Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 35
leg nýuppgerð hús innan um bygg- ingar sem virðast vera að grotna nið- ur en gömul fegurð þeirra og reisn skín þó í gegn. Sú tilfinning vaknar að þegar kalda stríðinu lauk fyrir aldarfjórðungi hafi borgin öll verið í niðurníðslu en nú sé hún að ganga í gegnum hamskipti og eftir nokkur ár verði öll ummerki vanrækslu kalda stríðsins horfin. Rúmenía liggur á flekamótum menningarheima og hefur saga þessa svæðis verið allt annað en friðsamleg. Þarna hafa tekist á stórveldi og Rúm- enar líta gjarnan svo á að þeir hafi verið brjóstvörn vesturs gegn Rúss- um og Tyrkjaveldi og þá um leið ísl- am. Heitið Rúmenía er sagt dregið af orðinu romanus úr latínu og merkir „borgari Rómar“. Til að leggja áherslu á þetta fóru stjórnvöld í her- ferð fyrir um 40 árum til að breyta stafsetningu nafnsins þannig að o kæmi í stað u eða ou. Á íslensku ætti því að skrifa Rómanía, en þessi her- ferð náði greinilega ekki til Íslands. Í Oradea sjást þessi áhrif að ein- hverju leyti en í byggingarstíl er þó art nouveau, barokk og nýklassík mest áberandi í miðbænum. Þegar utar dregur stingur ljótleiki kaldastríðs- arkitektúrs hins vegar í augu. Oradea hefur verið kölluð hliðið að Mið- og Vestur-Evrópu. Lífskjör í Rúmeníu eru augljóslega önnur en vestar í álf- unni og verðlagið ber því vitni. Jafnvel alþjóðlegar merkjavörur virðast ódýr- ari þarna en gengur og gerist, og er til marks um það að oft miðast verðlagn- ing við kaupmátt en ekki fram- leiðslukostnað. Í nágrenni Oradea eru heitar uppsprettulindir. Svæðið er þekkt fyrir böð sín og dregur því að ferðamenn. Þeir eru flestir heimamenn og erlendir ferðalangar sjaldséðari. Sennilega helgast verðlagið af því. Matur og drykkur er ódýr og sömuleiðis gisting. Án þess að stuðst sé við vísindalegar úttektir má skjóta á að helmingi ódýrara sé að jafnaði fyrir ferðalang að framfleyta sér á þessum slóðum en í Vestur-Evrópu. Yfirleitt var maturinn góður og sömuleiðis reyndist lítil áhætta fylgja því að panta rúmenskt vín. Í skemmtilega skrifaðri bók og gagnlegri fyrir ferðamenn um Rúm- eníu skrifar Debbie Stowe að Rúmen- ar séu opnir og hjálpsamir gagnvart útlendingum en oft lokaðir gagnvart samlöndum sínum þegar komið er út fyrir nánasta hóp vina og ættingja. Segir hún að tortryggni þessa megi rekja til tíma Ceausescus þegar ör- yggislögreglan Securitate lagði hroll- kaldan hramm sinn á landið og var með uppljóstrara um allt samfélagið þannig að engum mátti treysta. Spilling er einnig sögð gegnsýra samfélagið og er hún arfleifð þessara mannskemmandi tíma. Þótt lesa megi um neikvæðar hliðar rúmensks samfélags blasti allt annað við þess- um ferðalangi og varð hann þess aldr- ei var að reynt væri að nýta hrekk- leysi hans. Þvert á móti stóð allt eins og stafur á bók og eftir standa góðar minningar um land og þjóð. Rakarinn á horninu hafði opið til tíu á kvöldin. Húsið er niðurnítt en nýuppgert húsið við hliðina sýnir hvað býr undir. Veiðimaður situr undir sólhlíf á bakka árinnar Crisul Repede, sem rennur í gegnum Oradea miðja. Um þrjú hundruð þúsund manns búa í borginni Oradea og getur mannlífið á götunum verið líflegt. 2.10. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Ferðalangi í Rúmeníu getur liðið eins og tímaflakkara. Í miðbæ Oradea sitja ungmenni á kaffihúsi á göngugötunni niðursokkin í snjallsíma af nýjustu gerð. Eftir kortérs akstur út fyrir borgina verður á vegi hans jafnaldri þeirra með heysátu á hestvagni og virð- ist kominn aftur úr öldum. Oradea er í Bihor-héraði í norðvesturhluta landsins. Skammt fyrir utan borgina er Baile Felix, þar sem fjölsóttar heilsulindir er að finna. Lengra frá eru Apuseni-fjöll, þar sem er þjóðgarður og fal- legar gönguleiðir. Eigi að aka um þjóðgarðinn borgar sig hins veg- ar að vera á vel búnum bíl því að inn í hann liggur stórgrýttur malarvegur. Skrifari lagði í hann í stuttermabol á fólksbíl í blíð- viðri á jafnsléttu, en uppi í fjöll- unum var orðið hrollkalt og hon- um leið eins og hann hefði breyst í frummynd Íslendinga af erlenda ferðamanninum sem allt er að vanbúnaði. Hestvagnar eru ekki óalgeng sjón þegar ekið er um sveitavegi Rúmeníu. Morgunblaðið/Stefanía Þorgeirsdóttir FALLEGAR SVEITIR OG TIGNARLEG FJÖLL Eins og tímaflakk Útsölustaðir:Apótek,Heilsuhúsið,Krónan, Hagkaup,Nettó,Fjarðark,Grænheilsa. Duft í kalt vatn eða boost Styður: Efnaskipti og öflugri brennslu Minni sykurlöngun Slökun og svefn Vöðva og taugastarfsemi Gott á morgnana og kvöldin 1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð Mikil virkni Náttúrulegt Þörungamagnesíum ENGIN MAGAÓNOT IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager og á leiðinni Sími 4 80 80 80 2016 Ford F-150 Platinum 3.5L Ecoboost Bensín. VERÐ 11.990.000.- 2016 GMC Denali 3500 6.6L Diesel. VERÐ 11.690.000.- 2016 Dodge Ram 1500 Laramie 3L EcoDiesel, 8 gíra skifting. VERÐ 11.900.000.- 2016 Ford F-350 Lariat Ultimate 6.7L Diesel. VERÐ 10.390.000.- 2016 Chevrolet Silverado 3500 High Country 6.6L Diesel. VERÐ 11.390.000.-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.