkurmótinu fékk félagið 11 titla af 18 mögulegum og síðan hafa sigrar í Eyjamóti 6. flokks og N1-móti hjá fimmta flokki bæst við. Við erum hlutfallslega með fáa iðkendur miðað við flesta aðra og því er ekki auðvelt að ná svona árangri, kannski 40-50 iðkendur meðan margir aðrir eru með yfir 100 í hverjum flokki. Aðstæður eru orðnar fínar í Fossvoginum eftir að gervigrasið kom og umgjörðin er góð. Árangurinn sýnir að það eru mikil gæði í starfinu, en þegar upp er staðið eru það ekki ytri aðstæður sem skipta öllu, þar er þjálfunin efst á blaði, það er bara þannig.“ Mikil gæði í starfinu VIÐ KNATTSPYRNUÞJÁLFUN Í 29 ÁR „Ég fékk mín tækifæri en á endanum er það þjálfarinn sem er látinn fara. Ég get leikandi komið með fullt af af- sökunum til að láta þetta líta betur út fyrir mig, eins og fjárhagsstöðu fé- lagsins, leikmannahópinn og fleira en það hjálpar mér ekki neitt,“ segir Rúnar Kristinsson um brottvikningu sína frá norska knattspyrnufélaginu Lilleström. »1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.