Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 25
Búið til einfalda jógúrtsósu til að eiga inni í ísskáp en henni er kjör- ið að smyrja á hrökkbrauð undir dýrindis álegg eins og sæta papr- iku, síld, lárperu og fleira hollt og gott milli mála. 1 bolli grísk jógúrt 2 msk. fínt söxuð myntulauf 2 msk. ólífuolía, extra virgin 2 msk. límónusafi, u.þ.b. úr 1 límónu ½ tsk. salt 1 hvítlauksgeiri Hrærið saman jógúrt, myntu, olíu, límónusafa og salti í skál og bætið 1 til 2 msk. af vatni út í. Rífið niður hvítlaukinn og hrærið saman við. Smakkið sósuna og bætið límónu- safa og salti út í eftir smekk. Lokið með plastfilmu yfir skálina. Sósan geymist í kæli í allt að fimm daga. Við þennan grunn má auðveld- lega bæta ½ bolla af fínt saxaðri gúrku, 1 msk. af saxaðri steinselju og 1  msk. af söxuðu dilli. www.cooking.nytimes.com Jógúrtsósa undir holla áleggið E FL IR a lm an na te ng sl / H N O TS K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Vetrarkortið á jólatilboði er komið í sölu kr 39.900 Gildir til 20. maí 2017 Innritun er hafin á janúarnámskeið í síma 581 3730 TT-1 námskeiðin okkar fyrir konur fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsrækt, sjálfsstyrkingu, fundi, vigtun og mælingar. Þessi sívinsælu námskeið hafa margsannað ágæti sitt og reynst konum afburðavel til að ná markmiðum sínum. Við bjóðum hvorki skyndilausnir né sveltikúra, heldur raunhæfar leiðir til að lifa góðu lífi. TT-3 námskeiðin okkar eru fyrir 16-25 ára stelpur. Þetta eru sérsniðin lífsstílsnámskeið fyrir þær sem vilja taka mataræðið í gegn og komast í gott form. Við byggjum námskeiðin á áralangri reynslu af því að kenna ungmennum líkamsburð og listdans ásamt þekkingunni sem við höfum byggt upp af því að veita konum sambærilega þjónustu í gegnum tíðina. Sjá nánar á jsb.is jólaafsláttur 30% Mótun BM Áhersla lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Mótandi æfingar fyrir kvið, rass- og lærvöðva. Fit Form 60+ Alhliða líkamsrækt sem stuðlar að auknu þreki, þoli, liðleika og frábærri líðan. Opna kerfið 1-2-3 Bjóðum röð af 30 mínútna krefjandi tímum í opna kerfinu. Einkaþjálfun Þjálfarar JSB eru fagmenn og vita nákvæmlega hvað þarf til að ná settum markmiðum og aðstoða við aðhald ef þess er óskað Inflúensa gerði vart við sig mun fyrr á þessum vetri en vanalegt er. Því miður verða einhverjir í rúminu yfir nýárið með hita, hósta og kvef. Á undanförnum þremur vikum hafa 12 manns leitað til læknis með einkenni inflúensu A(H3). Það lítur reyndar út fyrir að inflúensan fari hægt af stað og þess vegna má búast við fjölgun upp úr áramótunum. Samkvæmt vef landlæknis voru 65 þús- und skammtar af inflúensubóluefni keyptir í haust en kláruðust snemma. Erf- iðlega gekk að fá meira bóluefni en nú eru komnir fimm þúsund skammtar í viðbót. Fólk getur því leitað til heilsugæslunnar og fengið inflúensusprautu. Flensan hefur verið fyrr á ferðinni í allri Evrópu eins og á Íslandi. Á vef landlæknis er einnig greint frá vaxandi fjölda þeirra sem fá niðurgang en svo virðist sem það sé árlegt á aðventunni. Nóróveiran herjar yfirleitt mest á þessum tíma. Frá því í byrjun október hafa 32 einstaklingar fengið staðfestingu á nóróveirusýkingu og í stöku sýnum hafa astróveira, rótaveira og adenóveira greinst. FlensutilFellum gæti Fjölgað F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 5Þ r i ð J U D a g U r 2 7 . D e s e m b e r 2 0 1 6 F ó l k ∙ k y n i n g a r b l a ð ∙ h e i l s a Hollt um hátíðarnar Á milli hátíðanna er gott að skella í sig þeytingi til að hvíla sig á öllu kjötátinu. Til dæmis þessum sem er ofureinfalt að gera því í honum eru bara fimm hráefni. Þeytingar eru góðir á morgnana, á milli mála eða bara hvenær sem er. Þeir eru fljótlegir og auðvelt er að gera þá, þeir eru fullir af trefjum, vítamín- um og próteinum. Það er auðvelt að bæta ávöxtum og grænmeti við matar æðið með því að búa til þeyt- inga úr því. Í þessum þeytingi er enginn við- bættur sykur en bananar og ber sjá um að gera hann sætan á bragðið. 1 banani Lúka af bláberjum Lúka af jarðarberjum 3 msk. grísk jógúrt ½ bolli sojamjólk Blandið öllu saman í blandara þar til mjúkt eða í um hálfa mínútu. Hellið í glas og skreytið ef vill með berjum eða öðru. 2 7 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 _ N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B C 9 -6 6 3 C 1 B C 9 -6 5 0 0 1 B C 9 -6 3 C 4 1 B C 9 -6 2 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.