Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016
VETTVANGUR
Skrýtinn titill en ég mun skýrahann í ljósi dæmisögu semmig langar til að segja. Þetta
er dæmisaga um orð og athafnir, að
menn geti sagt eitt en gert annað.
Þetta er jafnframt reynslusaga, ekki
löng en segir engu að síður af stóru
máli.
Formálinn er þessi: Alþjóðavið-
skiptastofnunin var sett á laggirnar
árið 1995 eftir að lokið var lang-
vinnri samningalotu á heimsvísu um
viðskipti og tolla, á ensku, General
Agreement on Trade and Tariffs.
Mín kynslóð man eftir maraþon-
fréttum af þessum viðræðum um
GATT, en þegar þeim lauk varð hin
nýstofnaða Alþjóðaviðskiptastofnun,
umgjörð um nýja samningalotu, svo-
kallaða GATS-samninga um þjón-
ustuviðskipti, General Agreement
on Trade in Services.
GATS-samningalotan hefur verið
gríðarlega umdeild og einkennst af
átökum. Á vettvangi BSRB höfðum
við á sínum tíma frumkvæði að því
að vekja íslensk stjórnvöld af Þyrni-
rósarsvefni. Ég leyfi mér að fullyrða
að undir aldamótin sigldum við sof-
andi að feigðarósi. Heilbrigðisþjón-
usta og bókasafnsþjónusta ekkert
síðastliðinn júní og sat, sem fulltrúi
Evrópuráðsins, stjórnarfund þings
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar,
WTO. Í framhaldi af fundi stjórnar-
nefndarinnar kom saman þing Al-
þjóðasambands þingmanna, IPU, til
að fá hinn lýðræðislega vinkil.
Hvorki reyndist það burðug sam-
koma né ágeng og kemur nú að titli
þessa pistils.
Frá því er skemmst að segja að
fundi stjórnar WTO lauk þannig að
stjórnarmenn voru áminntir um að
undir engum kringumstæðum mætti
breyta samþykktum texta stjórnar á
þingmannaráðstefnunni, „nema í
mesta lagi kommusetningunni!“ Það
var nú allt lýðræðið!
Nú gerist það næst að Evrópu-
ráðinu berst kvörtun yfir framgöngu
minni, bæði í stjórnarnefndinni og á
IPU-þinginu. Ég hafi ítrekað tekið
til máls og gagnrýnt WTO og ESB.
Bréfritarar frábáðu svona fulltrúa á
sína fundi.
Evrópuráðið svaraði og tók sem
betur fer upp hanskann fyrir mig.
Og þess vegna þáði ég að verða aftur
fulltrúi Evrópuráðsins á stjórnar-
fundi WTO í vikunni sem leið, til að
geta sagt hátt og skýrt að sam-
kundur sem aðeins leyfðu að hnikað
yrði til kommusetningu en engu í
sjálfu inntakinu teldust seint lýð-
ræðislegar. Og nákvæmlega þetta
gerði ég. Uppskar ég þakkir þriðja
heimsins en síður frá góðravina-
bandalaginu. Ekki kom það á óvart.
Bara leyfilegt að breyta kommusetningu!
’Þetta er dæmisaga um orð og athafnir, að menn getisagt eitt en gert annað. Þetta er jafnframt reynslu-saga, ekki löng en segir engu að síður af stóru máli.
ná vopnum sínum. Ekki mátti það
gerast. Árið 2013 fóru þau ríki sem í
gráglettnislegum hroka sínum köll-
uðu sig, að vísu leynilega og aðeins
sín í milli, „bestu vini viðskipta“, að
rotta sig saman til að reyna að ná
samningum undir nýjum skamm-
stöfunum, TISA; CETA; TTIPS eft-
ir því hvaða heimshlutar það voru
sem skuldbundu sig hverju sinni til
að ganga fjármagnsöflunum á hönd.
Þetta voru ríkustu þjóðir heims. Í
þessum hópi var Ísland, sem fylgdi
húsbændum sínum eins og rófa
fylgir hundi.
Á fund þessara samtaka fór ég
síður en bankaþjónusta voru á hlað-
borðinu. Og væru menn sofandi eða
andvaralausir var fyrirkomulagið á
þá lund að allt skyldi markaðsvætt
nema krafist væri formlegrar
undanþágu. Þannig að íslenska
Þyrnirósin var með galopna búð!
En það voru fleiri en BSRB sem
stóðu vaktina. Almannasamtök um
heim allan, einkum samtök opin-
berra starfsmanna, byrjuðu að and-
mæla ágengni handlangara mark-
aðshyggjunnar og fátækustu ríki
heims fóru að ugga um sinn hag. Á
endanum strönduðu viðræðurnar.
Vildu gagnrýnendur svigrúm til að
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Berglind Pétursdóttir, sam-
félagsmiðladrottning með meiru,
tísti um norður-
ljósin. „Var að
selja öll sólmyrkva
og flugeldagler-
augu sem ég fann
heima á okurverði
úti á tröppum. God bless the tour-
ists. #norðurljósagleraugu.“
Sævar Helgi Bragason, eða
sólmyrkva-Sævar, var einnig
ánægður með norðurljósin og tísti
meðal annars, „Reuters hafði sam-
band vegna norðurljósa. Gaman af
því.“
Fjölmiðlakonan Erla Hlyns-
dóttir fagnaði afmæli sínu í vikunni
og bað fésbókarvini sína að deila
vandræðalegum
reynslusögum úr
vinnu að því tilefni.
Erla sagði að sjálf-
sögðu frá sinni
vandræðalegustu
reynslu. „Jæja, kæru vinir. Af því ég
á afmæli í dag þá óska ég eftir sög-
um af vandræðalegustu mistökum
ykkar í starfi.
Mín áttu sér stað þegar ég vann
frétt fyrir Stöð 2 um íslenska konu
sem fór með femíníska verkefnið
sitt til Suður-Kóreu. Ég tók viðtal
við hana og skrifaði texta sem ég
las inn og kom á milli viðtalsklippa.
Síðan heyrði ég fréttina í sjónvarp-
inu og roðnaði niður í tær. Þeim
orðum mínum var sumsé sjón-
varpað að hún hefði farið með
verkefnið til Norður-Kóreu.“
AF NETINU
Kótilettukvöld
Samhjálpar 2016
6. október 2016 kl. 19:00
Húsið opnar kl. 18:30
Súlnasalur - Hótel Sögu
Miðaverð kr. 7500
Hver miði er um leið happdrættismiði
Miðasala á skrifstofu Samhjálpar • Sími 561 1000
Skemmtiatriði: Gréta Salome • Bjartmar Guðlaugsson
Rúnar Þór og hljómsveit • Glowie • Samhjálpar-bandið
Veislustjóri: Guðni Ágústsson fv. alþingismaður og ráðherra
Heiðursgestur: Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson
Hlíðarsmári 14 • 201 Kópavogur • Sími 561 1000 • www.samhjalp.is