Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 31
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÓTIÐ
FLUGFELAG.ISDEILDARBIKAR HSÍ
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ því að fylg ja sínu liði gegnum æsispennandi
lokamínútur ársins og láta í sér heyra. Við stöndum við bakið á íslenskum handbolta
og sendum baráttukveðjur á Seltjarnarnesið yfir hátíðarnar. Koma svo!
27. DESEMBER 28. DESEMBER
ÍS
LE
N
SK
A
S
ÍA
.IS
F
LU
8
26
17
1
2/
16
Fram Valur kl. 16:00 Kvenna
Afturelding Valur kl. 17:45 Karla
Haukar FH kl. 19:30 Karla
Stjarnan Haukar kl. 21:15 Kvenna
Úrslit kl. 18:30 Kvenna
Úrslit kl. 20:15 Karla
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÓTIÐ fer fram í Hertz-höllinni Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi, dagana 27.–28. desember.
Miðasala á tix.is
Handbolti Eins og undanfarin ár
þurfa færustu handboltamenn Olís-
deilda karla og kvenna að læsa inni
konfektskálina því keppt verður um
Flugfélags Íslands-bikarinn milli jóla
og nýárs. Þar mætast efstu fjögur
liðin í báðum deildunum; efsta liðið
mætir því sem er í fjórða sæti í und-
anúrslitum og annað og þriðja sætið
mætast. Sigurvegararnir berjast svo
um deildabikarinn sjálfan í úrslita-
leik.
Í kvennaflokki verður endurtekn-
ing á úrslitaleiknum frá því í fyrra í
undanúrslitunum þar sem Fram og
Valur mætast en Safaramýrarliðið
hafði betur í Reykjavíkurslagnum
um sigur í bikarnum á síðasta ári.
Í hinum undanúrslitaleiknum
mætast nágrannaliðin Stjarnan og
Haukar en það verður síðasti leikur
dagsins. Öll undanúrslitin fara fram
sama daginn, á morgun, og úrslita-
leikurinn á miðvikudaginn.
Ríkjandi deildabikarmeistarar
Hauka þykja ansi líklegir til sigurs en
þeir mæta FH í Hafnarfjarðar slag. Því
miður fyrir handboltaáhugamenn
fer mótið ekki fram í Strandgötu
þetta árið heldur Hertz-hellinum
á Seltjarnarnesi en ekki hefði verið
amalegt að horfa á Hafnarfjarðars-
laginn í gömlu góðu Strandgötunni.
Haukarnir eru í öðru sæti Olís-
deildar karla eftir að vinna níu leiki
í röð. Þeir einmitt tóku FH með einu
marki í dramatískum Hafnarfjarð-
arslag í síðasta leik fyrir HM-fríið.
Topplið Aftureldingar mætir Vals-
mönnum í fyrri undanúrslitaleik
karla. Karlalið Vals líkt og konurnar
tapaði í úrslitum í fyrra og þarf nú að
komast í gegnum strákana úr kjúkl-
ingabænum ætli þeir sér alla leið á
ný. -tom
Hafnarfjarðarslagur á Seltjarnarnesi
Það er alltaf hart barist þegar Hafnarfjarðarliðin mætast. Fréttablaðið/Ernir
Fótbolti Hörður Björgvin Magn-
ússon, landsliðsmaður í fótbolta,
hefur verið besti leikmaður enska
B-deildarliðsins Bristol City að mati
Andys Stockhausen, blaðamanns
Bristol Post, sem fylgist grannt með
gangi mála hjá liðinu.
Hörður Björgvin gekk í raðir Bri-
stol frá Juventus fyrir tæplega þrjár
milljónir punda fyrir leiktíðina og
hefur spilað alla deildarleiki liðsins.
Stockhausen segir íslenska varnar-
manninn hafa oftar en ekki verið
besta mann vallarins hjá Bristol-
liðinu á þessari leiktíð.
„[Hörður Björgvin] Magnússon
sker sig úr hópnum að mínu mati.
Hann hefur aðlagast enska bolt-
anum vel. Ekki bara þurfti hann að
aðlagast nýrri menningu og nýju
landi heldur einnig nýjum leikstíl
sem er allt öðruvísi en sá sem hann
vandist á Ítalíu,“ segir Stockhausen,
en Hörður er þó ekki alveg fullkom-
inn að sögn blaðamannsins.
„Hann hefur bætt sig mikið í loft-
inu og þá hafa löng innköst hans
valdið usla. Hann getur þó enn bætt
sig í ákvarðanatökum og má hitta
betur úr aukaspyrnum.“
Hörður Björgvin
bestur í Bristol
Handbolti Íslendingaliðið Rhein-
Neckar Löwen tapaði, 35-32, fyrir
Magdeburg í þýsku 1. deildinni
í handbolta í gær. Þar með lauk
hvorki meira né minna en þrettán
leikja siguröngu Ljónanna sem eru
búin að vera ansi líkleg til að verja
Þýskalandsmeistaratitilinn sinn
þessa leiktíðina. Guðjón Valur Sig-
urðsson komst ekki á blað en hann
brenndi af öllum þremur skotum
sínum í leiknum. Alexander Peters-
son skoraði fjögur mörk.
Kiel vann Bergischer, 24-20, og
komst upp að Löwen og Flensburg
á toppi deildarinnar. Baráttan um
þýska titilinn hefur sjaldan verið
harðari en Flensburg á leik til góða
á bæði Kiel og Löwen.
Sigurgöngunni
lokið hjá Löwen
s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð 23Þ r i ð J U d a G U r 2 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6
2
7
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:1
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
C
9
-9
2
A
C
1
B
C
9
-9
1
7
0
1
B
C
9
-9
0
3
4
1
B
C
9
-8
E
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
6
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K