Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016
Þ
egar grúskað er í göml-
um blöðum má finna
ýmislegt um prestinn
Davíð Þór Jónsson.
Hann hefur leikið í leik-
ritum, spilað í hljómsveitum, unnið
við leikmyndagerð, leikstýrt, búið til
litla bíómynd, þýtt fyrir sjónvarp,
unnið í útvarpi, ritstýrt Bleiku og
Bláu, staðið á sviði og skemmt fólki
með gríni auk þess að skrifa bækur,
en von er á unglingabókinni Stiga-
menn í Stigsskógum á næstunni.
Oftar en ekki hefur hann verið á
milli tannanna á fólki, enda óhrædd-
ur við að segja sínar skoðanir þótt
þær eigi það til að ögra náunganum.
Davíð hefur nú fundið köllun sína
sem prestur og er sáttur við það
hlutskipti sem hann valdi sér sjálfur.
Við setjumst niður saman á skrif-
stofu hans í Laugarneskirkju á öðr-
um vinnudegi hans. Hann segist
spenntur fyrir komandi ævintýri
með nýjum söfnuði og nýju starfs-
fólki. Yfir kaffinu spjöllum við um
lífið, sem hefur tekið ýmsar beygjur
og snúninga en að lokum leitt hann
þangað þar sem hann er núna.
Ljóðalestur í æsku
Davíð segist hafa verið alvarlegt
barn sem fann sig best í ljóða-
bókalestri og krossgátum og stefndi
ungur á að verða skáld. Hann hafði
mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og
pólitík strax á unga aldri, enda móð-
ir hans virk í Alþýðubandalaginu í
Hafnarfirði og pólitík gjarnan rædd
á heimilinu. Davíð var fjórtán ára
þegar grein birtist í Morgunblaðinu
þar sem þrír ungir menn eru spurð-
ir: Hvers minnast þeir helst frá
1979? Besti vinur hans, Steinn Ár-
mann Magnússon, man aðallega eft-
ir tónleikum með HLH-flokknum og
óskar eftir að fleira sé gert fyrir
ungt fólk. Davíð minnist helst
stjórnarslita og kosninga ásamt
komu víetnömsku flóttamannanna.
Hann hlær þegar ég sýni honum
greinina og segir þetta dæmigert
fyrir þá vini. „Ég er alinn upp við
það að ræða um þjóðfélagsmál. Ég
man ekki nákvæmlega hvaða stjórn-
arslit þetta voru en þau hafa greini-
lega verið dramatísk og til umræðu á
mínu heimili,“ segir hann.
Davíð bjó á Seljavegi til tíu ára
aldurs en flutti þá til Hafnarfjarðar,
þar sem hann bjó til fullorðinsára.
„Ég óx úr grasi í Hafnarfirði og er
stúdent úr Flensborg og mínir nán-
ustu vinir eru þaðan, þannig að ég lít
á mig sem Hafnfirðing,“ segir hann.
Davíð var strax farinn að semja
mikið sem barn og unglingur. „Já,
ég ætlaði alveg að fá þrjár, fjórar
opnur í Skólaljóðum II, eftir minn
dag,“ segir hann og hlær. „Þessir
kallar voru mín „idol“. Aðallega
Steinn Steinarr, hann var síðastur
og flottastur og það kemst enginn
með tærnar þar sem hann er með
hælana.“
Absúrd súrrealískur húmor
Þótt Davíð hafi verið alvarlegt barn
varð hann þjóðþekktur fyrir grín.
„Grínið kemur seinna, svolítið í
kringum hljómsveitina Káta pilta í
Hafnarfirði. Við Steinn Ármann og
fleiri vorum unglingagalgopar með
okkar húmor. Eftir menntaskóla fer
Steinn að læra leiklist og fer að gera
eitthvert uppistand og var einn af
þeim fyrstu til að gera það, að er-
lendri fyrirmynd. Á þessum tíma var
Spaugstofan, með fullri virðingu fyr-
ir þeim hæfileikamönnum, allt í öllu í
íslensku gríni, ásamt Gísla Rúnari,
Ómari og Ladda. Íslenskt gaman-
efni var „slapstick“ og revíuhúmor
með fettum og geiflum. Það var ekk-
ert mikið um húmor orðsins. Við
vorum þá að horfa á annars vegar
Monty Python með sínum steikta
absúrda súrrealíska húmor og hins
vegar á útlenska uppistandara, eins
og Eddie Murphy. Þetta voru okkar
fyrirmyndir,“ segir Davíð. „Svo ger-
ist það að Steinn er að gera uppi-
stand um hvað útvarpsmenn séu vit-
lausir. Honum er þá boðið að gera
útvarpsþátt og nennti ekki að standa
í því einn og bauð mér að vera með
og varð þá til Radíus. Þarna erum
við að taka það sem er heitast og vin-
sælast erlendis og þýða það og stað-
færa. Þetta var absúrd bjánahúmor
þar sem „punch-línan“ var auka-
atriði, og hins vegar það sem var þá
svo heitt í uppistandi, neðanbeltis
groddahúmor,“ útskýrir Davíð, en
margir muna vel eftir þeim Radíus-
bræðrum.
Valdi skemmtanabransann
Á þessum tíma var Davíð byrjaður í
guðfræðinámi eftir að hafa reynt
fyrir sér þrisvar í inntökupróf í leik-
listarskólanum. „Ég ætlaði alltaf að
verða leikari, ég ákvað það átján ára
gamall. En í þrjú ár í röð lenti ég í 16
manna hópi, í lokaúrtakinu en komst
ekki inn,“ segir hann.
Davíð stóð þarna á tímamótum;
stóð í skilnaði við fyrstu konu sína,
sem hann átti tvö börn með. „Þegar
ég var búinn að gefa þann draum
upp á bátinn að leika opnaðist tæki-
færi. Og ég tók þá ákvörðun að segja
mig úr guðfræðinni og gerast
skemmtikraftur,“ segir hann.
Hvað er heillandi við að standa á
sviði og skemmta fólki?
„Góð spurning! Það bara er það.
Kannski vill maður vera vinsæll. Við
Steinn vorum báðir lagðir í einelti í
grunnskóla, vorum hafðir útundan
og þóttum ekki flottastir. Við
kannski kynntumst í gegnum það að
vera útskúfuð „nobody“. Við lágum
vel við höggi. Kannski að einhverju
leyti blundar það í manni að vilja
vera dáður af því að maður þekkir
svo innilega vel hvernig er að vera
það ekki. En svo er það líka annað,
þetta er rosalega erfitt og það er nú
bara þannig að því fylgir miklu meiri
vellíðan að gera eitthvað erfitt vel en
að gera eitthvað auðvelt vel. Og þeg-
ar maður stendur uppi á sviði með
stóran sal fyrir framan sig, með sitt
eigið efni og með salinn í lófanum,
upplifir maður sig stóran og
sterkan.“
Rokkstjörnur í brennivíni
Davíð segir að skemmtibransalífinu
hafi fylgt mikið djamm. „Við túr-
uðum um landið og það var slegist
um okkur og við höfðum ágætar
tekjur. Vorum bara rokkstjörnur og
nýttum okkur það. Drukkum mikið
brennivín,“ segir hann, en við tók
langt tímabil þar sem drykkjan jókst
með tilheyrandi vanlíðan. „Níutíuog-
sjö er ég að vinna við Gettu betur og
þar var ung stúlka stigavörður sem
heillaði mig upp úr skónum mjög
fljótt. Og ég átti því láni að fagna að
ég náði að heilla hana á móti. Við
byrjuðum saman sem par og það
skrúfaði niður þennan lifnað og við
fórum að búa saman. Hún heitir
Katrín Jakobsdóttir og er í dag for-
maður VG,“ segir hann og entist
sambandið í sjö ár en endaði svo árið
2004. „Það hangir í beinu samhengi
Davíð Þór Jónsson er nýráð-
inn sóknarprestur í Laugar-
neskirkju. Hann telur að fólk
beri traust til sín þrátt fyrir
að leið hans í hempuna hafi
verið óvenjuleg.
Henti gamla lífinu í ruslið
Davíð Þór Jónsson hefur komið víða við um ævina en hefur nú fundið köllun sína. Hann er nýráðinn sóknarprestur í Laugarnes-
kirkju og tekur þangað með sér marga lífsreynsluna. Davíð ræðir um æskuna, grínið og glímuna við Bakkus, sem tók af honum
völdin um stund. Hann hlakkar til að takast á við nýja starfið og talar opinskátt um lífið, trúna og stöðu íslensku kirkjunnar.
Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is