Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 16
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Jólaplattinn í hádeginu og um helgar 3.200 kr BRYGGJAN BRUGGHÚS * GRANDAGARÐI 8 101 REYKJAVÍK 00354 456 4040 * WWW.BRYGGJANBRUGGHUS.IS Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbún-aðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju fjallar hann um opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda í fjáraukalögum um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Hann segir fullyrðingar mínar vera órökstuddar. Ranglega heldur ráðherrann því fram að skattfé sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda íslensks lambakjöts í útlöndum sé ætlað að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjár- bænda. Þessum fjármunum er hins vegar varið til að halda uppi verði á sauðfjárafurðum á íslenskum neytendamark- aði, eins og segir í athugasemdum við frumvarp til fjárauka- laga. Vegna verðtryggingar neytendalána felst í þessari ráðstöfun alvarleg aðför að íslenskum neytendum. Áður fyrr niðurgreiddu stjórnvöld lambakjöt til að stemma stigu við verðbólgu. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Neytendasamtökin benda á að hægt er að bæta hag sauðfjárbænda án þess að hækka matvælaverð á Íslandi. Ráðherrann segir lambakjöt vera ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að þetta sé rangt. Ráðherrann telur kröftum Neytendasamtakanna betur varið í að skoða álagningu matvæla í verslunum en að gagn- rýna aðgerðir stjórnvalda til að halda uppi matvælaverði hér á landi. Sjálfsagt er Gunnar Bragi önnum kafinn maður en honum er hér með bent á að kynna sér nýlega opinbera umræðu um okur á Íslandi Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get kynnt honum áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd. Við eigum ekki Bragakaffi en ég lofa honum góðum sopa og fræðslu. Óska ég svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju. Lengri útgáfu greinarinnar má sjá á Vísi. Nýárskveðja til landbúnaðarráðherra Ólafur Arnarson formaður Neyt- endasamtakanna Neytenda- samtökin benda á að hægt er að bæta hag sauð- fjárbænda án þess að hækka mat- vælaverð á Íslandi. Pólitísk stefna í borginni Þótt oft og tíðum hafi orðræðan verið á þá leið að borgarmál snúist fyrst og fremst um að leita praktískra lausna á við- fangsefnum hefur Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Sam- fylkingarinnar, tekist að sýna fram á annað. Þegar Hjálmar lýsti, í síðustu viku, mikilvægi þess að fækka bílum í umferð- inni og breyta ferðavenjum fólks sýndi hann fram á það að í borgarstjórn sitja menn sem vilja öðru fremur að stjórn- málamenn hafi dagskrárvald yfir daglegu lífi borgaranna. Vonandi situr þar annar hópur fólks sem er reiðubúinn til þess að sýna fram á að hann treysti íbúunum til að taka ákvarðanir um eigin líf. Fylgi flokksins Samfylkingunni tókst að þurrka sjálfa sig út af þingi í síð- ustu alþingiskosningum, hvort sem um var að kenna stefnu- málum flokksins eða öðrum meinum sem hafa hrjáð flokk- inn um nokkurt skeið. Eftir kosningar birti Fréttablaðið svo könnun sem sýndi að fylgi flokksins í borginni er umtals- vert minna en það var í síðustu borgarstjórnarkosningum. Ætli Hjálmari Sveinssyni hafi ekki tekist að skafa nokkur prósent af flokknum til viðbótar með fyrrgreindum ummælum. jonhakon@frettabladid.is Árið 2016 var slæmt ár fyrir sem þá sem aðhyllast frjálslyndar hugmynda-stefnur. Þetta var slæmt ár fyrir þá sem styðja frjáls og opin hagkerfi þar sem frelsi í viðskiptum er ráðandi og fólk getur valið sér búsetu óháð þjóðerni. Í Bandaríkjunum var kjörinn forseti sem elur á útlendingahatri, vill reka milljónir innflytjenda úr landi og byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bretar sögðu sig úr Evrópusambandinu og lýstu því þannig yfir að þeir vildu yfirgefa fjórfrelsi innri markaðarins með þeim skuldbindingum og réttindum sem því fylgir. Í mörgum Evrópuríkjum blómstrar þjóðernishyggja. Hér má nefna Svíþjóðardemókratana í Svíþjóð, Danska þjóðarflokkinn, Front national í Frakklandi og Leganord á Ítalíu. Þjóðernishyggja og einangrunarstefna hafa svo orðið að ráðandi hug- myndastefnum í Ungverjalandi, Póllandi og víðar. Ef frjálslyndið á að ná yfirhöndinni á ný þurfa stuðn- ingsmenn þess að skilja rætur vandans og hafa trú á verkefninu. Ein af ástæðum þess að þjóðernishyggju og einangrunarstefnu hefur vaxið fiskur um hrygg á Vesturlöndum er að störf hafa tapast hjá milli- og lágstéttum vegna tækninýjunga og störfin hafa verið flutt annað þar sem vinnuafl er ódýrara. Aukin þjóð- ernishyggja og útlendingaandúð er líka birtingarmynd óánægju sem á rætur í vaxandi ójöfnuði. Ein stærsta áskorun sem ríki á Vesturlöndum standa frammi fyrir á 21. öldinni er að draga úr miklum ójöfnuði sem hefur grafið um sig. Félagslegur hreyfanleiki, þ.e. tilfærsla frá einni stétt til annarrar, er mun minni í hreinum kapítalískum samfélögum. Félagslegur hreyfanleiki vestanhafs er svo dæmi sé tekið með því minnsta sem þekkist í heiminum. Blessunarlega glímum við ekki við sambærilegan vanda hér. Að þessu sögðu er samt mikilvægt að hafa hugfast að staða velferðarkerfisins í samfélögum eins og Íslandi er brothætt. Þótt útgjöld ríkisins til heilbrigðis- og menntamála séu há í alþjóðlegum samanburði er það ekki eitt og sér mælikvarði á árangur okkar sem vel- ferðarríkis. Borgararnir þurfa að finna fyrir öryggisnet- inu á eigin skinni. Þeir þurfa að finna það með beinum hætti að þeir búi í velferðarríki. Þá koma töflur í excel að takmörkuðum notum. Í þessu sambandi er kostn- aðarþátttaka sjúklinga á Íslandi mikið áhyggjuefni. Einnig má nefna vaxandi óánægju þeirra sem þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins og þurfa að bíða lengi eftir þjónustu eða þurfa að þola skerta þjónustu vegna fjár- skorts heilbrigðisstofnana. Þótt útlendingaandúð hafi alltaf kraumað undir niðri hjá ákveðnum hópi Íslendinga er afar ósennilegt að hatursfullar hugmyndastefnur njóti brautargengis ef öryggisnet velferðarkerfisins er þétt og ójöfnuður er beislaður. Deila má um hvaða tæki virki best til að ná þessum markmiðum. Skattkerfið er ein leið. Önnur er að tryggja að borgararnir finni stöðugt fyrir styrkum stoðum velferðarkerfisins á öllum tímum. Þannig er sterkt heilbrigðis- og menntakerfi brjóstvörn fyrir hið opna og frjálslynda samfélag. Brothætt velferð Borgararnir þurfa að finna fyrir öryggis- netinu á eigin skinni 2 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U d A G U r16 s k o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð SKOÐUN 2 7 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B C 9 -7 E E C 1 B C 9 -7 D B 0 1 B C 9 -7 C 7 4 1 B C 9 -7 B 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.