Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  220. tölublað  104. árgangur  HANNAÐI SAM- KVÆMISKJÓLA ÚR ULLINNI TÖFRAR Á HEIMS- MÆLIKVARÐA MARKMIÐIÐ AÐ HREYFA VIÐ ÁHORFENDUM ÍSLENSK I FÍLLINN bbbbm31 AGNES THORSTEINS 30AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR 12 Ljósmynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson Haförn Færri hafarnarungar komust á legg í sumar en dæmi eru um frá 2006.  Viðkoma íslenska hafarnar- stofnsins í sumar var sú slakasta frá árinu 2006 og komust aðeins 27 ung- ar á legg. Í fyrra komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum. Meðal- ungafjöldi í hreiðri nú var með minnsta móti eða 1,08 ungar á hreið- ur sem er það minnsta frá árinu 1993. Að meðaltali hafa komist upp 1,3 ungar úr hreiðri. Talið er að rúmlega 220-250 hafernir séu á Ís- landi. Þeir hefja varp 5-8 ára gamlir. Fimm ungar komust upp úr þrem- ur hreiðrum við Húnaflóa. Hafarnarstofninn þar hefur styrkst verulega á undanförnum árum. »6 Viðkoma hafarnar- stofnsins var heldur slök í sumar Samningur » Lífeyrisréttindi verða sam- ræmd og jöfnuð. » Heildarframlag ríkis og sveitarfélaga er talið nema allt að 130 milljörðum króna. Ómar Friðriksson Helgi Bjarnason Þórunn Sveinbjarnardóttir, formað- ur BHM, segir mikilvægum áfanga náð með samkomulagi um samræmt lífeyriskerfi. Í pistli á heimasíðu BHM segir hún að það kalli á gjör- breytta launastefnu ríkis og sveitar- félaga. Við blasi að með jöfnun líf- eyriskjara þurfi að bæta opinberum starfsmönnum muninn í launum. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir að unnið verði í átt að því að eyða launamun þannig að ekki verði til staðar óréttlætanlegur og óútskýranlegur kjaramunur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, fagnar samkomulaginu og bendir á að ASÍ hafi barist fyrir jöfnun lífeyr- isréttinda í 70 ár. Hann gerir ráð fyr- ir því að BHM og KÍ gangi nú inn í rammasamkomulag um þróun launa og tryggi með því sínu fólki hlutdeild í hugsanlegu launaskriði. Ræða þurfi markmið um jöfnun launa á milli markaða í sambandi við nýtt samningalíkan. ASÍ telji að meiri jöfnuður eigi að ríkja, en kröf- ur séu m.a. um hækkun lægstu launa og jöfnun á launum kynjanna. Fylgja eftir launajöfnun  Samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda á vinnumarkaðnum undirritað  Einnig stefnt að jöfnun launa opinberra og almennra starfsmanna á 6-10 árum MGríðarleg tíðindi og tímamót »10 Morgunblaðið/Ómar Ferðamenn Það þarf að útbúa út- skot og stoppistaði við vegi fyrir þá. Háar sektir eru víða erlendis við því að stoppa bíl úti í vegkanti, sérstaklega á hraðbrautum. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Lands- björg, segir þjóðveginn vera okkar hraðbraut um landið og mikil þörf sé á umferðarstýringu sem væri fylgt eftir með löggæslu. „Lögreglan þarf að fá fjármagn til að geta haft bíla á ferðinni til að hjálpa fólki við að fara eftir þeim reglum sem eru í gildi,“ segir Jón- as. Þá vanti meiri slagkraft í að vinna verkefnin. „Við verðum að hugsa að á næsta ári verða hér 2,2 milljónir ferðamanna og hvernig við getum útbúið innviðina þannig að við getum tekið á móti þeim á öruggan og ánægjulegan hátt.“ Jónas er á þeirri skoðun að við séum hrædd við að stýra ferða- mönnum, hvort sem það er með stígum, leiðbeiningum eða fjölda- takmörkunum. „Það má ekki gleyma því að stýring er ekki boð og bönn, heldur til að hjálpa fólki að ferðast á öruggan hátt og upp- lifa og njóta. Hvort sem það er með pöllum, útsýnisstöðum, tak- mörkuðum hraða eða reglugerð- um.“ »6 Þörf á umferðarstýringu  Þurfum að geta tekið á móti ferðamönnum á öruggan hátt  Ef olíuverð hækkar á kom- andi árum um- fram það sem markaðir gera nú ráð fyrir gæti dregið verulega úr þeirri fjölgun ferðamanna sem fyrirséð er að verði hér á landi á komandi árum. Í nýju spálíkani Arion banka kemur fram að ef flugfargjöld hækka um 15% á næsta ári, 7,5% árið 2018 og 2% árið 2019 munu ferðamenn á tímabilinu verða 715 þúsund færri en ef ekki kemur til þessara hækk- ana. »16 Hærri flugfargjöld draga úr fjölgun Vöxtur Ferða- mönnum fjölgar.  Jarðskjálfta- hrina á Heng- ilssvæðinu á Hellisheiði hélt áfram í gær- kvöldi þegar kippur upp á 3 stig mældist um klukkan sjö. Eft- ir fylgdu nokkrir smærri skjálftar á svipuðum slóðum. Í gærkvöldi höfðu mælst hátt í 300 skjálftar á svæðinu síðustu tvo sólarhringa. Sérfræðingar kanna nú nánar hvort skjálftarnir að undanförnu tengist niðurdælingu vatns hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Orku náttúrunnar. »4 Hengillinn heldur áfram að skjálfa Hellisheiðarvirkjun. FH-ingar urðu í gær Íslands- meistarar karla í knattspyrnu annað árið í röð og í áttunda skiptið á 13 árum þegar Breiða- blik náði ekki að leggja Eyja- menn að velli. Ekkert lið getur þar með náð FH-ingum þegar tveimur umferðum er ólokið af Íslandsmótinu. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, hefur komið að öllum átta meistaratitlum félagsins, rétt eins og framherjinn reyndi, Atli Viðar Björnsson. Heimir vann fyrstu titlana sem leikmaður liðsins, síð- an sem aðstoðarþjálfari og nú hefur hann fimm sinnum fagnað meistaratitlinum sem aðalþjálfari FH-liðsins. FH-ingar komu saman í Kapla- krika í gærkvöldi til að fagna sigrinum saman og þar var Heim- ir að sjálfsögðu tolleraður af leik- mönnum liðsins. Þeir taka síðan við Íslandsbikarnum á heimavelli eftir lokaleik sinn í deildinni gegn ÍBV laugardaginn 1. októ- ber næstkomandi. » Íþróttir FH-ingar fögnuðu ákaft Íslandsmeistaratitli í knattspyrnu karla í gærkvöldi án þess að eiga leik Morgunblaðið/Golli Áttundi titill FH og Heimis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.