Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 37
Við erum ekkert að fara að pynta áhorfandann Úr leiksýningunni Journey to the Center of the Earth sem verður frumsýnd næsta föstudag. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason og Ástvaldur Axel Þórisson verða í Mengi á fimmtudaginn með verk sitt Vald. FréttAblAðið/Anton brink ingar þá er ég ekki að hætta í húsinu. Við erum áfram viðburðahús og það verða bara ekki fleiri nýjar sýningar frá mér. En það eru minni úr hinum sýn- ingunum sem eru að koma upp í þessari, alveg svona náttúrulega, án þess að ég hafi ætlað mér það. En mér finnst það skemmtilegt og þessi sýning er ákveðinn óður til leikhúss- ins, lífsins og gleðinnar.“ túristagildra? Sýningin er leikin á ensku og aðspurður hvort með því sé Kári að setja upp túristagildru í leikhúsinu í Rifi þá neitar hann því þó alfarið. „Það er einfaldlega komið til af því að leikhúsið mitt er með leikár á sumrin. Vegna þess að á sumrin eru tugir þúsunda manns á þessu svæði og flestir þeirra eru enskumælandi og það er því aðalmarkaðurinn sem ég er að stíla inn á. Ég verð að gera það til þess að sýningarnar geti átt sér langt líf, við leikið þær oft og þær geti borið sig. Oftast hef ég gert þetta fyrst á íslensku og svo fært þetta yfir á ensku en í þessu tilviki erum við að gera söngleik og að vinna með tón- list eftir erlenda aðila og með enska leikkonu. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun því að annars hefði þetta verið alveg tvöfalt ferli og það er því miður einfaldlega ekki í boði.“ krefjandi verkefni Kári segir að það hafi verið teknar alls konar ákvarðanir í þessu ferli við að setja upp þetta viðamikla verk. „Ákvarðanir sem ég held að afskap- lega fá leikhús, ef einhver, í heimin- um hefðu tekið. Til að mynda ákvað ég að vinna með börnum af svæðinu. Þetta er mjög lítið svæði og börn og unglingar hér fá sjaldan tækifæri til þess að vinna með atvinnufólki í listum, þannig að ég ákvað það strax að allir sem mættu í prufu skyldu fá hlutverk. Alveg óháð allri reynslu eða aldri og það gerir ferlið gríðar- lega krefjandi en það gerir sýninguna líka rosaalega skemmtilega. Mér finnst þetta hafa gengið ein- staklega vel og ég er afskaplega ánægður með allt teymið sem að þessu kemur. Ég er með frábæra leikara sem ég hef unnið með áður og var með í skóla og eins geggjaðan leikstjóra í Árna Kristjáns. Svo erum við með erlenda listamenn sem koma að öllum hliðum sýningar- innar og það gerir líka gríðarlega mikið fyrir okkur. Þannig að ég tel að þessi sýning sé á mjög stórum kvarða og ég held að það eigi eftir að koma mörgum í opna skjöldu hversu stórt þetta er hjá okkur.“ sem ögra mér sem áhorfanda og sem sviðshöfundur hef á gaman af því að skapa verk sem býr til aðstæður þar sem áhorfendur verða þátttakendur eða hluti af listaverkinu sjálfu.“ Þeir félagar ætla að byrja klukk- an tvö á fimmtudaginn og ætla að vera að til klukkan tíu um kvöldið. Áhorfendur geta pantað sér miða á valdiceland@gmail.com, og velja um leið sína tímasetningu. - mg M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 29Þ R i ð J U D A g U R 2 7 . D e s e M B e R 2 0 1 6 2 7 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B C 9 -5 C 5 C 1 B C 9 -5 B 2 0 1 B C 9 -5 9 E 4 1 B C 9 -5 8 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.