Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 8
ANNA WINTOUR hefur verið ritstjóri bandaríska Vogue frá 1988, tímarits sem oftar en ekki er kallað „tískubiblían“. Hún hefur jafnframt verið listrænn stjórnandi útgáfunnar Condé Nast frá árinu 2013. Hún byrjaði ferilinn í tísku- heiminum í heimalandinu Bretlandi. „Ég held að faðir minn hafi í raun ákveðið fyrir mig að ég ætti að vinna í tískuheiminum,“ sagði hún í heimildarmyndinni The September Issue. Hann útvegaði henni starf í hinni áhrifamiklu búð Biba í London þegar hún var 15 ára. Árið eftir hætti hún í skóla og fór í þjálfun hjá Harrods-stórversluninni. Foreldrar hennar hvöttu hana til að sækja námskeið tengd tísku en hún hætti námi og sagði að annaðhvort vissi maður hvað tíska væri eða ekki. Eftir það vann hún hjá tímaritinu Oz og síðar Harper’s & Queen þar sem henni tókst að skapa sér nafn. Hún flutti til New York með þáverandi kærasta sínum, John Bradshaw. Hún varð aðstoðar- tískuritstjóri hjá Harper’s Bazaar árið 1975 en vann síðan hjá fleiri tímaritum í borginni þangað til hún hóf vinnu hjá Vogue árið 1983. Fyrsta ritstjórastarfið hennar var hjá breska Vogue árið 1985. Þegar hún tók við sagði hún upp fjölmörgu starfsfólki og breytti stefnu þess talsvert, svo það minnti meira á bandarísku blöðin. Hún þykir gall- harður stjórnandi og er sögð vera köld í framkomu. Sagt er að Lauren Weisberger, fyrrverandi aðstoðarkona Wintour, hafi byggt persónu sína, ritstjórann Miröndu Priestly í The Devil Wears Prada, á henni, en hún var afar krefjandi karakter. Árið 1987 sneri hún síðan aftur til New York til að taka við House & Garden áður en hún fór að stýra Vogue ári síðar. Með Wintour komu nýir straumar og stefnur. Forsíðurnar höfðu ein- kennst af vel þekktum fyrirsætum og nærmyndum í tíð fyrirrennara hennar. Hún ákvað að sýna stærri hluta líkamans og forsíðumyndirnar voru gjarnan teknar úti, rétt eins og einn frægasti ritstjóri tímaritsins, Diana Vreeland, hafði gert mörgum árum áður. Wintour notaði minna þekktar fyrirsætur og blandaði hátísku við ódýrari föt. Fyrstu forsíðu hennar má sjá hér til hliðar, nóvember 1988. Peter Lindbergh tók þessa mynd af hinni 19 ára gömlu Michaelu Bercu í gallabuxum við rándýran skreyttan jakka sem var hönnun Christian Lacroix. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem gallabuxur komust á for- síðuna. Síðar hefur ritstjórinn sagt aðspurð að þetta sé uppáhalds for- síðan hennar. Hún hefur verið óhrædd við breytingar og til að mynda fengið frægar leikkonur til að sitja fyrir á forsíðu í stað fyrirsæta. ingarun@mbl.is Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016 ÆSKAN Anna Wintour fæddist í London árið 1949. Foreldrar hennar eru Charles Wintour, ritstjóri dag- blaðsins Evening Standard, og Eleanor „Nonie“ Trego Baker en Nonie var bandarísk og dóttir lagaprófessors við Harvard. Þau eru bæði látin. Hún á fjögur systkini; James, Noru, Gerald og Patrick en sá síðastnefndi er blaðamaður á breska dagblaðinu The Guardian þar sem hann stýrir pólitískri umfjöll- un. Hún gekk í einkaskólann North London Collegiate School. Þar mótmælti hún reglum um klæðaburð með því að stytta skólapilsin sín. Þegar hún var 14 ára gömul fékk hún sér stuttu og beinu klippinguna sem hún er enn með í dag. Hún fékk áhuga á tísku meðal annars í gegnum unglingatímaritið Seventeen, sem amma hennar sendi henni frá Bandaríkjunum. Hún hefur líka sagt að stemningin í London á sjöunda áratugi síðustu ald- ar hafi haft mikið að gera með það en þá var London miðpunktur unglingatískunnar. Faðir Wintour var ritstjóri Evening Standard. AFP Úr blaðamanna- fjölskyldu ÍÞRÓTTIR Anna Wintour er einlægur aðdáandi tennisíþróttarinnar. Hún fylgist ekki aðeins vel með mótum heldur spilar hún líka sjálf. Hún er sögð vakna klukkan sex á morgnana, gera æfingar og spila tenn- is. Eftir það fer hún í greiðslu og síðan bíður hennar bíll sem keyrir hana klukkan átta í vinnuna. Á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna í sumar var hún ekki í partýi vestra heldur mætt á Wimbledon til að fylgjast með þessu sterka tennismóti. Hún mætti á sjö- unda keppnisdegi og fylgdist þá með góðvini sínum Roger Federer vinna Steve Johnson. Sagt er að Karl Lagerfeld hafi látið byggja tennisvöll við hús sitt í Biarritz í Frakklandi til að fá Wintour til að koma í heimsókn. Spilar tennis á morgana AFP STJÓRNMÁL Wintour styður Hillary Clin- ton í baráttunni við Donald Trump um að verða næsti Bandaríkjaforseti. Vogue hvetur ungt fólk til pólitískrar þátttöku og notar tímaritið samfélagsmiðla sína til þess að hvetja fólk til þess að skrá sig á kjörskrá. Í byrjun þessa mánaðar hélt hún síðan fjár- öflunartískusýningu og veislu fyrir Clinton. Hún fór fram undir nafninu „Made for Hi- story“ og var haldin á Manhattan í New York. Þar var til sölu ýmiss konar varningur sem var sérstaklega gerður af þessu tilefni. Til dæmis höfuðklútur eftir Thakoon á 2.900 krónur og stuttermabolur, sem er hönnun Marc Jacobs, á 6.900. Allur ágóði af sölu rennur beint í kosningasjóð Clinton. Þess má geta að Hillary Clinton varð fyrsta forsetafrúin til að prýða forsíðu Vogue í desember 1998. AFP Styður Hillary Hillary Clinton nýtur góðs af stuðningi Önnu Wintour. Áhrifamesta kona tísku- heimsins AFP Wintour ásamt dóttur sinni, Bee Shaffer, og feðgunum David og Brooklyn Beckham á sýningu Victoriu Beckham. ’Wintour hætti í skólasextán ára gömul og fór íþjálfun hjá Harrods-stór-versluninni. Fyrsta forsíða Önnu Wintour hjá Vogue í nóvember 1988. Wintour á fremsta bekk með einni tennisstjörnu, Caroline Wozniacki, til að fylgjast með fatalínu annarrar tennisstjörnu, Serenu Williams. Íslensk hönnun innblásin af náttúru Íslands púðaver, slæður, fatnaður, sendum frítt um allt land. Nánari upplýsingar á blacksand.is Pantanasími 896 8771 info@blacksand.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.