Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 2
Kjötsvitinn lak í World Class
Það lak mikið af hangikjöts- og konfektssvita niður á gólf World Class í Laugum í gær þegar Reykvíkingar og nærsveitamenn reyndu að hlaupa af
sér jólaátið. Einn tími var á áætlun, Spinning, og var hvert tæki mannað, að sögn kennarans Þóru Margrétar Jónsdóttur. „Það var gríðarlega mikil
stemning í tímanum. Allir voru hressir og orkumiklir, tilbúnir að brenna jólamatinn af sér,“ sagði hún. Fréttablaðið/anton
Veður
Sunnanstormur eða -rok í dag, hvassast
um landið norðvestanvert. Talsverð
rigning sunnan- og vestanlands, en
úrkomulítið norðaustan til. sjá síðu 26
Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 í herb/stúd/íbúð.Stökktu
GRAN CANARIA
NJÓTTU ÞÍN Á NÝJU ÁRI
Frá kr.
59.995
2. jan. í 9 nætur
samfélag Þann 20. desember var búið
að selja 552 þúsund lítra af jólabjór í
verslunum ÁTVR, 32 þúsund lítrum
minna en á sama tíma í fyrra. Alls voru
43 tegundir í boði fyrir bjórþyrsta þessi
jól. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR
er þó ekki búist við að sala á jólabjór
dragist mikið saman milli ára en hún
hófst tveimur dögum síðar í ár. Í fyrra
var byrjað að selja jólabjór á föstudegi
en í ár á þriðjudegi. Býst ÁTVR við því
að þegar jólabjórsalan verði gerð upp
þá munu tölurnar jafnast.
Þó nokkrar jólabjórstegundir seld-
ust upp fyrir jól en margar tegundir
eru bruggaðar í litlu magni enda þurfa
bjórbirgjar sjálfir að farga sínum jóla-
bjór sem ekki selst í ÁTVR. Sölutímabil
jólabjórs er til þrettándans en ekki er
búist við að ÁTVR þurfi að skila mörg-
um lítrum til baka.
Stutt er í að næsta tímabundna
bjórtímabil hefjist. Sala á þorrabjór
hefst skömmu eftir að jólabjórinn
fer. Borg brugghús tekur þó forskot á
sæluna en í dag byrjar sala á bjórnum
Vínlandi sem gerður er í samstarfi við
bruggmeistara Four Winds frá Kanada.
Bjórinn er óður til þess að um eitt þús-
und ár eru frá því að Leifur Eiríksson
og félagar fundu Ameríku. Bjórinn er
meðal annars bruggaður úr íslenskum
bláberjum og krækiberjum en um tvö
til þrjú hundruð kíló af íslenskum
berjum fóru í bruggunina, sem að
mestu eru af Norður- og Austurlandi.
„Það má segja að haustber okkar
Íslendinga séu það næsta sem við
komumst náttúrulegum innlendum
hráefnum til víngerðar,“ segir Árni
Long, bruggmeistari í Borg Brugghúsi.
„Það var mikill heiður að fá að
brugga með Four Winds sem er mjög
virt brugghús í Kanada. Þeir framleiða
tæpa milljón lítra af bjór á ári og hann
er nær allur seldur innan fylkismarka
Bresku Kólumbíu. Við erum ákaflega
ánægðir með útkomuna á Vínlandi
og hlökkum til að fá viðbrögð íslensks
bjóráhugafólks,“ bætir hann við.
benediktboas@365.is
Yfir 500 þúsund lítrar
af jólabjór seldir í ár
Sala á jólabjór fór hægar af stað nú en í fyrra. Um 32 þúsund færri lítrar höfðu
farið í maga neytenda þann 20. desember. Birgjar farga því sem ekki selst. Jóla-
bjórinn hverfur úr verslunum á þrettándanum og sala á þorrabjór hefst fljótt.
Frá vinstri: brent Mills frá brugghúsinu Four Winds, ásamt bruggmeisturum á borg,
Árna long, Sturlaugi Jóni björnssyni og Valgeiri Valgeirssyni. Mynd/aliSon Page
samfélag Færri lögfræðingar luku
námskeiði til að hljóta málflutn-
ingsréttindi fyrir héraðsdómi árið
2016 heldur en undanfarin ár. Alls
stóðust fimmtíu lögfræðingar prófið
á árinu.
Í fyrra luku 74 námskeiðinu, 88
árið 2014 og 90 árið 2013. Meðal-
talið frá árinu 2000 hefur verið um
58 nýir lögmenn á ári. Sem stendur
eru um 1.100 lögmenn í Lögmanna-
félagi Íslands og má gera ráð fyrir að
sú tala muni ekki hækka á næstunni.
Í frétt í Lögmannablaðinu kemur
fram að hlutfall kvenna sem lýkur
námskeiðinu sé hærra en síðustu
ár. Í ár var hlutfallið rúm 76 prósent
en hefur verið í kringum 46 prósent
árin á undan. – jóe
Færri ljúka
lögmannsprófi
samfélag „Við vorum að vona að
við gætum opnað milli jóla og nýárs
en vegna þess hve mikinn snjó við
misstum úr fjallinu er ég ekkert
voðalega bjartsýnn á það,“ segir
Magnús Árnason, framkvæmda-
stjóri skíðasvæða höfuðborgar-
svæðisins.
Stefnt var að því að opna skíða-
svæðið í Bláfjöllum í gær en vegna
mikils roks á aðfangadag varð ekk-
ert úr þeim áformum. Magnús segir
veðurfar dagsins í dag ráða úrslitum
um það hvort hægt verði að opna
skíðasvæðin fyrir nýtt ár.
Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli voru
opnuð óvænt í gær og renndu um
350 manns sér niður brekkurnar
á skíðum og á snjóbrettum. „Það
fór að kyngja niður snjó í fyrradag
þannig að við tókum þá skyndi-
ákvörðun að opna skíðasvæðið
í gær,“ segir Ástmar Reynisson,
svæðisstjóri í Hlíðarfjalli.
Ástmar segir veðrið hafi mikið
verið að stríða þeim fyrir norðan og
það muni ráðast af veðurfari dags-
ins í dag og á morgun hvort hægt
verði að halda skíðasvæðinu opnu.
„Starfsfólkið mætir í dag með það
að sjónarmiði að opna fjallið en
það verður að koma í ljós hvort að
það tekst vegna veðurs,“ segir Ást-
mar. – þh
Ekki útlit fyrir
að Bláfjöll verði
opnuð í vikunni
Vonast er til að hægt verði að opna
skíðasvæðin í bláfjöllum í vikunni.
Fréttablaðið/anton
Eðli og uppruni jólabjórs
„Flestir framleiðendur nota meira
ristað malt í bjórframleiðsluna fyrir
jólahátíðina,“ skrifar Gissur Krist-
insson vínráðgjafi um jólabjórinn á
vef Vínbúðanna. Hinn hefðbundni
jólabjór sé því dekkri á litinn en
klassíski lagerbjórinn og líkist Classic
bjórum helst.
Gissur segir að sögu jólabjórsins
megi rekja langt aftur því til séu
frásagnir frá víkingatímanum um
að norrænir víkingar hafi bruggað
sérstaklega bragðmikið og sterkt öl
til þess að fagna sólstöðum. „Það er
því ekkert nýtt að framleitt sé sér-
stakt hátíðaöl að vetri til og eðlilegt
er að það sé kraftmikið og gefi ein-
hvern hita í kroppinn,“ skrifar Gissur.
Hlutfall kvenna sem
lýkur námskeiðinu er hærra
en fyrri ár.
Sölutímabil jólabjórsins
er til þrettándans en ekki er
búist við að ÁTVR þurfi að
skila mörgum lítrum til baka
2 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 Þ r I ð j u d a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð
2
7
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
C
9
-6
1
4
C
1
B
C
9
-6
0
1
0
1
B
C
9
-5
E
D
4
1
B
C
9
-5
D
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K