Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 8
Óskað er eftir tilnefningum til verðlauna
úr Verðlaunasjóði Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar
Verðlaunin nema kr. 5.000.000
Verðlaunin veitast vísindamönnum sem náð hafa framúrskarandi árangri
í vísindarannsóknum í læknisfræði, lífvísindum og skyldum greinum.
Tilnefningar þurfa að hafa borist stjórn sjóðsins fyrir 31. janúar 2017.
Tilkynnt verður um verðlaunahafa í tengslum við ársfund Landspítala
og Vísindi á vordögum vorið 2017.
Stjórn Verðlaunasjóðs Árna Kristinssonar og Þórðar Harðarsonar, Hellulandi 10, Reykjavík 108.
TILNEFNING TIL VERÐLAUNA
skipulagsmál Fulltrúar meirihlutans
auk framsóknarmanna í borgarstjórn
synjuðu eigendum gamalla húsa á
samliggjandi lóðum við Vegahúsastíg
1 og Klapparstíg 19 um deiliskipu-
lagsbreytingu sem falið hefði í sér sex
nýjar íbúðir á lóðunum.
Í umsögn skipulagsfulltrúa borgar-
innar kemur fram að lóðareigendurnir
hefðu að ósk borgarinnar lagt fram
nýja tillögu um skipulag lóðanna
eftir fund í lok nóvember. Þar var
gert ráð fyrir að halda bæði í steinbæ
á Klapparstígslóðinni og timburhús
frá 1889 á Veghúsastíg 1 en færa það
ofar í lóðina. Þá átti að auka magn
nýbygginga um 300 fermetra, úr 810
fermetrum í 1.115. Nýbygging yrði
reist fjær lóðarmörkum en áður hafi
verið gert ráð fyrir.
„Sá hluti nýbygginga, sem gert
var ráð fyrir að byggja við lóðar-
mörk Klapparstígs 17, var færður að
lóðarmörkunum, en það hefði, ásamt
hækkun bygginganna, í för með sér
talsverða aukningu á skuggavarpi á
lóðina Klapparstíg 17. Tillaga þessi
tekur ekki nægilegt mið af gömlu
húsunum sem gert er ráð fyrir að
varðveita og er byggingarmagn sam-
kvæmt breytingartillögu of mikið fyrir
þessa lóð,“ segir í umsögn skipulags-
fulltrúans.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
greiddu atkvæði gegn því að ósk
lóðareigendanna um nýtt skipulag
yrði hafnað.
„Húsið við Veghúsastíg 1 var metið
ónýtt árið 2011. Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur mat húsið óíbúðarhæft
í byrjun árs 2012 og Minjastofnun
affriðaði húsið á árinu 2014 vegna
bágs ástands þess,“ bentu sjálfstæðis-
menn á í bókun og minntu á að Minja-
stofnun gerði ekki athugasemdir við
að gamla timburhúsið yrði rifið. Eðli-
legt væri að fallast á deiliskipulags-
breytinguna.
„Gamla timburhúsið við Veghúsa-
stíg 1 hefur ótvírætt varðveislugildi,“
bókaði hins vegar meirihlutinn í
borgarstjórn ásamt fulltrúum Fram-
sóknarflokks. Ekki mætti „rífa það
eða fjarlægja“.
Málið á sér allnokkra sögu sem hófst
árið 2008 þegar lóðirnar tvær voru
sameinaðar í eina. Samkvæmt deili-
skipulagi frá 2004 mátti rífa steinbæ-
inn á Klapparstíg 19 sem er sá síðasti
sinnar tegundar í Skuggahverfinu.
„Árið 2009 var lögð fram fyrirspurn
um nýbyggingu með sjö íbúðum og
með þeirri tillögu var gert ráð fyrir að
rífa bæði steinbæinn og timburhúsið,“
segir í upprifjun skipulagstjóra. Þessu
hafnaði borgin á sínum tíma.
Eins og fyrr segir eru lóðareigend-
urnir nú tilbúnir að varðveita gamla
húsið en færa það austar á lóðina. „Þó
að timburhúsið sé illa farið, væri æski-
legt að gera við það eða eftir atvikum
endurbyggja það á núverandi stað,
helst á upphaflegum undirstöðum,“
segir hins vegar í umsögn skipulags-
stjóra. gar@frettabladid.is
Borgin bannar eigendum að
færa hús í Skuggahverfinu
Eigendur lóðar á horni Vegahúsastígs og Klapparstígs fá ekki leyfi hjá borginni til að færa til 117 ára gamalt
timburhús sem heilbrigðiseftirlitið telur óíbúðarhæft og Minjastofnun aflétti friðun á 2014 og segir enga
ástæðu til að varðveita. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu samþykkja ósk lóðareigendanna.
Búist er við sunnanstormi eða roki
með talsverðri rigningu og asahláku
í dag. Í tilkynningu sem Veður stofan
sendi frá sér í gær segir að það muni
hvessa í fyrramálið og spáð sé
sunnan 18 til 25 metrum á sekúndu
um hádegisbil á morgun en 20 til
28 metrum á sekúndu um landið
norðvestanvert. Einnig má búast
við mjög hvössum vindstrengjum
við fjöll, einkum norðvestan til. Þá
verður talsverð rigning um landið
sunnan- og vestanvert en úrkomu-
lítið norðaustanlands.
Þá hlýnar ört og er spáð 5 til 12
stiga hita síðdegis. Því má búast við
asahláku í flestum landshlutum og
er fólk því hvatt til að hreinsa frá
niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Einnig má búast við talsverðum
vatnavöxtum í ám sunnan og vestan
til á landinu. - skh, jhh
Búist við
asahláku í dag
stjórnmál Engin ákvörðun hefur
verið tekin um formlegar eða
óformlegar viðræður milli Bjartrar
framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Við-
reisnar.
Þetta sagði Benedikt Jóhannes-
son, formaður Viðreisnar, í samtali
við fréttastofu 365 í gær og bætti við
að ekkert hefði gerst í viðræðum um
myndun nýrrar ríkisstjórnar síðustu
daga, að minnsta kosti hvað Við-
reisn varðaði.
Aðspurður hvort von væri á tíð-
indum fyrir áramót sagði Benedikt
að ómögulegt væri að segja til um
það. Í ljósi þess hvernig viðræður
síðustu vikna hefðu gengið hefði
hann lært að halda væntingum í
lágmarki. Þó væri ljóst að eitthvað
þyrfti að fara að gerast. – skh
Heldur væntingum um
nýja stjórn í lágmarki
Húsið sem styrinn stendur um er núna að Vegamótastíg 1. það verður ekki flutt. Fréttablaðið/GVa
tillaga arkitekta arkís um nýbyggingar á horni Veghúsastígs og Klapparstígs.
Mynd/arKís
Minjastofnun
affriðaði húsið á
árinu 2014 vegna bágs
ástands þess og gerði ekki
athugasemdir við niðurrif
þess.“
Úr umsögn skipulagsstjóra Reykjavíkur
benedikt Jóhannesson segir Viðreisn ekki eiga neina aðild að stjórnarmyndunar-
viðræðum. Fréttablaðið/anton
12
stig gæti hitinn farið upp í
á landinu í dag.
Á fmmtudag eru veir
mánuðir eru liðnir frá því að
Íslendingar gengu að kjör-
kössunum og kusu nýtt
Alþingi
ErlEnt Bresk söfnun vörubílsstjóra
fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz
Urban, sem barðist við hryðjuverka-
manninn Anis Amri skömmu áður
en hann ók inn á jólamarkað í Berl-
ín, er kominn upp í rúm 165 þúsund
pund. Breskir vörubílstjórar hafa
sameinast um að gefa fjölskyldunni
peninginn. „Þú þekkir okkur ekki og
við vitum að peningar koma ekki til
með að færa þér Urban aftur. Saga
hans hreyfði við öllum og því vona
ég að vörubílsstjórar sameinist, ekki
bara í Bretlandi heldur um allan
heim,“ segir í færslu söfnunarinnar
sem Dave Duncan leiðir.
Þá hafa um 18 þúsund manns
skrifað undir áskorun á netinu þar
sem þýsk stjórnvöld eru hvött til
að veita Urban orðu fyrir hugrekki
sitt. Slagsmál hans við hryðjuverka-
manninn eru sögð hafa orðið til
þess að tala látinna varð ekki enn
hærri, en þrettán eru látnir. -bb
Bílstjórar safna
fyrir Urban
2 7 . d E s E m b E r 2 0 1 6 Þ r i Ð j u d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð
2
7
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
C
9
-8
3
D
C
1
B
C
9
-8
2
A
0
1
B
C
9
-8
1
6
4
1
B
C
9
-8
0
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K