Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.12.2016, Blaðsíða 21
fólk kynningarblað „Við hjónin höfum verið í fjall- gönguprógramminu hjá Fjalla- félaginu í fjögur ár eða svo. Þessi ganga á Úlfarsfell hefur verið síð- asta ganga ársins í prógramm- inu,“ segir Guðrún sem finnst dá- samlegt að ljúka árinu með hress- andi göngu. Hópurinn leggur af stað um ell- efuleytið, en þegar komið er upp á topp er skotið upp blysum til að koma öllum í hátíðarskap. „Það koma allir með eitthvað, við deil- um afgöngum af jólabakstrinum, fáum okkur kakó og konfekt, og sumir mæta jafnvel með freyðivín og setja áramótagleðina í gang,“ segir Guðrún sem áætlar að um fjörutíu manns mæti í gönguna sem er aðeins ætluð þeim sem eru í fjallgönguprógramminu. „Þetta er mjög skemmtilegur hópur og flestir þekkjast mjög vel enda höfum við gengið saman allt árið. Síðan eru alltaf einhverjir nýir sem bætast við á hverju ári.“ Að ganga á Úlfarsfell er orðin að hefð hjá þeim hjónum. „Það er svo gaman að ljúka árinu á góðri útiveru og í skemmtilegum félags- skap. Svo byrja ég árið með því að skola af mér raketturykið í sjó- sundi daginn eftir,“ segir Guðrún sem hefur stundað sjósund í nokk- ur ár. „Ár sem byrjar og endar á góðri útivist getur ekki annað en verið gott,“ segir hún glaðlega. Að göngu lokinni tekur við hefðbundið gaml- árskvöld hjá Guð- rúnu og fjölskyldu hennar. „Við fáum fjölskyldu okkar í mat, borðum snigla í forrétt og kalkún í aðal- rétt,“ segir hún en viðurkennir að þau séu heldur löt að skjóta upp rakettum, njóti þess frekar að fylgj- ast með. „Við viljum heldur senda björgunarsveitinni pening- inn og leyfa þeim að eiga rakett- urnar. En auðvitað er nauðsynlegt að styðja við þær enda getur vel komið að því að maður þurfi á þeim að halda í öllu þessu útivistarbrölti,“ segir hún glettin. Guðrún og Er- lendur, maður hen n a r, er u mikið á fjöllum allt árið. „Við erum alvarlega bitin af fjalla- bakteríunni,“ segir hún og hlær. En eru einhver afrek áætluð á næsta ári? „Ekki enn, enda bara mán- uður síðan við komum heim úr grunnbúðum Everest með Fjalla- félaginu og við erum enn uppnum- in eftir þá ferð og ekki farin að plana neitt annað. Síðustu fjögur sumur höfum við gengið í kringum Mont Blanc en ætlum að breyta til í sumar og fara í staðinn að styðja stelpurnar okkar á EM í knatt- spyrnu,“ segir Guðrún en telur engar líkur á öðru en að þau finni sér einhver skemmtileg fjöll til að ganga á. Ár sem byrjar og endar á góðri útivist getur ekki annað en verið gott. Guðrún Harpa Bjarnadóttir 2 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U d A G U r Hjónin Guðrún Harpa Bjarnadóttir og Erlendur Pálsson með partíhatta á toppi Úlfarsfells á gamlársdag. Kveikt er á blysum og skálað. MIÐASALA Á TIX.IS NÁNAR Á WWW.SENA.IS/FLUFFY Byrjar og endar árið á útivist Guðrún Harpa Bjarnadóttir kveður hvert ár með því að ganga með félögum sínum í Fjallafélaginu á Úlfarsfell á gamlársdag. Þar skála þau og kveikja á blysum. Nýja árinu fagnar hún síðan með sjósundspretti á nýársdag. Sólveig Gísladóttir solveig@365.is 2 7 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B C 9 -7 E E C 1 B C 9 -7 D B 0 1 B C 9 -7 C 7 4 1 B C 9 -7 B 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 6 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.