Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016 „Við þurfum bara að klára þetta“ Mikil óánægja ríkir meðaleldri borgara með störfríkisstjórnarinnar og ágreiningur er um ýmis atriði er varða drög að frumvarpi um breyt- ingu á lögum almannatrygginga. Fé- lag eldri borgara og Grái herinn héldu í vikunni fund þar sem fulltrú- ar allra stjórnmálaflokka sátu fyrir svörum. „Þetta var tímamótafundur fyrir alla. Ég held að það sé orðið fá- títt í seinni tíð að stjórnmálafundir af þessu tagi séu svona vel sóttir,“ segir Helgi Pétursson, stjórnarmeðlimur Gráa hersins og fundarstjóri. Frum- varpið boðar talsverðar breytingar en Félag eldri borgara vill ekki sam- þykkja frumvarpið eins og það lítur út í dag. Meðal annars kveður frum- varpið á um afnám frítekjumarka, sem félagið telur hafa letjandi áhrif á eldra fólk að halda áfram störfum á vinnumarkaði. Enginn hvati til vinnu „Það sem rekur okkur af stað í þetta er að okkur er gert nánast ókleift að vinna. Ég er sjálfur 67 ára gamall, það er ekkert að mér og ég get alveg unnið. En þegar það er gert með þeim hætti að ég fæ ekki borgað fyrir það, að ég fái ekki laun fyrir þá er enginn hvati til að vinna. Það er allt rifið af mér í skerðingum. Þetta er svo mikill dónaskapur að koma svona fram við fólk. Hvað vill samfélagið að ég geri? Á ég bara að sitja hérna og fara í einn hring í strætó á sunnudög- um? Menn verða að átta sig á því að það er svo langt framundan. Við, þessi stóri hópur, getum, viljum og verðum að taka þátt í atvinnulífinu og samfélaginu. Þetta verða menn að leysa. Þetta er ekkert vandamál, þetta er bara úrlausnarefni. Við þurf- um bara að klára þetta.“ Félagsskapurinn forvörn Víða á Norðurlöndum er staðan afar frábrugðin því kerfi sem hér ríkir að sögn Helga. Í Noregi er staðan önnur og þegar Norðmenn byrja að taka úr lífeyrissjóði þá hafa þeir svigrúm til þess að vinna án þess að það skerði greiðslur. „Við erum núna að þrýsta á stjórn- völd að fá að vinna lengur. Það vantar 5.000 manns í vinnu á Íslandi og við erum miklu frískari en við vorum hér á árum áður, heilsa fólks er betri. Við erum ekki að segja öllum að fara út að vinna, að sjálfsögðu erum við ekki öll eins. Sumir hlakka til efri áranna og vilja fara heim og sinna barna- börnunum eða einhverju allt öðru, laga til í dótinu sínu sem fólk hefur ekki sinnt í mörg ár eða bara gert það sem það vill. En aðrir þurfa á þessum félagsskap að halda. Þetta er ákveðin forvörn, bæði gagnvart sjúk- dómum, geði og öðru,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara. „Við finnum með þess- um bakhjarli sem var á þessum fundi að þörfin fyrir að ræða þessi mál er komin og við erum að opna á um- ræðuna. Við erum komin með kyn- slóð sem þorir að segja eitthvað, þor- ir að láta í sér heyra. Við erum galvösk í þessari baráttu,“ segir Þór- unn. Staðan hrika- lega þung Bjarni Benedikts- son fjármála- ráðherra var á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum á fundinum. „Það er stað- reynd að staða líf- eyrisþega var hrikalega þung þegar þessi ríkisstjórn tók við. Bætur höfðu verið skertar og frystar. Við höfum lagt mikið á okkur til að leiðrétta það. Við afnámum skerðingar á grunnlíf- eyri, hækkuðum frítekjumörk og bætur hafa hækkað umtalsvert. Síð- ast en ekki síst fórum við í heildar- endurskoðun á kerfinu í samstarfi við hagsmunaaðila og nú liggur fyrir frumvarp til breytinga á Alþingi.“ Bætt hafi verið tugum milljarða í bótakerfi almannatrygginga á þessu kjörtímabili en betur má ef duga skal. „Eftir situr að það þarf að gera betur. Ég tel nauðsynlegt að vera áfram með frítekjumörk þannig að fólk haldi eftir sanngjörnum hlut af lífeyristekjum sínum, áður en sá sparnaður fari að hafa áhrif á rétt til greiðslna frá almannatryggingum. Svo þarf að finna leiðir til að halda áfram að hækka bótagrunninn,“ seg- ir Bjarni. Vandamálið ekki nýtt af nálinni Hann skilur óánægju meðal eldri borgara og segir vandamálið ekki ný- tilkomið heldur sé um að ræða vanda sem hefur verið að safnast upp í ára- tugi. „Vandamálið er tilkomið vegna þess að okkur mistókst að tryggja því fólki sem nú er að komast á eftir- launaaldur góð lífskjör með eigin líf- eyrissparnaði. Þetta er fólkið sem horfði upp á lífeyrissparnað sinn brenna upp í verðbólguárunum á sín- um tíma,“ segir Bjarni. „Það má segja að vandinn hafi ver- ið skapaður fyrir áratugum en hann er að brjótast fram í dag.“ „Við, þessi stóri hópur, get- um, viljum og verðum að taka þátt í atvinnulífinu og samfélaginu. Þetta verða menn að leysa,“ segir Helgi. Getty Images/iStockphoto Formaður Félags eldri borgara segir að baráttan um betri lífskjör sé rétt að byrja. Eldri borgarar hafi setið á hakanum lengi en nú sé komið að þeim. Fjármálaráðherra segir vandamálið hafa orðið til fyrir áratugum en sé að brjótast fram í dag. Helgi og Þórunn segja það ólíð- andi hvað lífskjör margra eldri borgara séu slæm. „Þetta er hópur sem er vanur að þurfa að kyngja. Kurteis eldri kynslóð sem grætur í hljóði,“ segir Þór- unn. „Við heyrum iðulega sög- ur frá fólki sem hefur það alls ekki gott. Gamall maður sem átti að borga um 3.000 krónur í Bónus fékk ekki kortið sitt til að virka og hafði ekki nóg í seðlum til að greiða fyrir vörurnar sín- ar. Vinur minn sem var á eftir honum í röðinni býðst til að borga en gamli maðurinn neit- ar og gengur út. Aðspurt svar- aði starfsfólkið að þetta væri al- gengt að sjá, helst hjá eldra fólki. Þetta er eitt dæmi af mörgum.“ Fólk leggi hart að sér alla sína ævi, ali upp börn og vinni vel. Svo þegar tímabilið komi þar sem léttir og gleði eigi að taka við tekur eitthvað allt annað á móti. Það sé sorgleg staðreynd og því verði að breyta. Sorgleg staðreynd Helgi segir það þreytandi þegar eldri borgarar og ör- yrkjar séu settir undir sama hatt og þannig sé reynt að villa um í um- ræðunni. „Ég á ekkert sameiginlegt með ör- yrkjum, ég skal hins vegar berjast fyrir málefnum ör- yrkja af öllum krafti en þetta er ekki sami hópur- inn. Það er alltaf talað um aldraða og öryrkja saman eins og sé verið að reyna að búa til samviskubit og manni líður eins og að ef aldraðir fá eitthvað þá sé tekið af öryrkjum. Öðru- vísi geti þetta ekki geng- ið,“ segir Helgi sem ítrek- ar að eftirlaun séu ekki bætur. „Ég er búinn að borga þetta allt saman. Ég er búinn að vinna í 40, 45 ár. Ég er búinn að borga skatta sem áttu að sjá mér fyrir lágmarksframfærslu og svo er ég búinn að safna í lífeyrissjóð líka.“ Villandi umræða Okkur hefur vissulega tekist í Gráa hernum sem slíkum að hafa þetta svolítið með bros á vör og ekki vera á hnefanum og bryðja jaxla. En þetta er samt grafalvarlegt. Helgi Pétursson. INNLENT GUNNÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR gunnthorunn@mbl.is Þórunn Sveinbjörnsdóttir Bjarni Benediktsson Helgi Pétursson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.