Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét
Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Það er ekkert nýtt hvað við höfum miklar skoðanir á konum. Útlit, hegð-un, viðbrögð. Konur eru ýmist of fáklæddar, of kappklæddar, of feit-ar, of mjóar, of frekar, of kjaftforar, eða þá ekki nógu kynþokkafullar,
ekki nógu góðar mæður, ekki nógu hitt eða aðeins of mikið þetta. Það vakti
athygli mína fyrir stuttu þegar sjónvarpsmaður frá Úkraínu, Vitalii Seduik,
réðst á fyrirsætuna Gigi Hadid, greip hana að aftan og lyfti henni upp. Hadid
fékk útreið í fjölmiðlum fyrir að haga sér ekki nógu „fyrirsætulega“, en hún
sló frá sér, eðlilega. Auk þess var maðurinn kallaður hrekkjalómur. Hann
hefur tvisvar veist að raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian sem hefur
kallað eftir nálgunarbanni á mann-
inn. Ekki skrítið. En hvað veldur? Af
hverju saka fjölmiðlar Hadid um
ósæmandi hegðun þegar hún var að-
eins að verja sig? Þetta er auðvitað
ekki í fyrsta sinn sem kona er dæmd
fyrir hvers konar árás á sig sem
framin er af öðrum og því miður ekki
það síðasta.
Nú um helgina, 2. október, fer
fram ráðstefna í Hörpu um áhrif
markaðsafla á sjálfsmynd og hegðun
fólks, karla og kvenna, því karlar eru
ekki síður fórnarlömb markaðs-
aflanna. Ráðstefnan ber yfirskrift-
ina Gallabuxur - er eitthvað að þeim
en ekki þér? og þar verður dr. Jean
Kilbourne með erindi, baráttukona um fjölmiðlalæsi og þekktur fyrirlesari
um áhrif auglýsinga. Kilbourne gaf út heimildarmyndina Killing Us Softly
árið 1979 sem hefur þrisvar verið endurgerð. Myndin fjallar hvað kven-
mannslíkaminn sé mikið notaður í auglýsingarskyni og þar iðulega hlut-
gerður.
Rannsóknir hafa sýnt fram á að ein af mörgum leiðum til þess að draga úr
ofbeldi gegn konum er að sporna við öflum í samfélaginu sem gera lítið úr
konum og hlutgera þær sem kynverur. Þar má nefna auglýsingar.
Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvort markaðsöfl geti verið einhver
áhrifavaldur í því hvernig fólk líti á fyrrnefnda árás. Það gefur að minnsta
kosti augaleið að hér er einhver brenglun í gangi.
Milli steins og
sleggju
’Ein af mörgum leið-um til þess að dragaúr ofbeldi gegn konum erað sporna við öflum í
samfélaginu sem gera lít-
ið úr konum og hlutgera
þær sem kynverur.
Pistill
Gunnþórunn
Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Ásdís Ósk Erlingsdóttir
Já, ég fór út á svalir og sá norður-
ljósin dansa á himninum.
SPURNING
DAGSINS
Sástu norð-
urljósin í
vikunni?
Sveinn Óskar Hafliðason
Ég hoppaði út á náttbuxum og bol
um kvöldið þegar ljósin voru slökkt,
sá þau í tvær mínútur og fór svo inn.
Morgunblaðið/Ásdís
Hanna Eiríksdóttir
Já, þau voru græn og mjög flott.
Danival Örn Egilsson
Já, ég fór á Petersen svítuna og
horfði á þau þaðan.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Ófeigur
SAMÚEL JÓN SAMÚELSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Mælir með
Afríkuferð
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Tónlistarmaðurinn Samúel Jón Samúels-
son hefur fyrir löngu getið sér gott orð á
tónlistarsviðinu. Hann spilar ásamt stór-
sveit sinni í Gamla bíói í kvöld, laugardags-
kvöld, en dagskráin er hluti af Fest Afrika.
Hvað eru margir í stórsveit þinni? Er
erfitt að koma á æfingum?
Við erum fjórtán í dag. Vorum átján en ég
þurfti að fækka í bandinu svo við kæmumst
fyrir í einni svefnrútu þegar við fórum í
Evróputúr árið 2013. Við æfum í törnum,
aðallega fyrir upptökur eða þegar við
spilum nýtt efni eða með nýju fólki. En
vissulega getur það verið basl að
koma öllum hópnum saman á sama
tíma.
Er öðruvísi að spila á Fest
Afrika en öðrum viðburðum?
Hvað er sérstakt við þessa há-
tíð?
Það er alltaf rosa gaman. Við höfum ver-
ið með síðan hátíðin byrjaði fyrir sjö ár-
um. Þá var hún í veislusal í Vogahverf-
inu. Það sem er sérstakt við hátíðina er
að hún er skipulögð af fólki sem hefur
sest hér að og er áhugasamt um að
kynna okkur Íslendingum menningu
sína. Ég hvet sem flesta að kynna sér
dagskrána og mæta á hátíðina.
Stórsveit þín spilar með
þremur afrískum hljóm-
sveitum í kvöld, laugardags-
kvöld. Hverju ertu spenntastur
fyrir í dagskránni?
„Ég er spenntur fyrir Les Espoire de Corothine
frá Gíneu. Þeir áttu gríðarlega vinsælt lag 2012
þegar ég og konan mín vorum þar. Einnig voru
Sousou og Maher Cissoko æðisleg á föstudag en þau
eru frá Senegal og Svíþjóð. Ég er spenntur fyrir öll-
um atriðum og svo má ekki gleyma matseðlinum á
Kryddlegnum hjörtum sem verða með afríska rétti.
Hefurðu ferðast til Afríku og þá hvert?
Mælirðu með slíku ferðalagi?
Ég og konan mín fórum til Gíneu í janúar árið 2012.
Okkur var boðið í brúðkaup hjá vinafólki. Einnig
fórum við til að nema við dansskóla en við höfum
bæði verið í afródansi í Kramhúsinu.
Mig langar mikið að heimsækja fleiri lönd. Ég mæli
með Afríkuferð.