Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ungverjargengu tilþjóðar-
atkvæðis um það,
hvort hlíta bæri
niðurstöðu ESB
um innflytjenda-
kvóta sem Ung-
verjaland skyldi
bundið af. Reglur atkvæðisins
sögðu að þátttöku helmings
skráðra á kjörskrá þyrfti til svo
niðurstaðan yrði bindandi. Tæp
45% kjósenda á kjörskrá tóku
þátt og rúm 98% höfnuðu kvóta
ESB.
Eftirtektarvert var hvernig
fréttastofa „RÚV“ höndlaði
frétt af málinu. Í fréttayfirliti
sjónvarpsins sagði: „Þjóðar-
atkvæði í Ungverjalandi um
móttöku flóttamanna hefur
enga þýðingu þar sem kjörsókn
var ekki nægjanleg. Niður-
staðan þykir mikill álits-
hnekkir fyrir þarlend stjórn-
völd.“ Ekki var minnst á það í
þessari fyrirsögn að 98,33%
nærri 45% kjósenda á kjörskrá
hefðu hafnað kröfum Brussel
en aðeins 1,67% sagt já við
þeim. Bíða varð frétta síðar í
útsendingunni til að heyra
minnst á það. Forvitnilegt
hefði verið að fá upplýst, hverj-
ir töldu niðurstöðuna vera
„mikinn álitshnekki fyrir þar-
lend stjórnvöld.“ Engin heim-
ild var nefnd og verður því að
álykta að þetta sé úrskurður
fréttastofunnar.
Hins vegar var bætt við yfir-
lýsinguna um að atkvæða-
greiðslan „hefði enga þýðingu“
að hún væri „merkingarlaus
vegna ónógrar þátttöku“.
Hvergi var minnst á hið hefð-
bundna orðtak hvort atkvæða-
greiðslan sé „bindandi“ eða
ekki.
Því síður var minnst á af-
stöðu ungverskra yfirvalda,
enda mátti ætla að þau hefðu
misst málið vegna hins „mikla
álitshnekkis“.
En strax og litið var í aðra
miðla breyttist myndin. Ung-
versk yfirvöld sögðu niðurstöð-
una vera mjög afgerandi. Afar
sjaldgæft væri að rúm 98%
kjósenda legðust á aðra hlið
deilumáls í þjóðaratkvæði.
Hér er engin afstaða tekin til
þess hvernig Ungverjar hefðu
átt að greiða atkvæði. Það er að
mestu þeirra mál. Þýðingar-
mikið er að samkvæmt reglum
þyrfti helming kjósenda á kjör-
skrá til, svo að niðurstaða yrði
bindandi. Það gefur þó ekki til-
efni til að fullyrða út í bláinn að
þessi afdráttarlausi vilji 45%
kjósenda „hefði enga þýðingu“
eða „væri merkingarlaus“. Þeir
sem þannig fjalla um fréttir
ættu að föndra við annað.
Í janúar 2012 fór fram
þjóðaratkvæði um það, hvort
Króatía skyldi ganga í ESB.
Mun alvarlegri og þýðingar-
meiri atkvæða-
greiðsla en sú sem
hér er umtalsefni. Í
því þjóðaratkvæði
tóku aðeins 44%
kjósenda á kjör-
skrá þátt og 66%
þeirra samþykktu
aðild. Mun óljósari
þjóðarvilji en í atkvæðagreiðsl-
unni í Ungverjalandi. Sá sem
vill sjá hvort fréttastofa „RÚV“
hafi ekki sagt þá hversu mikill
álitshnekkir sú atkvæða-
greiðsla var fyrir króatísk
stjórnvöld má leita lengi.
En hvað segja ungversk
stjórnvöld um málið, sem
„RÚV“ telur þýðingarlaust og
merkingarlaust? Í fréttum
BBC segir: „Ungverski for-
sætisráðherrann Viktor Orban
hefur lýst yfir sigri í þjóðar-
atkvæði um bindandi ESB inn-
flytjendakvóta, þrátt fyrir að
dræm þátttaka virtist þýða að
niðurstaðan væri ómarktæk
(invalid).“ (Orðið bindandi er
algengara.)
Samkvæmt BBC lýsti tals-
maður ríkisstjórnarinnar því
yfir að niðurstaðan væri bæði
siðferðislega og lagalega gild
fyrir Ungverjaland. Talsmað-
urinn skýrði þá afstöðu þannig
að 50% þátttöku hefði þurft til
að þingið væri skuldbundið til
að samþykkja niðurstöðuna,
þótt það væri sjálft andvígt
henni. Það vandamál væri ekki
uppi nú.
Hverjum hefði dottið í hug
að slík sjónarmið væru uppi?
Engum, sem aðeins sæi „RÚV“
en ekki BBC eða aðra miðla.
Vandinn er sá, að það er ekki
einungis í innlendum málum
sem hlustendur geta ekki
treyst fréttum „RÚV“ sem
jafnan eru litaðar þeirri stjórn-
málalegu sérvisku. Sama gildir
um fréttir af erlendum atburð-
um.
Þess má geta að í nýlegri
ræðu fordæmdi Boris Johnson
utanríkisráðherra BBC fyrir
mikla hlutdrægni í málum sem
tengdust ESB almennt og
„Brexit“ sérstaklega. Fréttir
BBC um þau mál voru þó mun
trúverðugri en fréttir „RÚV“.
Þess má minnast að Reykja-
víkurborg stofnaði til almennr-
ar atkvæðagreiðslu um
Reykjavíkurflugvöll, og kost-
aði miklu til áróðurs. Ákveðið
var að 50% þátttöku þyrfti til
svo niðurstaðan yrði bindandi.
Aðeins 37,2% þeirra sem voru á
kjörskrá tóku þátt. Aðeins tæp
400 atkvæði skildu fylkingar
að. Borgarstjórinn þáverandi,
Ingibjörg S. Gísladóttir, lýsti
því samt yfir að hún teldi at-
kvæðagreiðsluna siðferðislega
bindandi. Þá sleppti „RÚV“ að
nefna að niðurstaðan hefði
enga þýðingu og væri merking-
arlaus. Var þó mun ríkari
ástæða til.
Eru það pólitískir
komplexar fremur
en kunnáttuleysi
sem valda þessu?
Sennilega hvort
tveggja.}
Of margir frétta fátt
S
víar þykja stundum ganga óþarflega
langt í að framfylgja stefnu sinni
um sósíalíska velferð þegnanna og
þykir sumum nóg um forræðis-
hyggjuna sem að þeirra sögn er
fáum til gagns en flestum til ama. Það má vera
að skandinavíska velferðarmódelið gangi
stundum lengra en góðu hófi gegnir en á móti
kemur að oft ratast þeim satt orð á munn. Eitt
slíkt hafa þeir á hraðberginu um þessar mundir
því ríkisstjórn Sósíaldemókrata og Græningja
hyggst leggja lög fyrir þingið í dag, þriðjudag,
til samþykktar, sem eiga að stuðla að betri nýt-
ingu og minni neyslu. Í kjölfarið vonast Svíar til
að sjá minni sóun, færri landfyllingar af fatnaði,
skóm og reiðhjólum til að byrja með, og fleira
fylgir svo í kjölfarið.
Hér er komið mál sem vel færi á að kynna í
kosningabaráttu þeirri sem yfirvofandi er hér á landi.
Hvort sænska módelið skyldi haft að fyrirmynd í einu og
öllu skal ekkert fullyrt um en það felur engu að síður í sér
áhugaverðar tillögur. Til að byrja með verður virðisauka-
skattur af viðgerðum á reiðhjólum, fatnaði og skóm helm-
ingaður úr 25% í 12%. Stjórnin hyggst einnig leggja fram
tillögu þess efnis að almenningur geti fengið endur-
greiddan helminginn af því sem greitt hefur verið fyrir
viðgerðir á heimilistækjum á borð við uppþvottavélar, ís-
skápa, bakaraofna og þvottavélar.
Með þessu móti er þess vænst að fólk hugsi sig tvisvar
um áður en það ekur með heillega hluti á haugana, sem
auðveldlega mætti gera við og spara þannig
peninga og ómælt pláss í landfyllingum.
Hér er vitaskuld hrein snilld á ferðinni sem
réttast væri að apa eftir Svíum og það refja-
laust. Ég er þess handviss að allir sem þetta
lesa hafa á einhverjum tíma verið í þeirri að-
stöðu að standa frammi fyrir því að þurfa að
láta gera við flík eða raftæki en gefast upp á
því þar sem það er ódýrara að kaupa nýtt.
Þetta er vitaskuld fullkomlega galið fyrir-
komulag og engan veginn sjálfbært til lengri
eða jafnvel skemmri tíma litið. Neyslan rýkur
upp úr öllu valdi, haugar af varningi sem vel
mætti gera við enda í landfyllingum og með því
að kaupa endalaust af einnota fatnaði í lægsta
verð- og gæðaflokki verður líka til óspennandi
og óhreyfð landfylling í fataskápnum.
Hér þarf hugarfarsbreytingu til og Svíar
hafa hugsað upp ágætis byrjunarreit; afsláttur í peningum
eða endurgreiðsla er eitthvað sem allir skilja og vilja. Það
þarf að hefja hugtök á borð við „handverk“ og „gæði“ aft-
ur á sinn réttmæta stall um leið og almennt þarf að viður-
kenna þau fornu sannindi að gæði trompa alltaf magnið.
Einn stærsti áfangasigurinn í þessum efnum verður vit-
undarvakning um það að betra er að greiða fyrir gæða-
vöru og sinna henni svo með sjálfsögðu viðhaldi – hvort
sem það er sólun á skópari eða ísetning nýrrar reimar í
þvottavél – í stað þess að afskrifa bara og henda á haug-
ana. Segjum skilið við draslið, og uppskerum með meiri
gæðum og minni haugum. jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Að hætta harðri neyslu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Orkuspárnefnd Orkustofn-unar hefur sent frá sérskýrslu þar sem spáð erum þróun eldsneytisnotk-
unar og annarra tengdra orkugjafa
allt til ársins 2050. Með spánni fylgja
þrjár ólíkar sviðsmyndir, þar sem
ákveðnum forsendum í árlegri elds-
neytisspá Orkustofnunar hefur verið
breytt til þess að kanna áhrif sér-
stakra aðgerða á orkunotkun í sam-
göngum til sjós og lands.
Orkustofnun vann þetta að beiðni
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytisins. Stofnunin tekur skýrt fram
að ekki beri að líta á þessar sviðs-
myndir sem fyrirhugaðar aðgerðir
stjórnvalda til að ná fram markmiðum
í orku- og loftslagsmálum. Eru sviðs-
myndirnar settar fram til að fá betri
skilning á leiðum til að mæta þessum
markmiðum stjórnvalda.
Sviðsmynd 1
Í sviðsmynd 1 er gert ráð fyrir þétt-
ingu byggðar og kröfu um aukna
notkun endurnýjanlegra orkugjafa í
akstri fólksbíla. Samhliða þéttingu
byggðar gerir Orkustofnun ráð fyrir
að samdráttur verði í akstri þar sem
almenningssamgöngur eigi eftir að
verða hagkvæmari og aðrir ferðamát-
ar, eins og t.d. hjólreiðar, vinsælli.
Einnig er gert ráð fyrir að stjórnvöld
beiti sér fyrir því að frá og með árinu
2020 noti nánast allir nýir fólksbílar
endurnýjanlegt eldsneyti að einhverju
lágmarki.
„Niðurstaða sviðsmyndar 1 er að
slík krafa hraðar verulega orkuskipt-
um í samgöngum á landi og dregur að
sama skapi úr notkun jarðefnaelds-
neytis. Hlutdeild endurnýjanlegra
orkugjafa af heildarorkusölu í sam-
göngum á landi verður 59% árið 2030 í
sviðsmyndinni og er það um 30 pró-
sentustigum hærra en í eldsneytisspá.
Töluverður orkusparnaður kemur
fram í sviðsmyndinni þar sem gert er
ráð fyrir samdrætti í akstri,“ segir í
skýrslu Orkustofnunar.
Sviðsmynd 2
Sviðsmynd 2 byggist á að stjórn-
völd komi á stighækkandi söluskyldu
endurnýjanlegs eldsneytis til sam-
gangna á landi, auk þess sem miðað er
við hærri skattlagningu á notkun jarð-
efnaeldsneytis en í eldsneytisspánni.
Orkustofnun telur að miðað við 30%
hlutdeild endurnýjanlegs eldsneytis
af heildarorku í eldsneytissölu þá leiði
það til þess að hlutdeild endurnýj-
anlegra orkugjafa verði um 46% árið
2030, sem er um 18 prósentustigum
hærra en í eldsneytisspá.
„Verðteygni jarðefnaeldsneytis
leiðir til minni notkunar jarðefnaelds-
neytis en áhrifin eru þó ekki ýkja mik-
il þar sem eftirspurn eftir jarðefna-
eldsneyti er frekar óteygin. Hin
aukna hlutdeild endurnýjanlega elds-
neytisins leiðir til þess að notkun jarð-
efnaeldsneytis dregst saman um 55
ktoí (kílótonn að olíuígildi) árið 2030
og um nærri 18 ktoí árið 2050 ef miðað
er við eldsneytisspána.“
Sviðsmynd 3
Litið er til fiskveiða í sviðsmynd 3
og gert ráð fyrir að stjórnvöld komi á
stighækkandi söluskyldu á hlutdeild
endurnýjanlegs eldsneytis af sölu
eldsneytis til fiskiskipa. Að auki er
gert ráð fyrir að 50% af orkuþörf báta
verði fullnægt með rafmagni undir lok
spátímans.
Að mati Orkustofnunar er niður-
staða þessarar sviðsmyndar sú að
samdráttur verði í olíunotkun og nem-
ur hann 15% árið 2030 og 32% árið
2050, ef miðað er við eldsneytisspá.
Raforkunotkun verður um 12% af
allri orkunotkun í fiskveiðum árið
2050. Hlutdeild endurnýjanlegra
orkugjafa að meðtalinni raforku í
sviðsmyndinni verður 38% af allri
orkunotkun og er það nærri 30 pró-
sentustigum hærra en í eldsneytisspá
Orkustofnunar.
Spáð í ólíkar sviðs-
myndir í orkunotkun
Morgunblaðið/Kristinn
Samgöngur Rafbílum fer fjölgandi í umferðinni og Orkustofnun spáir
áframhaldandi aukningu næstu áratugina, á kostnað eldsneytisbíla.
Orkustofnun telur tilkomu nýrra
orkugjafa í verulegum mæli í
samgöngum á landi og í fisk-
veiðum geta krafist töluverðrar
uppbyggingar innviða. Er þar
m.a. nefndur útbúnaður til
hleðslu rafbíla, hvort sem er í
heimahúsum, við verslanir eða
fyrir hleðslu skipa á rafmagni í
höfnum. Orkustofnun telur
þetta þó vel viðráðanlegt miðað
við núverandi uppbyggingu.
Þá geti þurft sérhæfða inn-
viðafjárfestingu fyrir sölu á
endurnýjanlegu eldsneyti, auk
þess sem hið endurnýjanlega
eldsneyti geti verið dýrara í inn-
kaupum, samanborið við hið
hefðbundna eldsneyti.
Krefjast upp-
byggingar
NÝIR ORKUGJAFAR
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Orka Búist er við aukinni notkun
endurnýjanlegrar orku.