Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 6
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | Það eru girnileg jól framundan í Hafinu Stútfullar búðir af stórum hátíðarhumri. Heimalagaður reyktur og grafinn lax, sósur og ómótstæðileg humarsúpa. Opnunartími yfir hátíðarnar: Alla virka daga frá 10-18:30 Aðfangadag frá 09-12 Gamlársdag frá 10-14 2016 Írskir refaveiðimenn fóru á stjá í gær. Refaveiðar eru enn löglegar á Írlandi og margir nýta 26. desember, dag heilags Stefáns, til þess að fara á veiðar. Dagur heilags Stefáns er kenndur við Stefán, sem er talinn hafa verið grýttur til bana fyrir trú sína á Krist árið 36. frettablaðið/epa Samfélag „Desember er álagsmán- uður. Það sem er sárt verður sárara. Þetta er hátíð tilfinninga, fólk finnur meira til og allt sem gerist hefur mikil áhrif og ekki minni áhrif held- ur en á öðrum tíma,“ segir Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Hann segir að á þessum tíma leiti margir sem eigi um sárt að binda í eftirfylgniviðtöl. Sex sjúkrahúsprestar eru í fullu starfi á Landspítalanum. Þeir veita sjúklingum viðtöl á dagvinnutíma og skipta sér niður á ýmis svið spítalans. Vigfús Bjarni sinnir Barna- spítala Hringsins. Utan dagvinnu- tíma, um helgar og á hátíðisdögum, er síðan einn prestur á bakvakt sem sinnir því sem kemur óvænt upp á. Það sem af er ári hefur orðið um tuttugu prósenta aukning í sálgæslu- samtölum frá árinu í fyrra. Prestarnir sex hafa átt 1.400 sam- töl við einstaklinga, 1.200 samtöl við fjölskyldur og svo eru um 1.000 sam- töl í eftirfylgd. „Viðtölum og útköll- um fjölgar á milli ára,“ segir Vigfús Bjarni en kveðst ekki hafa skýringar á þessari þróun. „Ekki aðrar en þær að fólk er orðið duglegra við að leita sér aðstoðar,“ segir hann. Vigfús segir að núna í desember hafi verið gríðarlega mikið af fjöl- skyldufundum. „Það er bæði fólk sem er að takast á við erfið tíðindi, er að fá erfið tíðindi og svo bara eftir- fylgd. Þetta eru tíðindi sem varða líf og heilsu einhvers í fjölskyldunni,“ segir hann. Hann segir starfið alls ekki snúast eingöngu um að halda utan um fólk sem hefur misst sína nánustu heldur líka aðstandendur fólks sem stríðir við erfið veikindi. „Maður er mikið í viðtölum við fólk sem er að berjast á þeim tíma með fólkinu sínu. Það er meira heldur en hitt,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Álag á sjúkrahúsprestum í desember Sálgæslusamtölum sjúkrahúspresta hefur fjölgað í ár um 20 prósent frá fyrra ári. Sjúkrahúsprestur segir mikið leitað til presta í desemb- er. Tilfinningar ýfast upp um jólin. xSex prestar á Landspítalanum hafa átt 1400 samtöl við einstaklinga og 1200 við fjölskyldur. Vigfús bjarni albertsson segir marga leita til presta i desember fréttablaðið/Stefán  Haldið á refaveiðar Samfélag Reginn fasteignafélag hefur óskað eftir því við Reykja- víkurborg að gerður verði viðauki við gildandi leigusamning um Egils- höll. Tilefni erindisins er úthýsing félagsins á rekstrar- og stoðþjónustu Egilshallar til ISS Íslands ehf., því sú þjónusta ber virðisaukaskatt. Viðaukanum verður skipt upp í annars vegar endurgjald vegna þrifa, ræstinga og snjómoksturs og hins vegar leigu og aðra fasteignaumsjón. Sá hluti, sem er vegna þrifa, ræstinga og snjómoksturs, bæri virðisauka- skatt, sem gæfi þá félaginu mögu- leika á að jafna þeim skatti á móti eigin skattgreiðslum. Dæmi um hvernig leigan verður innheimt, samkvæmt bréfi borgar- lögmanns til borgarráðs, er að leiga fyrir maímánuð er nú um 50 millj- ónir króna auk virðisaukaskatts en verður innheimt þannig að rúmar 47 milljónir verða innheimtar sem grunnleiga og án virðisaukaskatts en afgangurinn, tæpar þrjár milljónir verða innheimtar með virðisauka- skatti. Leggur borgarlögmaður til að viðaukinn verði samþykktur. -bb Vilja aðskilja þrifin frá virðisaukanum Það kostar um 50 milljónir á mánuði að leigja egilshöll. fréttablaðið/GVa Þetta er hátíð tilfinninga, fólk finnur meira til og allt sem gerist hefur mikil áhrif og ekki minni áhrif heldur en á öðrum tíma, Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúss- prestur á Landspítalanum 2 7 . d e S e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U d a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a Ð I Ð 2 7 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B C 9 -8 8 C C 1 B C 9 -8 7 9 0 1 B C 9 -8 6 5 4 1 B C 9 -8 5 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.