Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.09.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2016 MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 23/9 kl. 20:00 89. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 24/9 kl. 20:00 90. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Sun 25/9 kl. 20:00 91. sýn Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 20:00 8. sýn Lau 1/10 kl. 20:00 10.sýn Lau 24/9 kl. 20:00 7. sýn Fös 30/9 kl. 20:00 9. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar Molla; andleg, líkamleg ogveðurfarsleg molla svíf-ur yfir Stúlkunum,fyrstu bók Emmu Cline. Það er líka í takt við viðfangsefnið; unglingsárin sem einkennast oft af doða og hugsunarleysi leitandi og meðfærilegra sála sem hægt er að móta og misnota. Stúlkurnar ger- ist að mestu við endalok sjöunda áratugarins í Norður-Karólínu. Einnig er litið til nútíðar þegar að- alpersónan, Evie Boyd, er orðin miðaldra kona og hefur öðlast ákveðna sýn á atburði unglingsára sinna. Árið 1969 var Boyd 14 ára og bjó með móður sinni á miðstétt- arheimili. Hún er afskipt og leitandi. Hún heillast af stúlkum sem hún sér í garðinum einn daginn, þær eru óhefl- aðar, frjálsar og fallegar og klæða sig hirðuleysislega. Hún vill verða eins og þessar stúlkur og leggur sig fram um að komast í kynni við þær. Ein þeirra heillar hana sérstaklega, Suz- anne, sem er foringinn í hópnum. Suzanne og hinar stúlkurnar eru hluti af hálfgerðum sértrúarsöfnuði sem hverfist í kringum mann að nafni Russel. Söfnuðurinn hefur tekið sér bólfestu á gömlum bóndabæ og Evie finnst tilvera þeirra töfrum líkust. Eins og aðrir heillast hún af Russel, sem hefur mikið aðdráttarafl en er langt því frá að vera heill á geði. Evie dvelur langtímum hjá þeim en heldur einnig í venjubundið líf sitt, sem hún notar meðal annars til að útvega hin- um nýju vinum sínum ýmislegt. Það sem drífur Evie áfram er þráhyggja hennar gagnvart Suzanne, sem magnast dag frá degi. Svo kemur dagurinn sem Suzanne hafnar henni algjörlega og bjargar henni um leið. Dagurinn sem ofbeldið, sem færðist alltaf nær og nær, á sér stað. Efni sögunnar er byggt á Manson- morðunum frá 1969. Cline nær vel að fanga sálarlíf ung- lingstúlka þar sem allt snýst um að vera hluti af hópi og að finna sinn stað í veröldinni, vera viðurkennd. Það eru ekki miklar hæðir eða dýfur í sög- unni, hún mallar áfram í hitanum eins og hugur Evie sem er svo upptekin af sjálfri sér og þránni eftir viðurkenn- ingu að hún tekur ekki eftir veröld- inni í kringum sig og því kemur henni það sem gerist á endanum á óvart. Cline tekst vel til við að skapa sann- færandi aðstæður, textinn er ferskur og heillandi og einstakur andi svífur yfir sögunni. Heillandi „Textinn er ferskur og heillandi,“ segir um bók Cline. Stúlkurnar í söfnuðinum Skáldsaga Stúlkurnar bbbmn Eftir Emmu Cline. Ingunn Snædal íslenskaði. Bjartur 2016, 292 bls. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Við fyrstu sýn láta sýningarBrúðuheima lítið yfir sér,en enginn skyldi látablekkjast. Því þó brúðu- meistarinn Bernd Ogrodnik mæti einn á sviðið í upphafi sýningar líður ekki á löngu þar til fjöldi persóna hefur slegist í för með honum til að miðla efniviðnum. Um liðna helgi frumsýndu Brúðuheimar í samstarfi við Þjóðleikhúsið Íslenska fílinn sem er nýtt leikrit eftir Bernd og Hildi M. Jónsdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Íslenski fíllinn fjallar um Ayodele, munaðarlausan fílsunga sem leggur upp í hættulegt ferðalag frá Afríku til Íslands í leit að vatni sem er for- senda lífs. Ayodele á í raun ekki ann- arra kosta völ en að ferðast um hálf- an hnöttinn því þurrkar ógna tilveru hennar heimafyrir og önnur dýr heimalandsins sýna því lítinn áhuga að leggja henni lið og deila með henni mat og drykkjarhæfu vatni. Með að- stoð steypireyðar kemst Ayodele yfir vatnið sem ekki er hægt að drekka og endar á landinu græna sem kría nokkur sagði henni frá í Afríku. Sumir íbúar nýja landsins taka Ayodele vel og eru forvitnir um þessa áður óséðu skepnu á Íslandi, sem hef- ur svo langan rana og stór eyru. En önnur dýr hæðast að útliti hennar og saka hana um að vilja ræna frá þeim vatninu og grasinu. Það er auðvelt að missa móðinn og fyllast heimþrá þeg- ar manni er mætt með óvild, en draumar Ayodele leiða hana áfram í leit að svörum. Eftir æsispennandi leiðangur upp í fjöllin finnur Ayodele loks hamingjuna. Auðvelt er að sjá Íslenska fílinn sem sögu þeirra mörgu flóttamanna sem leggja þurfa land undir fót í leit að lífvænlegum samastað. Boðskapur sögunnar um mikilvægi þess að hjálpast að og sýna samkennd er bæði fallegur og brýnn. Sýningin fell- ur aldrei í þá gryfju að vera predik- andi, heldur leyfir áhorfendum að draga sínar eigin ályktanir. For- dómum er ekki mætt af hörku heldur með háði og hlátri, sem er í reynd beittasta vopnið. Eins og við er að búast eru brúð- urnar úr smiðju Bernds mikil lista- smíð þar sem nostrað hefur verið við hvert smáatriði. Sem dæmi er rani Ayodele ávallt á hreyfingu og ref- urinn sem heimsækir drauma hennar birtist ýmist sem heill refur eða bara sem andlit, allt eftir því hvernig brúð- unni er snúið. Leikmyndin er hug- vitssamlega útfærð og getur lumað á heilum kindakór íklæddum íslensk- um lopapeysum. Fallega er unnið með litina í sýningunni þar sem gul, rauð og svört litapalletta sem ein- kennir víðáttumiklar sléttur Afríku víkur fyrir grænum, bláum og hvítum lit eyjunnar í norðri. Líkt og í Aladdín, sem Brúðu- heimar frumsýndu í Þjóðleikhúsinu fyrir þremur árum, er sögunni að stærstum hluta miðlað með röddum leikara sem spilaðar voru af bandi. Vigdís Hrefna Pálsdóttir túlkaði Ayodele af góðri innlifun, en hljóð- blanda hefði þurft upptökuna betur, því röddin virkaði á köflum of hvell í hjóðkerfinu. Karl Ágúst Úlfsson var dásamlegur í hlutverki gíraffans sem var undir sterkum áhrifum frá rasta- menningunni. Láru Jóhönnu Jóns- dóttur tókst ótrúlega vel að herma eftir hljóðum kríunnar í tali sínu. Ólafur Egill Egilsson gerði sér mat úr hlutverki hrafnsins sem talar nær einvörðungu í spakmælum og orða- leikjum. Snorri Engilbertsson og Oddur Júlíusson voru frábærir í hlut- verkum músanna Fannars og Finns sem slást í för með Ayodele í leit að refnum sem Ingvar E. Sigurðsson túlkaði af viðeigandi rósemd. Fremstur í flokki er hins vegar snillingurinn Bernd sem stjórnaði ekki aðeins fríðum flokki brúða af öll- um stærðum og gerðum heldur heil- um kindakór líkt og væri hann kirkjuorganisti. Bernd býr yfir ótrú- legum sviðssjarma og nær ætíð góð- um tengslum við áhorfendur. Miðað við mikinn fjölda brúða og hversu tæknilega flóknar sýningar hans augljóslega eru er aðeins hægt að ímynda sér hversu mikið gengur á bak við tjöldin og hversu hröð hand- tök Bernds þurfa að vera, en yfir- bragð hans er ávallt yfirvegað og ró- semd hans hefur dáleiðandi áhrif á áhorfendur á öllum aldri sem sitja hugfangnir yfir sýningum hans sem bæði kitla hláturtaugar og verma hjartarætur. Sjálfur er Bernd í raun besta sönn- un þess hversu jákvæð og auðgandi áhrif nýbúar geta haft á íslenskt samfélag. Íslenskir leikhúsáhorf- endur búa við þann munað að geta notið leikhústöfra á heimsmæli- kvarða á Brúðuloftinu í Þjóðleikhús- inu og eiga stjórnendur leikhússins þakkir skildar fyrir gjöfult samstarf sitt við Bernd og Brúðuheima. Morgunblaðið/Eggert Munaður „Íslenskir leikhúsáhorfendur búa við þann munað að geta notið leikhústöfra á heimsmælikvarða á Brúðu- loftinu í Þjóðleikhúsinu,“ segir í rýni um Íslenska fílinn úr smiðju Bernds Ogrodnik og Brúðuheima. Hamingjan heima Þjóðleikhúsið Íslenski fíllinn bbbbm Eftir Bernd Ogrodnik. Handrit: Bernd Ogrodnik og Hildur M. Jónsdóttir. Leik- stjórn: Ágústa Skúladóttir. Hönnun leik- brúða og leikmyndar og brúðustjórnun: Bernd Ogrodnik. Búningar: Ólöf Har- aldsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stef- ánsson. Tónlist: Bernd Ogrodnik. Þýðing á söngtexta: Karl Ágúst Úlfsson. Út- setning kórlags: Gunnar Ben. Hljóð- mynd og upptökustjórn: Maggi Magg. Raddir: Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Snorri Engilbertsson, Oddur Júlíusson, Ingvar E. Sigurðsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefáns- son, Edda Arnljótsdóttir og fleiri. Upp- færsla Brúðuheima og Þjóðleikhússins. Frumsýning á Brúðuloftinu í aðalbygg- ingu Þjóðleikhússins laugardaginn 17. september 2016 kl. 15. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Gunnar Kvaran tónlistarmaður tekur á móti gest- um í Hannesarholti í kvöld klukkan 20. Gunnar leikur sex saraböndur eftir Bach með jafnmörgum hugleiðingum sem hann les á milli verka. Í fram- haldi lýsir hann bernskunni í Þingholtunum og les frumsamda skemmtisögu úr tónlistarheiminum. Kvöldstund með Gunnari Kvaran sellóleikara Miðlun Gunnar Kvaran leikur og les í Hannesarholti í kvöld. Tónlistarkonan Una Stef og gítar- leikarinn Daníel Helgason halda tón- leika á Café Rosenberg í kvöld. Nýjar og smærri útsetningar á lögum Unu verða í fyrirrúmi ásamt nokkrum vel völdum ábreiðum. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og kostar 1.500 krónur inn. Tónlistarkonan Una Stef. Una Stef og Daníel á Rosenberg Kvartett banda- ríska saxófónleik- arans Mitch Frohman kemur fram á djass- kvöldi Kex hostels í kvöld. Frohman lék um 25 ára skeið með hljómsveit slagverksstjörn- unnar Tito Pu- ente og hefur einnig starfað með Mongo San- tamaria, Matchito og Celiu Cruz. Hann hefur jafnframt leikið með listamönnum úr poppgeiranum eins og Paul Simon, Cyndi Lauper og Talking Heads. Tónlistin fer í gang klukkan 20.30 og er aðgangur ókeypis. Saxófónleikarinn Mitch Frohman. Frohman á Kex hosteli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.