Morgunblaðið - 04.10.2016, Page 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
Nú eru málefni
aldraðra og öryrkja
loksins komin inn í
umræðuna af ein-
hverjum krafti. Það
er athyglisvert að ým-
ist framáfólk í stjórn-
málum er nú farið að
skrifa greinar um hve
nauðsynlegt það sé að
koma til móts við
þarfir þessara hópa,
en þar eru margir
sem búa við afar kröpp kjör svo
vægt sé til orðanna tekið. Ég
gleðst ef hugur fylgir máli og vona
að af raunverulegum breytingum
verði, en get ekki varist því að mér
finnst sumt vera frekar ódýrt
skrum og spyr hvar hinir sömu
hafi verið hingað til? Ég hef t.d.
ekki tekið eftir mörgum tillögum á
Alþingi um þessi mál, en nú þegar
líður að kosningum er keppst við
að tjá umhyggju fyrir bágindunum
því allir vilja fá eða kannski kaupa
sér atkvæði þessara hópa. Gott og
vel ef eitthvað alvöru gerist en
reynslan er ekki góð.
Of skammt gengið – Krónur í
stað prósenta
Mér sýnist að þær tillögur sem
ég hef séð hingað til gangi allt of
skammt. Verða kjósendur ekki að
spyrja sig hvort að það sé ásætt-
anlegt að leysa ekki þessi mál til
einhverrar hlítar? Mér sýnist að
Íslenska þjóðfylkingin sé með hvað
ákveðnustu stefnuna í þessum mál-
um, en flokkurinn stefnir að því að
aldraðir sem og óvinnufærir ör-
yrkjar sem eru íslenskir ríkisborg-
arar fái nú kr. 300.000 í laun á
mánuði skattfrjálst og njóti svo
hækkana eins og þær gerast á
vinnumarkaði. Þessir hópar bera
ýmsan kostnað sem aðrir bera síð-
ur eins og t.d. háan læknis- og
lyfjakostnað og það þarf þá líka að
spyrja sig hvort hvort tveggja ætti
ekki að vera gjaldfrjálst sér-
staklega fyrir þessa hópa?
Lágmark og hámark
Kr. 300.000 á mánuði er upphæð
sem er talin að eigi að vera al-
mennar algjörar lágmarkstekjur á
vinnumarkaði fyrir dagvinnu. Þær
eru að vísu skattlagðar og það er
önnur umræða hvort
ekki eigi að hækka al-
menn skattleysismörk
og lækka skatta, enda
er það ósæmilegt að
ríkið seilist í vasa
þeirra sem eru með
lágmarkstekjur og
auka þannig við ör-
birgðina. Hið opinbera
skýtur sig í fótinn með
því að vega gegn því
að fólk hafi möguleika
á að ná sér upp úr fá-
tæktinni, en það er jú
stór og velmegandi millistétt sem
leggur mest til þjóðfélagsins og
hámarkar skatttekjur ríkisins.
Hvers vegna á þá ekki að vökva
græðlinga eins og t.d. ungt fólk,
sem í dag er ómögulegt að eignast
nokkuð, hvað þá húsnæði?
Afnám tekjutenginga
Eins og allir vita að þá draga
tekjutengingar TR frá þegar afar
lágum bótum og jafnvel lögþving-
aður og skattgreiddur lífeyr-
issparnaður er reiknaður gegn
fólkinu. Þetta er ljótur leikur
gagnvart þeim sem lítið hafa og
m.a. letur fólk til þess að reyna að
bjarga sér og hafa það aðeins
betra með því að taka að sér ein-
hverja vinnu ef það getur. Auðvit-
að á að afnema tekjutengingar og
þau sem fá tekjur utan hinnar al-
mennu greiðslu frá TR, hvort held-
ur sem væri sparnaður frá lífeyr-
issjóði, vinnulaun eða hvaðeina
aðrar tekjur, greiddu þá venjulega
skatta eins og aðrir af þeim tekjum
sem væru fram yfir grunnupphæð-
ina.
Grunnþarfir fólksins
gangi fyrir
Það er að mínu viti yfirleitt best
að opinberar ráðstafanir séu sem
jafnastar, einfaldastar og sem best
skiljanlegar fyrir almenning og á
þetta einnig við um bætur frá TR.
Ég hef ekki aðstöðu til þess að
reikna hvað það mun kosta ríkis-
sjóð að koma nefndri skipan á, en
það er ljóst að það mun kosta sitt.
En ég spyr „so what“? Eiga ekki
grunnþarfir fólksins að ganga fyrir
öðru? Það mætti e.t.v. hugsa sér til
þess að lækka kostnað hins opin-
bera svo að þau, sem eru afar eign-
asterk og/eða tekjuhá, fái ekki að
njóta hins almenna gunnstuðnings
sem þau þyrftu þá ekki á að halda.
Ríkið á fyrst og fremst að
hugsa um borgarana
Það er hægt að spara víða og
setja þá brýn heilbrigðis- og önnur
velferðarmál í forgang. Margir
stjórnmálamenn eru hins vegar
uppfullir að því sem ég kalla dellu-
kenningar og vilja láta sér-
pólitískar kreddur sínar og gælu-
verkefni ráða för. Þetta þekkjum
við venjulegt fólk allt of vel. Við
sjáum t.d. hve sparnaðarnefndinni,
sem Vigdís Hauksdóttir og Gunn-
laugur Þórðarson alþingismenn
fóru fyrir, gekk illa að leggja niður
nefndir og ráð og ýmsan kostn-
aðarsaman óþarfa, því þeir sem fá
þær vilja halda stíft í sporslurnar
og Samfylkingarflokkarnir og VG
mega aldrei heyra minnst á neinn
samdrátt í ríkisrekstri. Það er
sama fólkið sem með gjafagjörn-
ingum sínum til hrægammanna
gerði tugþúsundir eignalausar,
vildi leggja á okkur Icesave-
klafann, lækkaði bætur og hækk-
aði skatta o.m.fl. slæmt og hafa í
stjórnarandstöðu aðeins boðið upp
á málþóf, þvæling og skrílslæti í
pólitískum tilgangi í stað upp-
byggjandi hluta. Þetta verðum við
að muna og vara okkur á þeim
stjórnmálaöflum sem við höfum
svo afar slæma reynslu af í svo
mýmörgum málum. Betra er að
kjósa þau, sem hafa það á stefnu-
skrá sinni að hjálpa þeim sem
þurfandi eru með afgerandi hætti
og lækka svo skatta svo fljótt sem
verða má. Íslenska þjóðfylkingin
er sjálfsprottið afl alþýðufólks og
var stofnuð til þess að koma betra
skikki á hag og velferð Íslendinga.
Mér sýnist að hún sé nú helsta
vonin til þess að gagngerar breyt-
ingar gerist. Hinir hafa brugðist
og er ekki treystandi.
Þetta gengur ekki lengur
Eftir Kjartan Örn
Kjartansson
» Aldraðir sem og
óvinnufærir ör-
yrkjar sem eru íslenskir
ríkisborgarar ættu nú
að fá kr. 300.000 í
grunnlaun á mánuði
skattfrjálst.
Kjartan Örn
Kjartansson
Höfundur er fyrrv. forstjóri.
Það er eitthvað svo
þakkarvert við það að
vera Íslendingur og fá
að búa á þessu fallega
landi og flest erum við
stolt af því.
Ekki spillir fyrir að
hér er ör efnahagsbati
og landinu að mörgu
leyti vel stjórnað.
Enda eru allir að
leggja sig fram fyrir
okkar hönd, hvar í flokki sem þeir
standa og vilja sannarlega gera sitt
besta á flestum sviðum hvað sem
hver segir.
Að missa heilsuna
Það leika sér hins vegar fáir að
því að missa heilsuna á miðjum
aldri. Það er raunar ekkert grín
heldur getur verið dauðans alvara.
Það að lenda í slysi og hljóta var-
anlegan skaða af, eða greinast með
illvíga sjúkdóma sem reynast
ólæknanlegir, þrátt fyrir marg-
víslegar tilraunir til lækninga, er
eðlilega mikið áfall fyrir ein-
staklinginn sem fyrir verður og
jafnvel ekki síður hans nánustu fjöl-
skyldu. Ekki síst þegar um ungt
fólk sem er að koma undir sig fót-
unum er að ræða eða bara venjulegt
fólk á miðjum aldri.
Áfallið bara ríður yf-
ir og ágerist jafnvel
með tímanum og þú
mátt þín lítils. Færð
ekki rönd við reist
þrátt fyrir góðan vilja
og einlægar tilraunir
til bata.
Á stefnuskrá allra
flokka
Nú veit ég að allir
málsmetandi stjórn-
málamenn og mark-
tækir stjórnmálaflokk-
ar vilja hafa hér öflugt heilbrigðis-
og velferðarkerfi sem stendur með
og tekur utan um þá sem verða fyr-
ir heilsufarstjóni og áföllum.
Ég er samt ekki viss um að
stjórnvöld átti sig til dæmis á stöðu
þeirra sem lent hafa í slysum á
miðjum aldri eða hafa greinst með
illvíga og óviðráðanlega sjúkdóma
sem eftir baráttu, vonir og von-
brigði reynast ólæknanlegir.
Ekki dreg ég í efa að stjórnvöld
hafi aldrei varið meira til velferða-
mála en á síðustu árum. Meðaltöl
segja þó ekki alla söguna því veru-
leikinn innan þessa málaflokks er
allt annar en var fyrir fáum árum.
Stjórnvöld verða að átta sig á því
að á bak við hverja kennitölu er
fólk. Einstaklingar sem eru ekki
einhver meðaltöl. Fólk sem í flest-
um tilfellum vill vel. Manneskjur af
holdi og blóði sem elska, finna til og
hafa lagt sig fram og látið gott af
sér leiða. Fólk sem þráir að fá að
vera með og gefa af sér, jafnvel í
erfiðum aðstæðum.
Þetta getur verið ungt fólk með
börn á framfæri, jafnvel fleiri en
eitt og fleiri en tvö. Það vita allir
hver kostnaðurinn við að hafa börn í
leikskóla er, svo dæmi sé tekið.
Flest ungt fólk og fólk á miðjum
aldri þarf að greiða um 100 til
150.000 krónur í leigu á mánuði eða
svipaða upphæð af láni vegna íbúða-
kaupa. Þetta getur verið fólk með
námslán á herðunum, fólk sem
kemst ekki af án þess að reka bíl,
greiða tryggingar, rafmagn, hita og
allt hitt.
Það er því algjörlega auugljóst að
útilokað er að komast af með 180 til
220.000 þúsund krónur á mánuði frá
lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun
eins og langveiku fólki er ætlað að
gera.
Ekki má gleyma því að læknis-
rannsókna- og lyfjakostnaður getur
verið fljótur að hlaupa á hundruðum
þúsunda hjá þessum einstaklingum.
Það er flestum illbærilegt að
missa heilsuna og kljást við afdrif
sín, hvað þá að þurfa að hafa stórar
áhyggjur af afkomu sinni og fjöl-
skyldunnar í ofanálag.
Fólk sem lendir í slíkum óhöpp-
um vill gjarnan fá að verja tímanum
með sínum nánustu eins áhyggju-
laust og kostur er miðað við upp
komna stöðu, í stað þess að þurfa að
taka lán eða vera á yfirdrætti vegna
kaupa á lyfjum og stöðugra lækna-
heimsókna og rannsóknarkostn-
aðar, innanlands og jafnvel utan.
Fólk í slíkri stöðu hefur ekki efni á
að fara í klippingu eða hárgreiðslu
og hvað þá að fara til tannlæknis
fyrir utan að reka heimili með
manni og mús, það gefur augaleið.
Þessi staðreynd er smánarblettur
á okkar ágæta samfélagi og hrein-
lega illkynja mein. Mein sem maður
spyr sig hvort raunverulegur áhugi
sé á að ráðast gegn og uppræta.
Vel gerlegt að bregðast við
Hækkun bóta verður að vera til
samræmis við aðrar kaup- og kaup-
máttarhækkanir í þjóðfélaginu. Þeir
einstaklingar sem hér um ræðir á
það engan veginn skilið að vera
gengisfellt af samfélaginu með
þessum hætti, þótt það sé svo
óheppið að hafa orðið fyrir áfalli.
Hverslags velferðarsamfélag er
það?
Langveikir sem stöðugt verða að
vera á lyfjum og þurfa reglulega að
fara í læknisleiki, þar til gerðar
mælingar, tól og tæki ættu að fá þá
þjónustu sér að kostnaðarlausu með
öllu. Það myndi muna verulega um
það. Eins mætti athuga með að
veita fólki í þessari stöðu afslætti á
sköttum, orku- og vatnsgjaldi, raf-
magni og hita upp að ákveðnu
marki og fleiri þáttum sem mætti
skoða og þarfnast nánari útfærslu
án þess að niðurlægja viðkomandi
með endalausum viðtölum og yf-
irheyrslum.
Neyðaráætlun með framtíðar-
markmið í huga
Í mínum huga þurfa stjórn-
málaflokkarnir að koma með skýrar
áætlanir um hvernig þeir ætli að
halda utan um þegna sína í slíkri
stöðu í sátt við þau sem þannig er
ástatt fyrir.
Það verður síðan að vera eitt af
allra fyrstu verkum nýrrar ríkis-
stjórnar að hrinda slíkum áætlunum
í framkvæmd því að margt af þessu
fólki og fjölskyldur þeirra þola ekki
bið þar til á síðari hluta kjör-
tímabilsins eða þaðan af síðar.
Lifið heil! Áfram Ísland!
Skýrar áætlanir í velferðar- og heilbrigðismálum
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Stjórnvöld verða að
átta sig á því að á
bak við hverja kennitölu
er fólk. Einstaklingar
sem eru ekki einhver
meðaltöl. Manneskjur af
holdi og blóði.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og aðdáandi
lífsins.
Ekki traustvekjandi!
Ekki hef ég skilið það ennþá hvernig Bjarni, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, gat farið í samstarf við tvo framsóknarmenn í ríkisstjórn
sem höfðu greitt atkvæði með að senda Geir H. Haarde í Landsdóm og
vera meira að segja undir stjórn annars þeirra í nokkra mánuði. Nú
sýnir sá maður sitt rétta andlit aftur með því að stinga sinn eigin for-
mann í bakið og ganga á bak orða sinna. En Bjarni brosir bara og lofar
öllu fögru fyrir kosningar og er sjálfsagt tilbúinn í stjórn með hverjum
sem er, ef hann fær að vera ráðherra.
Hvað á maður eiginlega að kjósa?
Einar Pétursson.
Tinna er týnd
Tinna hvarf frá
Njálsgötu 29.
ágúst sl. og hefur
ekki sést síðan.
Hún er svört,
nett og var með
neongræna ól.
Hennar er sárt
saknað. Hafi ein-
hver orðið var við
hana er hann vin-
samlega beðinn
að hafa samband í
síma 8239292.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Bridsdeild Félags eldri borgara
í Reykjavík
Fimmtudaginn 29. september var
spilað á 12 borðum hjá bridsdeild
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Efstu pör í N/S:
Guðm. Sigursteinss, – Auðunn Guðmss. 268
Jón H. Jónsson – Bergljót Gunnarsd. 257
Siguróli Jóhanns. – Bergur Ingimundars.
246
Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 243
A/V:
Björn Arnarson – Guðlaugur Ellertss. 293
Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 262
Elín Guðmanns. – Friðgerður Benedikts.
227
Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 224
BRIDS
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
brids@mbl.is