Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.10.2016, Blaðsíða 40
West er fæddur og uppalinní borginni Tulsa í Okla-homa í Bandaríkjunum. Hann var ekki nema 19 ára þegar hann fékk fyrstu uppskriftina sína birta í virtu prjónablaði og varð fljót- lega vinsæll og eftirsóttur hönnuður. Hann fór síðar í danshöfundanám til Amsterdam, þar sem hann býr enn og rekur garnverslunina Stephen & Penelope ásamt vinkonu sinni, þar sem þau hafa til sölu garn sem þau láta sérlita fyrir sig, auk þess að halda ótal námskeið og prjónakvöld. Gaman að leika sér með liti og form Nýlega gaf West út sjöttu prjóna- bókina sína; Westknits Bestknits, en í henni má finna uppskriftir að þrett- án dásamlegum sjölum, hverju öðru fallegra. Þessi sjöl eru mikið prjónuð af íslenskum prjónurum, en sam- kvæmt eiganda hannyrðaverslunar- innar Storksins er West vinsælasti prjónahönnuður á Íslandi í dag. „Ég myndi segja að sjöl væru vörumerkið mitt. Ég byrjaði að hanna sjöl fyrir sjö árum og þau hafa síðan einkennt hönnun mína. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að leika mér með afgerandi lita- samsetningar og búa til óvenjuleg form. Ég hanna líka peysur, húfur, teppi og alls konar hluti, en mér finnst alltaf skemmtilegast að hanna sjöl. Af hverju? „Það er svo frábært við sjöl að þau geta verið stór eða lítil, og þau þurfa ekkert endilega að passa á mann. Þetta snýst bara um að skapa djarft prjónles með áberandi litríku garni. Svo eru þau líka flott við flest föt. Það er t.d. líka mjög þægilegt og fyrirferðarlítið að vera með sjal á prjónunum, sem er frábært fyrir mig því að ég er alltaf að ferðast. Dotted Rays er uppáhaldssjalið mitt af því að það er svo skemmtilegt að prjóna þessa lögun. Þetta er fal- legt bogadregið sjal og aðferðin felst í stuttum ry- þmískum umferð- um. Það er auðprjónað og kemur bæði vel út í einlita útgáfu og brjál- aðri marglita útgáfu. Askews Me Shawl er líka æðislegt því ég er ein- faldlega háður tvílitu klukkuprjóni. Það er líka svo þykkt og gott, og æð- islegt á veturna.“ Tilfinningin og ryþminn West segist hafa lært að prjóna af vinum sínum í menntaskóla þegar hann var 16 ára gamall. „Ég hékk alltaf með tónlistar- og leiklistarkrökkunum og flestum okk- ar þótti gaman að dunda okkur við að búa til hitt og þetta. Á söngleikja- æfingum sátum við saman og prjón- uðum á göngunum. Við skipulögðum föndurkvöld þar sem við prjónuðum og settum göt í eyrun hvert á öðru.“ Hvað heillaði þig við prjónaskap- inn? „Ég varð strax ástfanginn af til- finningunni og ryþmanum sem fylgir því að prjóna. Ég var líka heillaður af því að geta búið til eitthvað einstakt úr bara einni garnhnotu. Ég byrjaði á því að prjóna trefla og húfur handa mér og vinum mínum. Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að klæða mig upp og með prjónaskapnum gat ég sjálfur búið til föt til að vera í. Núna er ég háður því að vinna með liti. Um leið og ég er búinn með eina flík byrja ég á þeirri næstu og þá í öðrum litum.“ Prjónandi í handprjón- uðum fötum West er mjög hrifinn af Íslandi og segir að sér finnist Ísland alltaf taka sér opnum örmum þegar hann kem- ur, sem er nokkrum sinnum á ári í það minnsta. „Stundum er ég í 2-3 daga, stund- um í 2-3 vikur til þess að prjóna og hanna uppskriftirnar mínar. Ég er oftast hjá Röggu vinkonu minni sem býr niðri í bæ [Ragnheiður Haralds og Eiríksdóttir, blaða- og kynlífs- blaðakona með meiru] því ég fíla hversdaglífið í Reykjavík; að sitja og prjóna á kaffihúsum, horfa á fólk og rölta um göturnar og að leita að kött- um – á meðan ég prjóna, auðvitað! Ef þið rekist á mig í Reykjavík verð ég bæði prjónandi og í handprjónuðum fötum. Vinir mínir Kyli og Stevie koma stundum með mér til Íslands. Þá dönsum við og tökum upp dans- og prjónamyndbönd í borginni. Eiginlega eru bestu minningar mínar frá Reykja- vík að sparka út í loftið og fara í splitt með bestu vinum mínum.“ Ferðastu stund- um út á land? „Já, ég hef gert það. Fyrsta ferðin mín var til Vest- fjarða og það var mjög áhrifarík ferð og full af andagift, náttúrufegurðin er svo rosaleg. Hofsós er líka einn af uppáhaldsstöðunum mínum með sinni fallegu sundlaug við hafið. Ég elska íslenskar prjónahefðir og hversu algengt það er um allt land að fólk prjóni. Mér finnst ég þannig geta verið ég sjálfur og kafað ofan í mína litríku prjónadraumóra. Svo eru líka fleiri kindur á Íslandi en fólk! Ef öll lönd hefðu fleiri kindur en fólk væru allir að prjóna úr notalegu ullinni og heimurinn væri betri stað- ur að búa á. Ferðamenn þekkja ekki ís- lenska framleiðslu „Ég hef hitt alls konar prjónafólk á Íslandi og kann í raun að meta allt sem það er að gera; allt frá hefð- bundna pjónaskapnum upp í til- raunakenndari litríkar prjónavörur. Mér finnst mjög gaman að koma auga á flottar lopapeysur úti á götu en verð líka mjög spenntur þegar ég sé prjónaflíkur úr annars konar garni og skærari litum.“ En hvað með prjónavörur í ferða- mannabúðunum? „Það eru mjög margar ferða- mannabúðir á Íslandi og margar af prjónaflíkunum þar eru ekki fram- leiddar á Íslandi. Mér finnst það mjög mikil synd því margir ferða- menn þekkja ekki muninn. Ég geng framhjá þessum búðum og held áfram að styrkja Handprjóna- sambandið og Rauða krossinn þegar ég er að leita alvöru handprjónuðum íslenskum peysum.“ Breytir lopapeysum í listaverk Er einhver íslenskur prjónahönn- uður sem þér finnst vera að gera góða hluti? „Steini vinur minn byrjaði nýlega að hanna íslenskar prjónavörur und- ir merkinu Steini Design. Mér finnst nálgunin hans mjög flott og nútíma- leg; hvernig hann notar íslensku ull- ina í munstraðar peysur, buxur og fylgihluti. Hann notar vélprjónaða ull sem er öll unnin á Íslandi ásamt handprjónuðu. Mamma hans Steina er líka snilldarprjónari. Ég var að prjóna klikkaðar leggings um árið og hún kláraði fyrir mig strenginn með aðdáunarverðri frágangstækni.“ Hvernig finnst þér að prjóna úr lopa? „Ég elska lopa og við erum alltaf með hann í búðinni okkar. Ég hef aðallega notað lopa í sokka, trefla og húfur. Þegar ég geri peysur vil ég að þær séu rosalega litríkar svo ég hef breytt hefðbundnum ís- lenskum lopapeysum í litrík lista- verk með því að bæta vösum og hettum á þær í öðrum áberandi lit- um.“ Ætlarðu að halda prjóna- námskeið á Íslandi bráðlega? „Það er verið að skipuleggja ferðalag fyrir mig til að kynna nýju bókina mína Westknits Bestknits og það væri rosalega gaman að koma til Íslands og halda nám- skeið. Mér þætti dásamlegt að ýta undir sköpunarfrelsi í prjónaskap með því að deila mínum litríku upp- skriftum með íslensku prjónafólki,“ segir Stephen West að lokum. Háður litum og tvílitu klukkuprjóni Stephen West er einn virtasti prjónahönnuður í heimi. Hann elskar sjöl, litasamsetningar og form. Honum finnst æðislegt að vera í Reykjavík að prjóna á kaffihúsum, elta ketti og fara í splitt. Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is ’Mér þætti dásam-legt að ýta undirsköpunarfrelsi íprjónaskap með því að deila mínum litríku uppskriftum með ís- lensku prjónafólki. West með The Doodler sem er eitt af hans allra vinsælustu sjölum. Ljósmynd/Westknits LESBÓK Stertabenda eftir Marius von Mayenburg í leikstjórn og þýðinguGrétu Kristínar Ómarsdóttur verður sýnd í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu í dag, laugardag, kl. 17 og annað kvöld, sunnudag, kl.19.30. Stertabenda í Kúlunni 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.10. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.