Morgunblaðið - 04.10.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 04.10.2016, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 Schäffer liðléttingarnir eru langmest seldu liðléttingarnir á Íslandi með um 400 vélar í notkun meðal ánægðra viðskiptavina. Kr. 2.780.000 Verð án vsk. (3.447.200 m. vsk) Með skóflu og greip. Verð frá: Schäffer Lader 2024 SLT Fleiri stærðir í boði! Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Morgunblaðið/Eggert Sólheimajökull Aftur má ganga þar. Jarðskjálftahrinunni sem hófst í Kötlu á fimmtudaginn í síðustu viku er lokið. Þetta er mat vísindaráðs Al- mannavarna sem fundaði í gær- morgun. Í framhaldi af fundinum ákvað lögreglan á Suðurlandi að opna að nýju veginn að Sólheima- jökli og fyrir gönguferðir á jökulinn. „Þessi hrina er sú öflugasta sem hefur komið í Kötlu í nokkra áratugi og það verður fylgst vel með Kötlu áfram,“ segir Magnús Tumi Guð- mundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sem situr í vís- indaráðinu. Hann segir mikla virkni búna að vera í Kötlu í allt haust. „Við vitum ekki hvort þetta er einhver endapunktur, eða bara skref í ein- hverri atburðarás. Það verður bara að koma í ljós.“ Magnús Tumi segir vísindaráðið hafa rætt á fundi sínum hvernig leita megi leiða til að reyna að skilja at- burðarásina betur. Veðurstofan setti um helgina upp skjálftamæla á Aust- mannsbungu og í Grænufjöllum í suðurjaðri jökulsins og þá kom Jarð- vísindastofnun einnig fyrir GPS- mæli í Grænufjöllum. „Það er ekki auðvelt að fylgjast með Kötlu,“ segir hann, „en það var bætt við vöktunar- kerfið til að reyna að skilja betur þessa jarðskjálfta sem eru í gangi.“ Hann segir vetrarveðrin framund- an ekki auðvelda mönnum þá vinnu. „Katla tekur á sig öll veður og allar lægðir sem á land koma.“ Þá geti eins metra þykkt snjólag sest í Kötlu á skömmum tíma og allt slíkt geti haft áhrif á mælitækin. „Það er reynt að setja upp tæki og ganga þannig frá þeim að þau standist vetrarveðr- in og virki sem lengst, en þetta er ekki auðvelt,“ segir Magnús Tumi. „En það eru feikilega góðir og öfl- ugir tæknimenn sem sinna þessu, bæði hjá Veðurstofunni og Jarðvís- indastofnun.“ annaei@mbl.is Hrinunni í Kötlu lokið  Fleiri mælitæki sett upp til að fylgjast betur með Kötlu Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þrettán ný undirgöng og brýr verða á 12 km kafla á hringveginum, á milli Hveragerðis og Selfoss, þegar lokið hefur verið við breikkun hans. Þá verður vegamótum fækkað úr rúmlega þrjátíu niður í fern á þess- um kafla sem þykir einn sá hættulegasti á hringveginum. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir við breikkun veg- kaflans hefjist í fyrsta lagi haust- ið 2017. Byrjað verður á því að leggja 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum með vegriði. Öll undirbygging verð- ur byggð með 2+2 veg í huga strax í upphafi en slitlag- og efri burðarlög verða lögð sem 2+1. Því er gert ráð fyrir tveimur akreinum í hvora átt í framtíðinni en það sem ræður því að ekki verður farið í þá aðgerð strax er umferðarþunginn, hann þykir ekki vera kominn á það stig að hann kalli á tvær akreinar í hvora átt strax. Í dag aka tæplega 10 þúsund bílar á sólarhring þessa leið frá Kambarótum að Biskupstungna- braut en umferðin þarf að vera komin yfir 12-15 þúsund bíla á sól- arhring til að farið verði að athuga með tvær akreinar í hvora átt, sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni. Færist til á nokkrum köflum „Vegurinn verður ekki þessi hefðbundni 2+1 sem við könnumst við, þar sem skipst er á að nota miðjuakreinina í hvora átt, heldur verður þetta svokallað A22 snið sem er 22 m breitt þversnið með 3 m opnum miðdeili, sambærilegt þver- snið og á Reykjanesbrautinni nema þar eru 11 m á milli akbrauta. Akst- ursstefnur verða aðskildar með vegriði í miðdeilinum,“ segir Mar- grét Silja Þorkelsdóttir, hönnunar- stjóri verkefnisins hjá Vegagerð- inni, beðin um að lýsa veghönnuninni. Núverandi veglína verður notuð að miklum hluta en vegurinn færist til á nokkrum köflum. „Vegurinn kemur niður frá Kambarótum um 200 m sunnar við Hveragerði en hann er í dag og tengist aftur inn á núverandi veg inn á vegstæðið við Varmá. Þaðan mun vegurinn liggja í núverandi legu alveg að Kotströnd en þar mun nýr vegur stefna meira beint áfram til suðausturs og ekki koma að núverandi vegi fyrr en við vegamótin við Hvammsveg eystri. Þaðan liggur vegurinn í sama fari og núverandi vegur þar til hann slít- ur sig frá milli Ingólfsfjalls og Bisk- upstungnabrautar þar sem hann tekur stefnu að nýju brúarstæði yf- ir Ölfusá,“ segir Margrét. Vegamótin á þessum kafla verða fern; tvöfalt hringtorg verður við Hveragerði og aftur við vegamótin að Selfossi og Biskupstungnabraut. Þá verða svokölluð stefnugreind T- vegamót, með beygjuvösum, við Velli og Hvammsveg eystri. Við T- vegamótin verður vegurinn þrengdur í eina akgrein í hvora átt. Gert er ráð fyrir að mislæg vega- mót komi á alla þessa staði í fram- tíðinni þegar vegurinn verður 2+2 og verður tekið frá rými fyrir þau við þessar framkvæmdir. 11 km af hliðarvegum „Í dag eru yfir þrjátíu tengingar inn á þennan vegkafla og til að fækka þeim svona mikið byggjum við hliðarveganet sem þjónar svei- taumferðinni og beinir henni inn á hringveginn. Hliðarveganetið telur samtals um 11 kílómetra og er nú- verandi hringvegur nýttur sem hliðarvegur þar sem ný veglína vík- ur frá núverandi vegi. Til viðbótar við þessar framkvæmdir verður lögð heildstæð leið til hjólreiða á milli Hveragerðis og Selfoss sem hliðarvegirnir verða líka nýttir í. Við það verður hægt að vísa hjól- reiðum um öruggari leið af hring- veginum sem er ekki æskilegur til hjólreiða eftir þessar breytingar,“ segir Margrét. Þá verða níu undirgöng gerð, ým- ist akstursgöng fyrir bíla eða göngu- og reiðgöng. Þá eru brýr á fjórum stöðum, á hringveginum og hliðarvegum, yfir Varmá, Bakkár- holtsá og Gljúfurholtsá. Gert er ráð fyrir að þessum fram- kvæmdum ljúki 2021 og þá er stefnt á að hefjast handa við næsta kafla sem er að færa hringveginn austar áður en komið er að Selfossi og byggja nýja brú yfir Ölfusá. Lagður með 2+2 í huga  Hringvegurinn á milli Hveragerðis og Selfoss breikkaður í áföngum  Mun verða 2 + 1 með vegriði í miðjunni næstu árin  Vegamótum fækkað úr rúmlega 30 í fern Hringvegurinn » Markmið framkvæmdarinn- ar er aukið umferðaröryggi með aðskilnaði akstursstefna og fækkun tenginga við hring- veginn ásamt því að auka um- ferðarrýmd vegakerfisins milli Hveragerðis og Selfoss. » Með þessu verða þrjú hringtorg á stuttum kafla þeg- ar komið er að Selfossi; við Biskupstungnabraut, við Toyoto inn í Árbæjarhverfi og svo strax og komið er yfir Ölf- usárbrú. » Framkvæmdir hefjast í fyrsta lagi haustið 2017. Gert er ráð fyrir að þær taki 4-5 ár. Fyrirsögn hér Gamli vegurinn Nýi vegurinn Heimild: Vegagerðin Hveragerði Kotstrandarkirkja Ingólfsfjall Selfoss Hve agerði-Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Bogi Suðurlandsvegur Framkvæmdin er í framhaldi af breikkun Hellisheiðar og verður með svipuðu sniði frá Kambarótum að Biskupstungnabraut. Margrét Silja Þorkelsdóttir Ákæran hefur svert mannorð mitt, fullyrti Hreiðar Már Sig- urðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings, sem lýsti sig saklaus- an af ákæru um innherja- og um- boðssvik þegar mál gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Honum fannst það æru- meiðandi að gefið væri í skyn að hann hefði rænt Kaupþing. Hann er sakaður um að hafa mis- notað aðstöðu sína og stefnt fé bank- ans í hættu þegar hann lét bankann veita einkahlutafélaginu Hreiðari Má Sigurðssyni ehf. 574 milljóna króna eingreiðslulán í ágúst 2008. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrver- andi fjármálastjóri Kaupþings, er einnig ákærð fyrir hlutdeild í umboðssvikum en hún mætti ekki til þingfestingar í gær. Hreiðar Már lýsti því yfir að ekki væri hægt að ganga út frá hlutlægni af saksóknarans hálfu. Mannorðið svert með ásökunum  Hreiðar Már sóttur til saka Hreiðar Már Sigurðsson Sverrir Geir- mundsson, sonur Geirmundar Kristinssonar sem ákærður er meðal annars fyr- ir umboðssvik í starfi sínu sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, sagðist ekki skorast und- an því að bera vitni fyrir dómi í máli föður síns í gær. Varðar málið meðal annars um- boðssvik þar sem Geirmundur er talinn hafa misnotað aðstöðu sína, sem stjórnarformaður dótturfélags sparisjóðsins, einkahlutafélagsins Víkna, þegar hann framseldi stofn- bréf í Sparisjóði Keflavíkur að verð- mæti tæplega 700 milljónir króna, frá Víkum til einkahlutafélagsins Fossvogshyls í lok árs 2007, án þess að nokkuð endurgjald kæmi fyrir. Enginn lánasamningur var gerður og ekki var gengið frá neinni trygg- ingu. Sama dag og stofnfjárbréfin voru skráð á Fossvogshyl var félagið framselt frá Deloitte til sonar Geir- mundar, Sverris Geirmundssonar. Sonur vitnar í máli föður Geirmundur Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.