Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 43
Morgunblaðið/Eggert Gerður Kristný, rit- höfundur og skáld. 2.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Ég er að lesa, eða réttara sagt tek inn í smáskömmtum með skeið á hverju kvöldi The Impossible Exile: Stefan Zweig at the End of the World eftir George Prochnik, sem er þung undir tönn en samt æði. Guð- jón bróðir kom með hana. Hún er listavel skrifuð og full af mynd- um, og er í rauninni ævisaga dauðans. Frá- bær lýsing á Zweig sem var margfaldur múltitaskari, skrif- aði linnulaust, hélt fyrirlestra, ferð- aðist og hélt uppi samræðum og stuði hvar sem hann kom, sjarma- tröll. Höfundurinn er að segja sögu svo margra annarra en Zweigs, Evr- ópa var svo lítil á þessum tíma, þetta var lítil klíka fólks sem varð að skilja allt eftir til að flýja nasismann, yfir- gefa Evrópu og fyrra líf og allar eig- ur sínar og fara til nýja heimsins og enda í Brasilíu. Bókin er mjög sorg- leg, ljóst hvert stefnir náttúrlega. Það er merkilegt að mannsandinn getur risið svo hátt, en líka lagst svo lágt í grimmdinni. Ég tek Zweig í smá- skömmtum á kvöldin, en fæ mér svo vítam- ínskammta af Íslandssögu í stuttu máli eftir Gunnar Karlsson sem kom út fyrir nokkrum árum. Það er mjög aðgengileg bók og efnið harðsoðið, sagan rakin í nokkrum skrefum. Védís Skarp- héðinsdóttir Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi. BÓKSALA 21.-28. SEPT. Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 Fórnalamb án andlitsStefan Ahnhem 2 7 venjur til árangursStephen T. Covey 3 LeikvöllurinnLars Kepler 4 Lifðu til fullsJúlía Magnúsdóttir 5 HættuspilViveca Sten 6 NæturgalinnKristin Hannah 7 Harry Potter & theCursed Child J. K. Rowling 8 Á meðan ég lokaðiaugunum Linda Green 9 Hæg breytileg áttGuðmundurAndriThorsson 10 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 1 Fórnarlamb án andlitsStefan Ahnhem 2 LeikvöllurinnLars Kepler 3 HættuspilViveca Sten 4 NæturgalinnKristin Hannah 5 Á meðan ég lokaði augunum Linda Green 6 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 7 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante 8 Bókin eftir Baltimore fjölskylduna Joël Dicker 9 Vefur LúsífersKristina Ohlsson 10 Konan í myrkrinuMarion Pauw Allar bækur Íslenskar kiljur ÉG ER AÐ LESA Penguin-bókaútgáfan heldur úti mörgum útgáfuröðum og þar á meðal einni sem kallast Penguin Classics, þar sem komið hafa út önd- vegisrit eftir höfunda eins og Jean de La Fontaine, Sófókles, Jane Austen, Herman Melville, C.P. Cavafy, Edith Wharton og Murasaki Shikibu, svo dæmi séu tekin, en einnig Íslend- ingasögurnar og fleiri merkisrit mannkynssögunnar. Í nýrri bók í röð- inni bregða Penguin- menn út af vananum, því í bókinni, The Dance of Death, er nánast enginn texti heldur tréristur eftir þýsk-svissneska listamanninn Hans Holbein yngri, sem uppi var á sextándu öld. Tréristurnar eru úr myndaröð Holbeins sem kallast Dauðadansinn og kom fyrst út 1538 og ótal sinn- um síðar. Myndirnar eru alls 51 og sýna það hvernig dauðinn dregur alla í dansinn, sama hversu hátt þeir hreykja sér eða lagðir eru lágt. Einnig eru í bókinni dæmi um sambærileg verk samtímamanna Hol- beins og fræðilegur inngangur. Ein af tréristum Holbeins yngri – hér er dauða- fögnuður í kirkjugarði. Penguin gefur út tréristur DAUÐADANS bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á allt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.