Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —3 0 4 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 7 . d e s e M b e r 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
skoðun Ólafur Arnarson skrifar
um landbúnaðarmál 16
sport Komnir með doktors
gráðu í markafræði. 18
lÍfið Þreytir frumraun í hlut
verki Sölku Völku . 38
plús sérblöð l fólk l
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
frÍtt
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
5
1
1
0
7
2
4BLS BÆKLINGUR Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG
ÚTSALA
ÁRSINS
75%
AFSLÁTTU
R
ALLT AÐ 7
5% AFSLÁ
TTUR
AF YFIR 1
000
TÖLVUVÖR
UM
12:00
OPNUM
Í DAG ÚTSÖLU ÁRSINS
Reykjavík • Hallarmúla 2 | Akureyri • Undirhlíð 2
kJaraMál Formenn stjórnmála
flokka á Alþingi sendu forsætis
nefnd þingsins bréf og lögðu til að
nefndin myndi skoða laun og kjör
þingmanna með því markmiði að
bregðast við úrskurði kjararáðs.
Málið var tekið fyrir á fundi for
sætisnefndar á miðvikudag og sam
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
úr nefndinni deildu nefndarmenn
um hvort skerða ætti kjörin.
Laun þingmanna hafa hækkað
mikið á árinu og hefur það vakið
hörð viðbrögð í samfélaginu. Á
kjördag í október úrskurðaði kjara
ráð um launakjör þingmanna sem
fól í sér um 45 prósenta hækkun
á þingfararkaupi, eða um 340
þúsund krónur. Fyrr á árinu höfðu
þingmenn hlotið rúmlega sjö pró
senta hækkun á sínum launum.
Ein af tillögunum sem deilt var
um var sú að lækka skyldi álag á
formenn og varaformenn fasta
nefnda. Þingfararkaup er í dag, eftir
síðustu hækkun kjararáðs, rúm 1,1
milljón króna og hljóta formenn
fastanefnda fimmtán prósent álag
ofan á þau laun. Fyrsti varafor
maður fær þá tíu prósenta álag og
annar varaformaður fimm.
„Eðlilega skoða menn það fyrir
komulag sem er á álagsgreiðslum
launa þingmanna sem gegna þeim
stöðum. Það er auðvitað annað að
vera með fimmtán, tíu eða fimm
prósenta álag á þetta þingfarar
kaup en það kaup sem var fyrir,“
segir Steingrímur J. Sigfússon, for
seti Alþingis.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að ákveðnum nefndarmönnum
innan forsætisnefndar hafi fund
ist tillögur um skerðingar á laun
um þingmanna ganga of langt og
að með þeim væri vegið að þing
mönnum af landsbyggðinni.
Steingrímur segir að það hafi
verið rökrétt að byrja á því að
skoða hvort forsendur væru enn
fyrir þessum álagsgreiðslum. Hann
segir eðlilegt að menn ræði málin
og skiptist á skoðunum og ýmis
sjónarmið hafi komið fram.
Aðspurð hvort deilt hafi verið
um, innan forsætisnefndar, hvort
skerða ætti launakjör þingmanna,
segir Þórunn Egilsdóttir, fyrsti
varaforseti Alþingis, að mismun
andi sjónarmið hafi komið fram.
„Því miður náðist ekki að klára
málið fyrir jól en forsætisnefnd
mun setjast yfir það á nýju ári,“
segir Steingrímur. Hann segir að
tíminn hafi fallið frá nefndinni
vegna þess að lagabreytingu þurfi
til, ef breyta skuli launum þing
manna. „Við munum að sjálfsögðu
taka þau tilmæli alvarlega frá for
mönnum flokkanna að endur
skoða skuli laun og starfskjör þing
manna,“ segir Steingrímur.
thorgeirh@frettabladid.is
Deilt í forsætisnefnd
um kjör þingmanna
Forsætisnefnd fundaði um launakjör þingamanna á miðvikudag. Deilt var um
hugmyndir um að lækka álögur á laun formanna og varaformanna fastanefnda.
Nefndarmönnum þóttu tillögurnar vega að landsbyggðarþingmönnum.
Sú harmafregn sem barst á jóladag, að söngvarinn dáði George Michael, væri látinn, hreyfði við mörgum. Fjölda fólks dreif að heimili hans í Goring í
Oxfordskíri í Englandi í gær til að minnast hans. Talið er að dánarorsökin hafi verið hjartabilun. Fréttablaðið/EPa
kJaraMál Kaupmáttur heildar
tekna örorkulífeyrisþega var aðeins
einu prósenti hærri árið 2015 en
hann var árið 2009. Á sama tíma
bili jókst kaupmáttur heildarlauna
fullvinnandi um fimmtán prósent
og lágmarkslauna um sautján pró
sent. Þetta sýna útreikningar sem
Hagfræðistofnun HÍ hefur gert fyrir
Öryrkjabandalagið.
Ellen Calmon, formaður félagsins,
segir í grein í Fréttablaðinu í dag að
frá áramótum verði óskertur lífeyrir
197 þúsund krónur. „Einstaklingur
getur ekki lifað á um 197.000 krón
um á mánuði ef hann á að geta greitt
fyrir fæði, klæði, húsnæði og lyfja,
læknis og þjálfunarkostnaðar,“
segir Ellen – þh / sjá síðu 17
Segir öryrkja
hafa dregist
aftur úr
Því miður náðist
ekki að klára málið
fyrir jól en forsætisnefnd
mun setjast yfir það á nýju
ári
Steingrímur J.
Sigfússon forseti
Alþingis
Ábendingahnappinn
má finna á
www.barnaheill.is
saMfélag Sex sjúkrahúsprestar
starfa á Landspítalanum og sinna
þeir þúsundum verkefna á hverju
ári. Vigfús Bjarni Albertsson segir
aukna eftirspurn eftir þjónustu
þeirra og samtölum hafi fjölgað
um tuttugu prósent í ár. Prestarnir
hafa samtals átt 1.400 samtöl við
einstaklinga, 1.200 samtöl við fjöl
skyldur og svo eru um 1.000 samtöl
í eftirfylgd. Vigfús Bjarni kveðst
ekki hafa skýringar á þessari þróun.
„Ekki aðrar en þær að fólk er orðið
duglegra við að leita sér aðstoðar,“
segir hann. – jhh / sjá síðu 6
Duglegri við að
leita aðstoðar
2
7
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
C
9
-5
C
5
C
1
B
C
9
-5
B
2
0
1
B
C
9
-5
9
E
4
1
B
C
9
-5
8
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K