Morgunblaðið - 04.10.2016, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.10.2016, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Hvernig líst Steinu á tiltæki ykkar? „Hún er voðalega montin. Í gær þegar hún átti að fara í háttinn maldaði hún í móinn og sagði að litlir rithöfundar mættu nú líka alveg leika sér.“ Guðni Már segir þau Steinu verja miklum tíma saman tvö ein, enda sé hann heimavinnandi. Fjöl- skyldan býr í Vogum á Vatnsleysu- strönd, þar sem Steina er í leikskól- anum Suðurvöllum. Kona Guðna Más og mamma Steinu, Maria Lebe- deva, stundar ljósmyndanám í Tækniskólanum og kemur oft ekki heim fyrr en seint á kvöldin. „Þá sitj- um við Steina saman og spjöllum, horfum á tunglið eða bíðum eftir norðurljósunum til dæmis. Um dag- inn sagði hún að ef maður horfði nógu lengi upp í himininn gæti mað- ur líka séð hús guðs. „Ertu viss um það?“ spurði ég. „Þegar maður er dauður þá fer einhver kona með mann upp í himnaríki, bankar á dyrnar og þá kemur bara einhver „sánkti“ og skutlar manni bara inn,“ útskýrði hún. Svona eru nú samtölin okkar á heimspekilegum nótum,“ segir Guðni Már og kveðst jafnan ýta undir frásagnargleði dóttur sinnar og tala kannski fullorðins- legar við hana en almennt tíðkast við svona ung börn. Óvæntur gleðigjafi Hugarflug Steinu á sér lítil tak- mörk og hún lætur sér fátt óviðkom- andi. „Tveggja ára var hún andvaka eitt kvöldið því hún hafði svo miklar áhyggjur af að fuglunum væri kalt. Henni fannst líka ósanngjarnt að þeir væru alltaf að syngja fyrir hana og hún gerði ekkert fyrir þá í stað- inn. Svo linnti hún ekki látum fyrr en hún fékk að fara með harmonikk- una sína niður á Fitjar og spila fyrir þá.“ Guðni Már var tæplega sextug- ur þegar Steina leit dagsins ljós. „Óvæntur gleðigjafi enda hafði ég ekki reiknað með að eignast barn á gamals aldri. Eldri dóttir mín, Katr- ín Ísafold, sem er 22ja ára, og búin að gera mig að afa, hefur oft spurt mig hvað hún hafi sagt eða gert þeg- ar hún var lítil. Því miður verður fátt um svör því ég man ekki nokkurn skapaðan hlut annað en að hún hafi verið skemmtileg. Minnisglöp mín að þessu leytinu og líka vegna þess að ég geri mér grein fyrir að ég verð ekki lengi með henni Steinu minni varð til þess að ég fór að skrá samtöl okkar.“ Kynntust á tónlistarsíðum Upp úr dúrnum kemur að tilurð Steinu, ef svo má að orði komast, á rætur í tónlistaráhuga foreldranna. Guðni Már var um margra ára skeið með Popplandið og aðra tónlistar- þætti á Rás 2, auk þess sem hann spilaði með hljómsveitunum Tass og Rasp í eina tíð, sendi frá sér plötur og samdi texta fyrir tónlistarmenn. „Við Maria, sem er rússnesk, kynntumst á Facebook-síðum þar sem fólk tjáði sig um tónlist. Ég merkti fljótt að þarna fór kona sem tengdi mikið við íslenska tónlist og bakaði mig alveg í vitneskju um ís- lenskar hljómsveitir. Þar sem ég er atvinnumaður fannst mér það súrt í broti en líka svolítið magnað,“ segir Guðni Már, sem endaði með að fara til Pétursborgar og hitta hana að máli. Neistaði strax á milli ykkar? „Tja, það var ekki bara tónlistin þegar upp var staðið, þótt tæp þrjá- tíu ár séu á milli okkar. Hún fluttist til Íslands og rúmu ári síðar fæddist Steina,“ svarar Guðni Már. Þau hjónin eiga fleira sameigin- legt en Steinu og tónlistaráhugann. Bæði eru frístundamálarar. Guðni hefur haldið nokkrar málverkasýn- ingar í áranna rás og í hittifyrra opn- uðu þau saman sýningu. Verk Mariu draga yfirleitt dám af landslagi og gömlu impressjónistunum, en tón- listin speglast í verkum Guðna Más. „Ég nota heiti minna uppáhaldslaga og „fantasera“ út frá þeim,“ segir hann og nefnir sem dæmi eldgamalt lag Rolling Stones, Lady Jane, sem birtist í einu málverka hans sem frekar ófríð kona með flugvélar fljúgandi út úr höfðinu. „Táknmynd Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Guðni Már,“ er svarað í sím-ann. Röddin er hás ográm, allsendis ólík GuðnaMá Henningssyni, sem staðið hefur Næturvaktina á Rás 2 á laugardagskvöldum í meira en tvo áratugi. Sá er samt maðurinn. „Fyr- irgefðu, ég er aðeins lasinn, hósti og leiðindi. Ég veit ekki hvað þetta á eiginlega að þýða,“ segir hann svo en færist í aukana þegar hann er spurð- ur hvort hann treysti sér í smáspjall um væntanlega bók þeirra Steinu Elenu, fjögurra ára dóttur sinnar. Fjögurra að verða fimm svo því sé haldið til haga, en hún á afmæli 9. nóvember og þá verður bókin Það er rafmagnslaust hjá selunum væntan- lega komin út. Að því tilskildu að áætlanir þeirra feðgina standist og þau nái söfnunarmarkmiði sínu á Karolina fund. Í dag er síðasti séns að veita ritverkinu brautargengi. Heimspekilega þenkjandi „Ég er svo heppinn að eiga þessa dásamlegu stúlku, Steinu Elenu. Við spjöllum mikið saman og höfum alltaf gert síðan hún fór að tala um tveggja ára aldurinn. Hún er mjög heimspekilega þenkjandi og mikil sögumanneskja. Samtölin spanna allan heiminn og geiminn og langt niður í undirdjúpin. Mér þóttu tilsvör hennar og sýn á heiminn skemmtileg, á stundum fullorðins- legri en hæfði aldrinum og fór að skrá þessi samtöl okkar. Ég kunni ekki aðra leið til að varðveita sög- urnar en að setja þær á Facebook því þá gilti einu þótt tölvan klikkaði. Smám saman fór ég að fá viðbrögð og fólk spurði mig hvort ég ætlaði ekki að gefa þær út á bók,“ segir Guðni Már um aðdraganda útgáf- unnar. Þótt svör hans væru á þá leið að sögurnar væru bara fyrir litlu stelp- una hans og mömmu hennar, lét hann tilleiðast þegar vinur hans, Karl Th. Birgisson, bauðst til að sjá um fram- kvæmdina. „Hann sagði að ég þyrfti ekkert að gera, bara gefa sér leyfi til að vinna úr þessu. Karl valdi 65 sögur af samtölum okkar Steinu og nú verð- ur ekki aftur snúið.“ Rithöfundar mega líka leika sér Feðginin Guðni Már Henningsson og Steina Elena, fjögurra ára, sitja löngum stund- um og ræða á heimspekilegum nótum um alla heima og geima. Guðni Már hefur skráð samtölin og birt á Facebook, en hyggst í kjölfar fjölda áskorana gefa 65 þeirra út á bók. Það er rafmagnslaust hjá selunum nefnist hún og er fyrir fólk á öllum aldri. Listin Málverk eftir Guðna Má, inn- blásið af lagi Rolling Stones, You can’t always get what you want. Ljósmynd/Rafn Sig. Á vaktinni Guðni Már hefur staðið Næturvaktina á Rás 2 í meira en tvo ára- tugi og á í sérstöku trúnaðarsambandi við hlustendur. Litla skáld- konan Steinu Elenu finnst gaman að hjóla og leika sér. Maria, mamma henn- ar, tók þessa mynd heima í Vogum. Ferðaskrifstofan Farvel heldur kl. 17.30 í kvöld kynningarfund um hjóla- ferð um Taíland, Víetnam og Kambó- díu dagana 10. – 25. febrúar 2017. Ferðin hefst í Bangkok, höfuðborg Taílands og þaðan liggur leiðin yfir til Kambódíu þar sem rústir Angkor og höfuðborgin Phnom Penh mæta hjólaköppum. Í Víetnam verður hjólað um árósa Mekong alla leið suður til Saígon. Fararstjóri er Eiríkur Viljar. Fundurinn er haldinn á skrifstofu Farvel við Suðurlandsbraut 22 (Lyfja- vershúsið, 4. hæð, gengið inn baka til). Vefsíðan www.farvel.is Asía Hjólaferðin hefst í Bangkok. Hjólaferð í Suð- austur-Asíu Valgerður H. Bjarnadóttir fer í hlut- verk Þórunnar hyrnu, landnámskonu í Eyjafirði, kl. 20 í kvöld, þriðjudag 4. október, í Hannesarholti. Valgerður segir sögu Þórunnar og systur henn- ar Auðar djúpúðgu. Sagan geymir nokkur minni um Auði, líf hennar, uppruna og dauða, en minna er vitað um Þórunni. Íslend- ingar geta margir hverjir rakið ættir sínar til þeirra systra, sem höfðu veruleg áhrif á mótun samfélagsins við landnám. Leikþættinum, sem er rúmur hálf- tími, er fylgt eftir með umræðum. Einleikur og spjall Þórunn hyrna og Auður djúpúðga Morgunblaðið/Kristinn Einleikur Valgerður er félagsráðgjafi, með MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu. Viðburðir vetrarins á vegum Snorra- stofu hefjast fyrir alvöru í október. Fyrst á dagskránni er námskeið um borgfirskar skáldkonur kl. 20 í kvöld, þriðjudaginn 4. október, í Landnáms- setrinu í Borgarnesi. Fyrsta prjóna- bóka-kaffi bókhlöðunnar verður svo á sínum stað kl. 20, fimmtudaginn 6. október. Helga Kress, bókmenntafræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Ís- lands, leiðir námskeiðin, sex talsins, til skiptis á sögulofti Landnámsset- urs og í Snorrastofu. Fjallað verður um borgfirskar skáldkonur í íslenskri skáldskaparhefð með áherslu á yrkis- efni þeirra, einkenni og áhrif, ásamt viðtökum og stöðu í bókmenntasög- unni. Þess má geta að fyrsta íslenska skáldkonan sem verulegur skáld- skapur hefur varðveist eftir er borg- firsk. Fyrsta bókin sem prentuð var eftir íslenska konu er eftir konu úr Borgarfirði. Fyrsta ljóðabókin sem kom út eftir konu á Íslandi er eftir borgfirska konu. Nokkur bestu skáld tuttugustu aldar eru borgfirskar skáldkonur. Yfirskrift námskeiðsins í kvöld er „Þótt svanurinn betur syngi en hún“ og fjallar um Steinunni Finnsdóttur (1640 - 1710) og upphaf borgfirskra kvennabókmennta í þjóðkvæðum, sagnadönsum, rímum, óbirtum hand- ritum og matreiðslubók. Námskeiðin eru samstarfsverkefni Snorrastofu, Landnámsseturs og Sí- menntunarmiðstöðvarinnar á Vestur- landi. Prjóna-bóka-kaffið er kvöldstund í bókhlöðunni þar sem setið er við hannyrðir, spjallað í anda baðstof- unnar gömlu og heitt kaffi er á könn- unni. Það verður hálfsmánaðarlega í vetur og er öllum opið. Námskeið um borgfirskar skáldkonur í Snorrastofu, menningar- og miðaldasetri í Reykholti „Þótt svanurinn betur syngi en hún“ Morgunblaðið/Einar Falur Bókmenntafræðingur Helga Kress bókmenntafræðingur og prófessor emeritus við HÍ leiðir námskeiðin. Skráning á námskeiðin: www. si- menntun.is/namskeid/borgfirsk- ar-skaldkonur-2/ Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.