Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 32
Ástkær faðir okkar, sonur,
stjúpsonur, bróðir og vinur,
Hjalti Bergmann Hjaltason
lést á heimili sínu í Hafnarfirði
sunnudaginn 18. desember.
Jarðarförin fer fram í Vídalínskirkju
fimmtudaginn 29. desember kl. 11.
Gunnar Breki Hjaltason
Írena Kristín Hjaltadóttir
Ísak Karl Hjaltason
Hjalti Bergmann
Ólafur Stefánsson
og systkini.
Ástkær eiginkona mín,
Guðbjörg E. Hrafnsdóttir
Austurbergi 36,
lést að heimili sínu 17. desember. Útför
hennar verður frá Fossvogs-
kapellu 27. desember kl. 13.00.
Kærar þakkir til englanna hjá Karítas
fyrir alla hjálpina.
Valdimar Eiríksson
og aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Hrafnhildur Kjartansdóttir
Thors
hjúkrunarheimilinu Mörk,
Suðurlandsbraut 66, Reykjavík,
lést að heimili sínu þann 18. desember
síðastliðinn. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 29. desember kl. 13.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á líknarstofnanir eða hjúkrunarheimilið Mörk.
Hrefna Sigurgeirsdóttir Guðjón Jónsson
Kjartan Sigurgeirsson Þórdís G. Bjarnadóttir
Jón Sigurgeirsson Sigríður Harðardóttir
Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir Friðrik Hafberg
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán Sigurkarlsson
lyfjafræðingur og fyrrverandi
apótekari,
lést 17. desember á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni. Útförin fer fram í Digraneskirkju,
miðvikudaginn 28. desember kl. 13.00.
Anna Guðleifsdóttir
Sigurkarl Stefánsson Olga Lísa Garðarsdóttir
Sigurborg Stefánsdóttir Mekkinó Björnsson
Anna Kristín Stefánsdóttir Sigurður Erlingsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Bjarni Felixson, fyrrverandi íþrótta-
fréttamaður og landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, fagnar í dag áttatíu ára afmæli
sínu. Deginum mun Bjarni verja í faðmi
fjölskyldunnar.
Dagurinn í dag er ekki aðeins afmælis-
dagur íþróttalýsandans ástsæla því í dag
eru 55 ár síðan Bjarni og Álfheiður Gísla-
dóttir, eiginkona hans, opinberuðu trú-
lofun sína. Þau gengu í það heilaga 3. júní
ári síðar.
Sjálfur er Bjarni lítið afmælisbarn og
segir það hafi í gegnum tíðina verið afar
þægilegt að eiga afmæli 27. desember.
Líkt og alþjóð veit fylgir sá dagur svo að
segja alltaf öðrum í jólum og því hefur
veisluhald oft farið fyrir ofan garð og
neðan.
„Ég hef sjaldan haldið upp á afmælið
mitt. Það hafa verið veisluhöld dagana á
undan og það er of mikið að hafa veislu
fjórða daginn í röð,“ segir Bjarni.
Sú regla er þó háð undantekningum.
Bjarni hélt upp á fimmtugsafmælið sitt
og bauð í heilmikla veislu þar sem fjöl-
skylda hans og vinir drógu hann sundur
og saman í háði.
„Sú veisla yljar manni enn. Æran var
gjörsamlega tætt af manni,“ segir Bjarni
og hlær. Fór Ellert Schram, fyrrverandi
þingmaður og samherji Bjarna í KR, þar
fremstur í flokki að sögn afmælisbarns-
ins. Þetta er hins vegar í eina skiptið
sem blásið var til stórrar veislu. Lýsing
íþróttaviðburða var talsvert algengri
heldur en afmælisveislur.
„Það voru mjög oft handboltaleikir á
afmælisdaginn sem ég lýsti. Það gerðist
til dæmis reglulega að það var leikur
milli Íslendinga og Dana,“ segir Bjarni.
Hann segir það hafi ekki verið svo að
menn kæmu þungir í leikina sökum
veisluhaldsins dagana á undan. „Það var
þá allavega jafnt á komið hjá Íslending-
um og Dönum í þeim efnum.“
„Ég er afskaplega ríkur maður,“ segir
Bjarni en þau Álfheiður eiga fjögur börn,
níu barnabörn og eitt barnabarnabarn.
„Börnin ætla að halda veislu í tilefni
dagsins. Það verður matarboð fyrir mig
og mína nánustu af þeim sökum. Ég fékk
engu um það ráðið.“
johannoli@frettabladid.is
Bjarni Felixson fagnaði
afmælinu oft í vinnunni
Bjarni Felixson er áttræður í dag en hann er lítið afmælisbarn að eigin sögn. Það hentaði
vel að eiga afmæli strax á eftir jólum því þá var auðvelt að komast hjá frekara veisluhaldi.
Í dag fær hann þó engu um það ráðið. Matarboð verður haldið honum til heiðurs.
Börn Bjarna Felixsonar halda veislu honum til heiðurs FréttaBlaðið/SteFán
„Það voru mjög oft
handboltaleikir á
afmælisdaginn sem ég lýsti. Það
gerðist til dæmis reglulega að
það var leikur milli Íslendinga
og Dana
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Guðný Helga Árnadóttir
kennari
lést á Landspítala 18. desember
síðastliðinn. Útför fer fram í
Keavíkurkirkju 29. desember kl. 13.
Höskuldur Goði Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Þorbjörg Ágústa Höskuldsdóttir Guðmundur R. Guðmundsson
Ásdís Þrá Höskuldsdóttir Ásmundur Magnússon
Hallveig Björk Höskuldsdóttir
Halldís Hörn Höskuldsdóttir Lars Andersen
1831 Charles Darwin leggur úr höfn á skipi sínu Beagle. Á siglingu
sinni vinnur hann að þróunarkenningunni.
1845 Eter er notaður sem deyfilyf við fæðingu í fyrsta sinn.
1845 Bandaríski blaðamaðurinn John L. O'Sullivan notar frasann
„Manifest Destiny“ í fyrsta sinn. Frasinn er notaður til þess að rétt-
læta útþenslu Bandaríkjanna í átt að Kyrrahafi.
1936 Ungmennafélagið Valur er stofnað á Reyðarfirði
1945 Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru stofnaðir.
1956 Lögbann er sett á hnefaleika á Íslandi.
1988 Fyrsta fasta bílnúmerið í nýju númerakerfi er sett á bíl Hall-
dórs Ásgrímssonar, HP741.
Merkisatburðir
2 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U d A G U r24 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
tÍmamót
2
7
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
C
9
-8
D
B
C
1
B
C
9
-8
C
8
0
1
B
C
9
-8
B
4
4
1
B
C
9
-8
A
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K