Morgunblaðið - 04.10.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 04.10.2016, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Jón Helgason íSeglbúðum,fyrrverandi al- þingismaður og ráð- herra, er 85 ára í dag. Hann fæddist og ólst upp í Segl- búðum í Landbroti og hefur átt þar heima alla tíð, þó við nám og síðar störf hafi hann þurft að dvelja suður í Reykjavík. Jón lýkur stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950 og að því loknu tekur hann við búi í Segl- búðum með sauð- fjárrækt að aðalbúgrein. Við tekur ræktun og áframhaldandi upp- bygging jarðar og búfjár sem Jón sinnir af alúð ásamt eiginkonu sinni til 55 ára, Guðrúnu Þorkelsdóttur húsmóður. Við búskap eru þau til ársins 1980. Snemma á lífsleiðinni voru Jóni falin ýmis ábyrgðar- og trúnaðar- störf í samfélaginu. Í hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps frá 1966-83, þar af oddviti 1967-76, formaður búnaðarfélagsins og í sóknarnefnd til fjölda ára, auk fjölda annarra starfa bæði innan sveitar sem og ut- an, og síðar áfram á vettvangi stjórnmálanna fyrir Framsóknar- flokkinn. Jón var alþingismaður Suðurlandskjördæmis 1974-95, for- seti Sameinaðs þings 1979-83 og forseti efri deildar 1988-91, landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1983-87 og síðan land- búnaðarráðherra til haustsins 1988. Fulltrúi á Búnaðarþingi 1973-75 og var formaður Búnaðarfélags Íslands 1991-95. Jón sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1975 og 1988, var fulltrúi Ís- lands á fundum þingmannanefndar EFTA 1977, 1980-81 og 1991 og sat í Norðurlandaráði 1978. Jón var formaður Landverndar 1997- 2001, formaður samstarfsnefndar um málefni aldraðra frá 1998 og kjörinn á kirkjuþing 1998 og var forseti þess um nokkurra ára skeið. Þó að á fáu sé tæpt og víða tekist á við fjölbreytt verkefni á langri starfsævi eru hagsmunir og farsæld sveitunganna ávallt ofarlega í huga hjá Jóni. Árið 1981 hófu Guðrún og Jón skógrækt nokkuð norðan við gamla bæinn í Seglbúðum og þar hefur ræktunar- og útivistaráhugi beggja fengið að njóta sín allt til dagsins í dag. Í landi sem áður var sandur og grjót er nú unaðsreitur með fjölbreyttum gróðri og fuglalífi. Hjónin Í garðinum heima í Seglbúðum. Farsæld sveitarinnar ávallt ofarlega í huga Jón Helgason er 85 ára í dag Reykjavík Elías Þór Gunnlaugsson fæddist 1. september 2015 kl. 23.53. Hann vó 3.600 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Gunnlaugur Arn- ar Elíasson og Sara Henný Arnbjörnsdóttir. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. H eiðar Róbert Ást- valdsson fæddist á Siglufirði 4.10. 1936 og ólst þar upp. Hann lauk Versl- unarskólaprófi og síðan stúdents- prófi frá Verslunarskóla Íslands, stundaði nám í lögfræði við Há- skóla Íslands og lauk prófum í al- mennri lögfræði, stundaði nám við City of London College í ensku, bókmenntum og alþjóðalögum, við Pittman College í latínu og frönsku, við Hamburger Fremdsp- rachenschule í þýsku, við Eurocen- ter í Barcelona í spænsku, við Listaháskólann í Havana á Kúbu í Salsa og við Háskólann í Havana í spænsku. Hann lauk danskennaraprófi frá Imperial Society of Teachers of Heiðar R. Ástvaldsson danskennari – 80 ára Danskennarar Heiðar með fjórum systrum sínum sem allar kenna dans, Hörpu, Guðrúnu, Eddu og Guðbjörgu. Heiðursmaður sem dansar gegnum lífið Feðgarnir Heiðar ásamt syni sínum, Ástvaldi Frímanni Heiðarssyni. Kristinn Karlsson bif- vélavirki er 80 ára í dag, 4. október. Eig- inkona hans er Bryndís Sig- urðardóttir. Árnað heilla 80 ára Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.