Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 22
 Hjónaband getur aukið lífslíkur þeirra sem fá heilablóðfall. Þeir félagar tóku viðtöl við yfir 2.000 Banda- ríkjamenn. Þeir sem stunda heil- brigt líferni hugsa það æ meira heildrænt og því kemur að þeim degi að áfengisneysla á ekki lengur við. Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | ÁByrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 Heilsuferðamennska er í miklum blóma og er spáð frekari vexti. Áherslur í heilsu- og líkams- rækt breytast ár frá ári. Hér eru nokkur atriði sem heilsu- og líkamsræktar frömuðirnir hjá wellandgood.com telja að verði áberandi á nýju ári. 1. bólguhamlandi mataræði Áfram verður mikil áhersla á sam- band milli mataræðis og bólgu- myndunar í líkamanum sem aftur er talin rót margra sjúkdóma. Æ fleiri munu því draga úr neyslu kolvetna og mjólkurafurða svo dæmi séu nefnd og snúa sér að staðgenglum. Fleiri munu prófa meðlæti eins og blómkálsgrjón og kúrbítsnúðlur og snúa sér að hnetu mjólk og vegan ostum svo dæmi séu nefnd. Eins að prófa sig áfram með bólguhamlandi krydd á borð við túrmerik og engifer. 2. heilsuFerðamennska heldur áFram að vaxa Ferðalög sem hverfast í kring- um einhvers konar heilsurækt hafa lengi notið vinsælda. Má þar nefna jógaferðir, gönguferðir og hjólreiðaferðir. Vinsældir þeirra munu síður en svo minnka og er því spáð að æ fleiri fari í skipu- lagðar ferðir sem fela í sér heilsu- rækt, hollt mataræði og ýmiss konar nudd- og snyrtimeðferðir. 3. Fleiri Fara í áFengis­ bindindi Þeir sem stunda heilbrigt líf- erni hugsa það æ meira heild- rænt og því kemur að þeim degi að áfengis neysla á ekki lengur við. Í New York og Los Angeles er víða farið að bjóða upp á hátt skrifaðar áfengislausar samkomur og partí. Engiferskot og grænmetissafar koma því mögulega í staðinn fyrir G&T á nýju ári. 4. aukin áhersla á hreinar snyrtivörur Æ fleiri eru vakandi fyrir inni- haldi matvæla og lesa innihalds- lýsingar á þeim spjaldanna á milli. Það sama á orðið við um snyrti- vörur og gera sífellt fleiri kröfu um að þær séu hreinar og inni- haldi ekki óæskileg efni. Framleið- endur keppast við að mæta þeim kröfum og eykst framboðið á slík- um vörum jafnt og þétt. 5. aukin áhersla á endur­ heimt Hin síðari ár hefur HIIT (high in- tensity interval training) líkams- ræktarþjálfun notið vinsælda en þá eru tilteknar æfingar gerðar af miklum krafti í skamma stund í einu og hvílt á milli. Slíkir tímar eru í boði í velflestum líkams- ræktarstöðvum hér á landi og hafa reynst mörgum vel til að auka út- hald og byggja upp styrk. Ekkert lát mun verða á því. Hins vegar geta ákafar æfingar valdið álagi á líkamann og sem mótvægi leggja æ fleiri áherslu á að bjóða sömu- leiðis upp á endurheimtartíma með ýmiskonar teygju- og rúlluæfing- um til að draga úr líkum á óþæg- indum og meiðslum og auka vel- líðan. Iðkendur virðast í auknum mæli vera farnir að gefa sér tíma til að sækja slíka tíma og fara því ekki eingöngu í ræktina til að brenna eða byggja upp vöðva. Því er spáð að áhersla á slíka tíma muni aukast enn frekar. heilsustraumar á nýju ári Bólguhamlandi mataræði, hreinar snyrtivörur og líkamsrækt sem miðar að því að auka vellíðan og flýta fyrir endurheimt er á meðal þess sem spáð er að verði áberandi í heilsu- og líkamsræktarheiminum á nýju ári. Fleiri fara líka í bindindi. gott og langlíft hjónaband er mjög gott fyrir heilsuna samkvæmt því sem nokkrar rannsóknir hafa sýnt. Samkvæmt nýrri bandarískri könn- un virðist fólk frekar lifa af heila- blóðfall ef það er í hjónabandi. Áður hafa birst niðurstöður rannsókna sem sýna að þeir sem eru gift- ir lifa lengur. Árið 2002 var birt rannsókn sem sýndi að hjónaband væri svo gott fyrir heilsuna að það dragi úr neikvæðum þáttum reyk- inga. Síðan þá hafa birst rannsókn- ir sem sýna að þeir sem eru í hjóna- bandi fá síður flensu og lifa frekar af hjáveituaðgerðir. Nú hefur ítarleg rannsókn sem framkvæmd var af vísindamönn- unum Matthew Dupre og Renato Lopes sýnt að hjónaband auki lífs- líkur þeirra sem fá heilablóðfall. Þeir félagar tóku viðtöl við yfir 2.000 Bandaríkjamenn sem höfðu fengið heilablóðfall. Niðurstöð- ur sýndu að þeir sem höfðu aldr- ei gifst voru í 70% meiri áhættu að deyja eftir heilablóðfall en þeir sem höfðu verið í sama hjónaband- inu lengi. Þeir sem höfðu gengið í gegnum hjónaskilnað voru í 25% meiri áhættu og þeir sem höfðu misst maka í 40% meiri áhættu. Rannsakendur vilja meina að hægt sé að skýra þessa útkomu með sálfræðiþáttum. Þeir sem hafa stuðning heima fyrir hafa meiri getu til að jafna sig eftir erfið veik- indi. Eldri rannsóknir hafa sýnt fram á að varanlegt hjónaband veitir stöðugleika, bæði félagslega, andlega og fjárhagslega. Þá hafa rannsóknir sýnt að makar hvetja gjarnan hvort annað til að gæta að heilsu með læknisferðum, matar- æði, hreyfingu og inntöku lyfja. Betra að vera í hjónaBandi 2 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U d A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 2 7 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B C 9 -7 9 F C 1 B C 9 -7 8 C 0 1 B C 9 -7 7 8 4 1 B C 9 -7 6 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.