Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 18
Í dag býr Ásta með fjölskyldu sinni, eig- inmanninum Lucien Frechede og börn- um þeirra tveimur, Victori og Evu, í bænum Mirepeix í Suðvestur- Frakklandi, þar sem þau hjónin starfa bæði sem kennarar. Eva stundar dans og hestamennsku en Victor er á fullu í fótbolta og kajaksiglingum. Ásta hefur núna búið í Frakk- landi í næstum þrjátíu ár og henni finnst mjög þægilegt að búa í þessum 5.000 manna bæ, þau séu nánast úti í sveit en um leið ekki langt frá borginni Pau. Lífið sé rólegt og gott. Fyrirsæta af tilviljun „Þegar ég var tvítug ákvað ég að fara til Frakklands að læra frönsku í þrjá mánuði og koma svo heim aftur og fara í háskólann. En svo líkaði mér svo vel að ég vildi vera áfram í París. Ég þurfti að finna mér vinnu en hafði ekki tilskilda pappíra. Þá kynntist ég ljós- myndara sem bað mig um að sitja fyrir hjá sér og ég fékk borgað fyrir. Þá fattaði ég að þetta var það auðveldasta sem ég gat gert, því í rauninni talaði ég ekki frönsku, og það var allt- af töluð enska í fyrirsætubransanum. Auk þess sem ég þurfti ekki pappíra til að starfa við þetta. Svo bara vatt þetta upp á sig og ég var í þessu starfi í einhver tíu ár,“ útskýrir Ásta spurð hvernig hún hafi komist inn í fyrir- sætubransann í París. „Ég var aldrei topp módel og vann þetta eig- inlega eins og hverja aðra vinnu, og mikið allt- af fyrir sömu fyrirtækin og ljósmyndara. Ég vann með mjög venjulegum stelpum og strákum sem fóru jafnvel heim að sinna fjöl- skyldu en ekki út á djammið með glamúrliðinu. Ég forðaðist líka allt svoleiðis. Ég var á lista hjá ýmsum fyrirsætuskrifstofum eins og Uni- versal, Figure Libre í París og Giant í Hong Kong og Ástralíu. En mest og lengst vann ég sjálfstætt þannig að kúnnarnir hringdu beint í mig.“ Ferðalögin réðu verkefnavalinu Ásta hefur alltaf haft mjög gaman af því að ferðast og á menntaskólaárunum vann hún tvö sumur með vinkonum sínum á fjallahóteli í Noregi. Og á Parísarárunum fór hún í heims- reisu og var þá m.a. í þrjá mánuði í Ástralíu, þar sem hún prófaði að kafa og fannst það æð- islegt. Hún hélt ferðalaginu áfram og fór m.a. til Fídjíeyja þar sem hún tók fyrsta stigið í svo- kölluðu PADI-köfunarprófi. „Það skemmtilegasta við fyrirsætustörfin fannst mér að sjálfsögðu ferðalögin. Ég var í myndatökum á seglbáti í gríska Eyjahafinu þar sem við fórum frá eyju til eyju í tíu daga, líka á lúxus skemmtiferðaskipi í Karíbahafi og einu sinni var ég að vinna í Hong Kong í þrjá mánuði. Ég tók þátt í tískusýningu í Túnis og myndatökum í Marokkó. Svo var pakistanskur hönnuður sem var að vinna í París sem fékk nokkrar fyrirsætur með sér til Pakistan þar sem við vorum með tískusýningar í viku í borg- inni Lahore. Ég valdi alltaf þau verkefni sem tengdust ferðalögum. Ég hafnaði stundum mun betur borguðum störfum í París bara til að fá að ferðast.“ Í hlutverki hafmeyju Ástu finnst ekki síst minnisverð mánaðarlöng ferð þar sem hún ferðaðist um allt Kína. „Það var kínverskt fyrirtæki sem skipulagði þessa ferð. Við vorum hópur af stelpum frá París og svo kínverskar stelpur. Við ferðuðumst um og héldum tískusýningar þar sem við sýndum hönnun fransks hönnuðar. Þetta var rosa sjó með kínverskum söngvara og frægum kín- verskum stjörnum sem við þekktum auðvitað ekki neitt,“ segir Ásta og brosir við endur- minninguna. Ásta landaði sannkölluðu draumstarfi þegar franska sjónvarpsstöðin TF1 var að leita að fyrirsætum með köfunarpróf til að taka þátt í sjónvarpsleik. „Það frábærasta sem ég hef gert var að fá borgað fyrir það að kafa í fimm mánuði hjá Turks- og Caiscos-eyjunum sem eru rétt fyrir neðan Bahamaeyjar í Karíbahafi. Þar vorum við nokkrar fyrirsætur að leika hafmeyjur í sjónvarpsleik sem hét „Le Trésor de Pago Pago“ sem var tekinn upp þar. Það voru tvö lið af keppendum sem voru í kafi, og við hafmeyj- arnar syntum á milli þeirra með kút á bakinu og gáfum þeim súrefni,“ segir Ásta. Köfun og kvikmyndataka Við framleiðslu þessara sjónvarpsþátta eign- aðist Ásta marga góða vini. „Einn þeirra ákvað að stofna sitt eigið framleiðslufyrirtæki og gera heimildarmyndaþáttaröð um dýralíf og umhverfisvernd sem fékk nafnið Carnet de Noé. Hann keypti bát sem sigldi um allan heim til að athuga hvernig umhverfismálum væri háttað í hverju landi fyrir sig, og hvað væri verið að gera til að vernda dýralíf bæði neðan- og ofansjávar,“ segir Ásta. „Hann átti enga peninga til að byrja með og ég var í raun að gera allt við gerð þessara mynda, því við vorum svo fá að vinna við þær. Fyrst skipulögðum við allt á skrifstofunni okk- ar í París og unnum mikið með sendiráði hvers lands fyrir sig. Þegar við vorum komin út hélt ég áfram í skipulagningunni. Ég tók ljós- myndir sem voru notaðar til að auglýsa þátta- röðina. Ég var líka að kvikmynda, en við vor- um tvö að kafa og taka upp neðansjávar. Við vorum mikið í Indlandshafi; á Seychelles- eyjum, Maldíveyjum, á Srí Lanka og Suður- Indlandi, líka á Kómoreyjum og Mayotte, sem eru nálægt Madagaskar. Ásta segir að köfunin standi upp úr þegar hún lítur til baka til þessa tíma. „Það er frá- bært að fá að taka þátt í þessu, því ég er hvorki atvinnumanneskja í ljósmyndun né kvik- myndatökum. Ég er ofsalega hrifin af þessum eyjum í Indlandshafi, og í gegnum þessa þætti fékk ég tækifæri til þess að kynnast fólkinu og löndunum mjög náið, sem var sérstaklega áhugavert. Árið 1999 bað svo franska sjónvarpstöðin FR2 þennan framleiðanda að vera með þátt í beinni útsendingu þegar árið 2000 gengi í garð. „Við sendum út frá Tonga-eyjunum sem eru rétt hjá Nýja-Sjálandi því þær yrðu þær fyrstu til þess að ganga inn í nýju öldina. Þetta var allt tekið upp á bátnum okkar og við töl- uðum við margt frægt franskt fólk, líka rúss- neskan geimfara. Þetta var mjög skemmti- legt.“ Ævintýralegt fjölskyldulíf „Ég fór í ferðalag að heimsækja vini mína til Frönsku Gvæjana sem er á norðurströnd Suð- ur-Ameríku á milli Brasilíu og Súrínam og þar kynntist ég Lucien, manninum mínum. Ég var þá 36 ára og hann 40 ára og bæði barnlaus svo hlutirnir gerðust frekar hratt. Ég ákvað að flytja til hans og þar átti ég mín tvö börn. Fyrst til að byrja með hélt ég áfram að taka að mér fyrirsætustörf og ferðaðist fram og til baka til Parísar. Svo þegar Victor fæddist árið 2003 hætti ég því. Ég byrjaði að kenna ensku í barnaskóla en til að geta kennt í gagnfræða- og menntaskóla varð ég að vera með BA-próf í ensku svo ég fór loksins í háskóla. Ásta segir að það hafi verið fínt að ala upp börn í Gvæjana. „Við bjuggum í Cayenne, sem er höfuðborgin, og húsið okkar var á strönd- inni. Það var mjög þægilegt og börnin voru mjög frjáls. Það var ekki þetta stress eins og í París heldur gekk lífið mjög hægt fyrir sig. Félagslífið var líka mjög ríkt því það var mikið af Frökkum að koma og fara og allir í rauninni að leita að vinum. Það var alltaf verið að gera eitthvað saman, eins og að fara í helgarferðir út í skóg þar sem við sváfum í hengirúmum í húsi með engum veggjum, bara þak í rauninni. Þetta var algjört ævintýri! „Þetta er bara malaría“ „Ég bjó alls níu ár í Gvæjana. Mér fannst mjög gaman að búa þar og leið ofsalega vel. Eins og veðrið er í rauninni gott þar er ofboðslega Ásta lék hafmeyju í frönskum sjón- varpsleik: Le Tré- sor de Pago Pago. Útþráin spann örlögin Óhætt er að segja að Ásta Garðarsdóttir hafi lifað æv- intýralegu lífi og gengið í gegnum ýmsar raunir. Hún gerð- ist óvænt fyrirsæta eftir frönskunám aðeins tvítug að aldri sem leiddi hana um höf heimsins. Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is ’Það frábærasta sem ég hef gert var að fá borgað fyrir það að kafa ífimm mánuði hjá Turks and Caiscos eyjunum sem eru rétt fyrirneðan Bahamas eyjarnar í Karabíska hafinu. Þar vorum við nokkrarfyrirsætur að leika hafmeyjur í sjónvarpsleik sem var tekinn upp þar. Á Tonga-eyjum við upp- tökur á frönskum alda- mótasjónvarpsþætti. VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.