Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 Ekki taka óþarfa áhættu, fáðu fagmenn í verkið Sérþjálfaðir starfsmenn og búnaður fyrir erfiðustu aðstæður Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Trjáfellingar Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Mundu að öll sambönd byggjast á því að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Láttu flugeldasýningar annarra sem vind um eyru þjóta því þeir eru síst betri menn en þú. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér kann að berast óvænt tilboð upp í hendurnar og ef þú heldur rétt á spilunum getur það orðið þér til gagns. Ein leið til þess að tryggja að hugmynd sé góð er að fá margar í einu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Taktu einn hlut fyrir í einu því ef þú ert með of mörg járn í eldinum fer allt úr böndunum. Fáðu útrás fyrir þá í dagbókinni. Láttu fara lítið fyrir þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það eru stundum margar hliðar á málum og ekki gott að ráða í hvað rétt er. Hentu fáeinum hlutum sem þú hefur ekki lengur þörf fyrir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki minniháttar persónuleg vandamál byrgja þér sýn. Reyndu að ein- beita þér að því sem þú átt að gera, því ann- ars gengur ekkert upp hjá þér í tæka tíð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú vilt koma hlutunum í verk í dag og gera þá almennilega. Deildu einhverju per- sónulegu. Einhver gæti tekið upp á því að notfæra sér það til góðs. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er mikið að gerast hjá þér í útgáfu- málum, ferðalögum, æðri menntun eða starfsþjálfun. Farðu varlega að öðrum og sýndu þeim og skoðunum þeirra tillitssemi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Forðist rifrildi við aðra. Aðeins með því að gera hreint í eigin ranni getur þú haldið áfram. Gakktu bara glaður til verks- ins. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þig langar til að taka rækileg til í óreiðukenndu sambandi, umhverfi eða vandamáli. Reyndu að hugsa þig tvisvar um áður en þú segir nokkuð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki hvatvísina ráða ferð- inni, því þá ert þú viss með að sitja uppi með óþægilega hluti. Nú ættu hlutirnir hins vegar að fara að komast á skrið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Líf þitt er eins og langþráð frí. Tékkaðu af staðreyndir málsins áður en þú lætur til skarar skríða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gættu þess að tala tæpitungulaust svo enginn þurfi að fara í grafgötur um hvað það er sem þú vilt. Farðu varlega í að sam- þykkja nokkuð. Framsóknarmenn á Norð- Austurlandi héldu kjördæmisþing og eru „sjálfum sér samkvæmir“ segir Ármann Þorgrímsson: Í fyrsta sætið settu mann sem þó hæfði neðsta þrepið þeir kepptust við að kjósa hann en kúluskítinn hafa drepið. Ragnar Ingi Aðalsteinsson sagði að kunningi sinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hefði stungið að sér þessari vísu. – „Ég tek annars enga ábyrgð á svona kveðskap“: Umhverfið skal ekki trega, á þau spjöll ég sáttur lít. Framsókn hefur farsællega fengið nýjan kúluskít. Baldur Garðarsson spyr hvort menn kannist við meðfylgjandi hús- gang og hvað hátturinn heiti: -naldo svekktur nú er Ró- -nalegur þá verður dó- -hnappa saman herpir þjó- hann er -ískur ekki stó-. Þetta er lipurlega og skemmti- lega kveðið undir slitruhætti.Frá því er sagt að Valdimar Briem hafi borist í hendur vísa um Alexander mikla til að skopast að þessu fyr- irbæri: Arkipela- yfir -gus öðling sigla náði fjöllum Káka- frammi í -sus fólkorustu háði. Valdimar fannst vísan ekki nógu dýrt kveðin og orðin ekki nægilega sundurslitin. Hann gerði því þessa bragarbót: Arki- sjáinn yfir -pela- öðling frá ég sigla -gus. Hann við Gága- harða mela hosti- máir líf af -bus. Magnús Halldórsson yrkir í gamalkunnum limrustíl: Eyjólfur bara’ ef að bjór sá, brjálaðist þannig að stórsá, á honum og oft sótt í trog. vatn sem að var ekki úr Þjórsá. Stefán Skafti Steinólfsson yrkir um Fagradal á Skarðsströnd: Leikur áin ljúft um dalinn, legg við stráin vanga minn lifnar þráin líður smalinn létt um háa fjallakinn. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir yrkir um annan dal: Oft í fýlu andlegri opnast dýrðar sjóður. Fossdalurinn fallegi, friðsæll mjög og góður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Kúluskítur, slitruháttur og vatn úr Þjórsá Í klípu HRÓÐGEIR REYNIR AÐ GRÍPA SÉR BLUND. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „SKIPTU ÞÉR EKKI AF! ÉG VIL HAFA ÞETTA SVONA!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að róta upp laufum saman. OG ÞÁ SAGÐI MAMMA: „VERTU AÐEINS LENGUR OG FÁÐU ÞÉR KAFFI, JÓN.“ OG ÉG SAGÐI: „NEI TAKK, ÉG VERÐ AÐ FARA HEIM OG LÁTA KETTINUM LEIÐAST.“ HAHA! GRETTIR? ÉG ER FARINN TIL BARDAGA! EF ÉG SNÝ EKKI AFTUR... ...HEIÐRIÐ MINNINGU MÍNA! ÉG GERI ÞAÐ... ...OG ÞAÐ GERA INNISKÓRNIR ÞÍNIR LÍKA! Oft er sagt að ekkert breytisthraðar en íslenska veðrið. Vík- verji er farinn að hallast að því að þetta sé ekki rétt. Hvað breytist þá hraðar? kannt þú að spyrja, lesandi góður. Jú, álit manna á enskum fót- boltaliðum. Svei mér ef það sveiflast ekki hraðar en íslenska veðrið. Tökum Manchester United sem dæmi. Eftir sigur í fyrstu þremur leikjunum á nýhafinni leiktíð voru menn á einu máli um að þetta rót- gróna stórveldi væri enn og aftur orðið ósigrandi – eftir nokkur mögur ár og titlaþurrð. Mourinho var aftur orðinn „sá einstaki“, Rooney varð vart við menn mældur, Zlatan var goðum líkur og Pogba án nokkurs vafa kaup ársins enda þótt hér um bil hefði verið hreinsað út af banka- reikningum til að tryggja krafta hans. x x x Síðan tapaði Manchester Unitednæstu þremur leikjum – og það á aðeins rúmri viku. Og þá var skyndilega allt annað hljóð komið í strokkinn. Nú er Mourinho allt í einu búinn að missa’ða, leggja á Rooney eins og hverju öðru vél- arvana rúgbrauði, Zlatan er gamall og úr sér genginn og Pogba kött- urinn í sekknum. Já, það er ýmist í ökkla eða eyra! Ætli nokkrir íþróttamenn, eða menn yfirhöfuð, séu dæmdir jafn ákveðið út frá núverandi formi? Nánast dagsformi. Svo vinnur Manchester United tvo eða þrjá leiki í röð og allir fara aftur á sinn stall. Og verður svo kippt niður af honum aftur. Og reist- ir við aftur. Og … x x x Djöfull er enska knattspyrnansamt alltaf skemmtileg. Spann- ar allt róf mannlegra tilfinninga. Ef- laust fáum við aldrei aftur ösku- buskuævintýri eins og Leicester City bauð okkur upp á síðasta vetur en það er sama. Alltaf kemur eitt- hvert lið á óvart. Nú fer Everton til dæmis með himinskautum í byrjun móts. Hver sá það fyrir? Meðan spútniklið fyrra árs eins og West Ham og Southampton eiga á bratt- ann að sækja. Í þessu er sjarminn fólginn. víkverji@mbl.is Víkverji Hann breytti storminum í blíðan blæ og öldur hafsins lægði. (Sálm. 107:29)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.