Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016
Agnes Bragadóttir
Skúli Halldórsson
Kjördæmisþing framsóknarfélag-
anna í Suðurkjördæmi verður hald-
ið á Selfossi næsta laugardag, 24.
september. Þar verður framboðs-
listi Framsóknarflokksins í Suður-
kjördæmi kynntur og væntanlega
samþykktur.
Björn Harðarson, bóndi í Holti I,
er formaður kjörnefndar framsókn-
arfélaganna í Suðurkjördæmi.
„Við munum kynna lista kjör-
nefndar á kjördæmisþinginu sem
haldið verður á laugardag og þingið
gengur svo frá listanum,“ sagði
Björn í samtali við Morgunblaðið í
gær.
„Sigurður Ingi Jóhannsson, vara-
formaður Framsóknarflokksins og
forsætisráðherra, sækist áfram eft-
ir því að leiða listann og skipa efsta
sæti hans. Silja Dögg Gunnars-
dóttir alþingismaður býður sig ein
fram í 2. sætið og svo bjóða þrír sig
fram í þriðja sæti listans. Svo still-
um við í kjörnefndinni upp fram-
boðslista fyrir neðan fimmta sætið,“
sagði Björn.
Um sex hundruð eiga seturétt
Björn segir að hátt í sex hundruð
framsóknarmenn í Suðurkjördæmi
eigi seturétt á kjördæmisþinginu,
sem verður tvöfalt, rétt eins og var í
Norðausturkjördæmi sl. laugardag.
Hann átti þó ekki von á að svo
margir fulltrúar myndu mæta til
þingsins.
Sigurður Ingi Jóhannsson for-
sætisráðherra segist meta mikils
þær áskoranir sem hann hefur feng-
ið til formannsframboðs í Fram-
sóknarflokknum, gegn Sigmundi
Davíð Gunnlaugssyni, formanni
Framsóknarflokksins. Í samtali við
mbl.is í gær vildi Sigurður Ingi ekki
svara því hvort hann myndi verða
við áskorununum. „Um þessi mál
mun ég lítið tjá mig þessa vikuna,
við erum að fara inn í kjördæmis-
þing í mínu kjördæmi á laugardag-
inn og ég vil frekar tala fyrst við
fólkið í flokknum áður en ég ræði
við fjölmiðla,“ sagði Sigurður Ingi.
Sigurður Ingi sækist eftir fyrsta sæti
Morgunblaðið/Eggert
Varaformaður Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknar-
flokksins og forsætisráðherra, tjáir sig ekki um formannsframboð.
Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi ákveðinn á kjördæmisþingi á laugardag
Vill fyrst tala við fólkið á kjördæmisþingi um formannsframboð
Atkvæðagreiðsla um tillögu um
ótímabundið verkfall sjómanna
hófst í gær. Hún er rafræn. Verði
tillagan samþykkt mun verkfall sjó-
manna hefjast að kvöldi 10. nóv-
ember nk., hafi ekki nást samn-
ingar fyrir þann tíma.
Atkvæðagreiðslan fer fram í tólf
aðildarfélögum Sjómanna-
sambands Íslands.
Sjómannasambandið gerði kjara-
samning við Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi í sumar. Var hann
undirritaður 24. júní. Samning-
urinn var hins vegar felldur með
miklum mun í almennri atkvæða-
greiðslu sjómanna.
Sjómenn greiða at-
kvæði um verkfall
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þessar tvær stúlkur stunda nám við Mennta-
skólann við Hamrahlíð þar sem í gær voru fyrstu
atburðirnir í fjölbreyttri vikulangri dagskrá í til-
efni af 50 ára afmæli skólans sem verður 24.
september. Meðal þess sem gert verður til fróð-
leiks og skemmtunar er fyrirlestraröð þar sem
fyrrverandi nemendur skólans deila þekkingu
sinni. Meðal þeirra sem í dag tala eru hæsta-
réttardómararnir Benedikt Bogason og Karl Ax-
elsson og Halldóra Jónsdóttir geðlæknir. Þá
verða ýmsir listviðburðir og hátíðardagskrá
verður næstkomandi laugardag.
Menntaskólinn við Hamrahlíð er fimmtíu ára og fjölbreytt dagskrá verður í vikunni
Morgunblaðið/Eggert
Listviðburðir, skemmtun og fyrirlestrar
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sérfræðingar Orku náttúrunnar
(ON) og Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) voru í gær ásamt vísindamönn-
um við Veðurstofu Íslands og fleiri
að fara yfir skjálftavirkni sem varð
um nýliðna helgi við Húsmúla á
Hengilssvæðinu. Tilgangurinn var
að kanna hvort skjálftarnir tengdust
niðurdælingu vinnsluvatns frá
Hellisheiðarvirkjun. Í tilkynningu
frá ON segir að vitað sé að breyt-
ingar á tilhögun niðurdælingar, sem
staðið hefur yfir við Húsmúla frá
árinu 2011, geti orsakað svonefnda
gikkskjálfta. Engar breytingar hafa
verið gerðar nýverið á niðurdæling-
unni og því kallaði jarðskjálftahrinan
á ítarlega greiningu allra gagna.
Marta Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður auðlinda hjá ON, sagði að
Húsmúli stæði á virku jarðskjálfta-
belti en Gráuhnúkasvæðið sé ekki
virkt jarðskjálftasvæði með sama
hætti og Húsmúlasvæðið. Haft var
samráð við jarðskjálftasérfræðinga
hjá Veðurstofu Íslands og í fræða-
samfélaginu í gær. Beðið var eftir
frekari greiningum frá þeim um
hvort tengsl séu á milli jarðskjálfta-
hrinunnar og niðurdælingarinnar á
Húsmúlasvæðinu. ON getur ekki
tjáð sig um niðurstöður fyrr en form-
leg niðurstaða fæst frá sérfræðing-
unum.
Vinnsluvatni frá Hellisheiðar-
virkjun hefur verið dælt niður í jarð-
hitageyminn undir Hellisheiði allt
frá því að Hellisheiðarvirkjun var
tekin í notkun árið 2006. Nú er 700-
800 lítrum af vinnsluvatni dælt niður
á sekúndu við Gráuhnúka og við
Húsmúla. Niðurdælingin við Hús-
múla hefur valdið skjálftavirkni en
ekki við Gráuhnúka. Svo er að sjá
sem vatnið sem dælt var niður við
Húsmúla hafi virkað eins og smurn-
ing og losað um spennu sem var í
jarðlögunum. Því var tekið upp verk-
lag þar sem forðast var að gera
snöggar breytingar á tilhögun niður-
dælingar. Einnig að láta almenning
og yfirvöld vita fyrirfram þegar gera
þyrfti breytingar á niðurdælingunni.
Þessu verklagi hefur verið fylgt síð-
an.
Almennt er gerð sú krafa í nýjum
jarðgufuvirkjunum að vinnsluvatn-
ingu sé skilað aftur niður í jarðhita-
geyminn. Niðurdælingin hefur tví-
þættan tilgang. Annars vegur
dregur hún úr umhverfisáhrifum á
yfirborði og hins vegar eflir niður-
dælingin sjálfbærni nýtingar jarð-
hitaauðlindarinnar með því að skila
vinnsluvatninu aftur niður í jarðlög-
in þar sem það hitnar á ný. Þetta
spornar einnig við lækkun á vatns-
þrýstingi í jarðhitageyminum.
Þrír snarpir jarðskjálftar urðu á
Hengilssvæðinu á sunnudaginn var.
Jarðskjálfti að stærð 3,1 stig varð
um áttaleytið um morguninn og
fannst hann í Hveragerði. Jarð-
skjálfti að stærð 3,6 stig varð svo
klukkan 22.29 um kvöldið. Tilkynn-
ingar bárust um að hann hefði fund-
ist í Hveragerði, Mosfellsbæ og
Kópavogi. Skömmu síðar kom
skjálfti sem var 3 stig og fylgdu
nokkrir smærri skjálftar í kjölfarið.
Kanna hvað veldur jarðskjálftum
Orsök nýlegrar jarðskjálftahrinu á Hellisheiði rannsökuð Skjálftar vegna niðurdælingar við
Húsmúla en ekki við Gráuhnúka Engar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu upp á síðkastið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hellisheiðarvirkjun Jarðhitavökvi úr iðrum jarðar knýr virkjunina.
„Ég er að hætta búskap. Ætla ekki
að nota örorkubæturnar til þess að
borga með því sem ætti að skila
mér tekjum,“
segir Ástþór
Skúlason, bóndi á
Melanesi á
Rauðasandi.
Hann setur um
200 lömb í slátr-
un í næsta mán-
uði, en 150 kind-
ur sem verið hafa
á vetrarfóðrum
verða seldar ef einhver vill. Annars
fara þær í slátrun. Eins og fram
hefur komið lækka sláturhúsin
skilaverð til bænda fyrir lambakjöt
um að jafnaði 10% frá fyrra ári eða í
538 kr. kílóið. Fyrir fullorðið fé
verða greiddar 115 kr. „Þetta eru
engar tekjur og svo fæst ekki leng-
ur fólk í smalamennsku. Ég verð að
hætta og býst við að fleiri bændur
hér vestra geri hið sama á næst-
unni. Það gæti orðið fjárlaust á
Rauðasandi,“ segir Ástþór, sem
vakið hefur athygli fyrir búskap
sinn, en hann er lamaður neðan
mittis eftir bílslys fyrir mörgum ár-
um. Segist þó ótrauður geta haldið
búskap sínum áfram, ef afkoman öll
væri ekki brostin. sbs@mbl.is
Ástþór mun
bregða búi
Afkoman brostin
Ástþór Skúlason