Morgunblaðið - 04.10.2016, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Oft var þörf en nú er nauðsyn á því að
halda vel utan um fjármálin. Alls kyns tengsl
úr fortíðinni koma líklega upp á yfirborðið á
næstu vikum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þeir eru margir sem vilja ná tali af þér
og þú átt að gera þitt besta til þess að geta
hlustað á hvern og einn. Taktu samt lífinu
með ró og láttu hlutina hafa sinn gang.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Öllu gríni fylgir einhver alvara svo
þú skalt gæta orða þinna og hafa aðgát í
nærveru sálar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Bogmaðurinn skiptir sér bara af því
sem honum kemur við, en flækist allt í einu
inn í klikkað drama einhvers annars.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það eru ýmsir möguleikar í stöðunni en
farðu þér hægt því að flas er ekki til fagnaðar.
Kannaðu hvort einhver úr vinahópnum eða
fjölskyldunni vill slá til.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Einbeittu þér að vinum þínum í dag.
Kannski kemur fjölskyldumeðlimur þér á
óvart. Vertu samt ekki of bráðlátur því allt
hefur sinn tíma.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það færi best á því að þú héldir þér til
hlés í viðkvæmu vandamáli. Dagurinn á
morgun hentar reyndar vel líka.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Hugdirfska þín leiðir þig á fram-
andi slóðir og þú munt upplifa mikil ævintýr.
Ef það tækist myndi óeigingirnin verða mál-
staðnum til framdráttar, sem er mótsögn í
sjálfu sér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það að eyða peningum í
skemmtilega hluti virðist heimskulegt í dag.
En sem betur fer áttu góðan vin sem þekkir
þig og kemur þér á óvart í dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Leggðu þig fram um að tjá þig
með svo ótvíræðum hætti að aðrir þurfi ekki
að fara í grafgötur með hvað þú meinar. Vin-
áttan verður betri með þeim mörkum sem þú
setur henni núna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Ungt fólk dregst að alsælunni sem
þú nálgast hlutina með. Fólki í kringum þig er
hollast að láta undan þér þótt þú sért ekki að
þefa uppi vandræði heldur viljir fara eigin
leiðir.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vinir koma þér til hjálpar, leysa eitt
vandamál fyrir þig sem gefur þér svigrúm til
þess að fást við annað vandamál. Kannski
tengjast vonbrigði hennar samskiptum við
ástvin.
Eins og við var að búast hefurflokksþing Framsóknarmanna
orðið vísnahöfundum yrkisefni.
Þegar úrslitin lágu fyrir orti Helgi
Ingólfsson undir slitruhætti á Boðn-
armiði:
Sýtir stjórnar- sína -háttu,
Sig- mun- láta hverfa -dur.
Háði bar- og harða -áttu,
hafði Sigur- góðan -ður.
Ólafur Stefánsson skrifaði í Leir-
inn á laugardaginn: „Það sker mig í
hjartað, eins og ástandið er, að
framsóknarmenn skuli ætli að hafa
kvöldfagnað og dansleik á þessum
landsfundi.
Vísast að helgin verði þeim löng
með viðsjár hjá helstu mönnum,
þótt dagurinn endi með dansi og söng,
og drukkið sé grænt úr könnum.“
Árla sunnudags hélt Ólafur
áfram: „Mig dreymdi, undir morg-
un, tvo gilda stríðsmenn etja kappi í
hólmanum í Öxará. Umhverfið var
skuggalegt, eldglæringar úr austri
með vikurregni og brennisteins-
fnyk. Nornir riðu kústsköftum og
glenntu kjafta í eintóna söng og
alltaf sama erindið.
Ekki vissi ég hvorum kappanum
veitti betur því ég vaknaði áður, en
mundi vísuna.
Þeir Simmi og Sigurður Ingi
sitja á framsóknarþingi.
Það er ekki vík
milli vina sem slík
en heiftar
og persónu
pólitík.“
Þannig blasti flokksþingið við
Gústa Mar: „Ég er líklega kominn
með Framsókn á heilann. Má alls-
ekki taka þetta sem svo að mér sé í
nöp við Frammarana. Ég hef gert
mér far um að hæla Sigmundi Dav-
íð. Það sjá menn glöggt ef þeir lesa
vísur mínar með opnum huga.
Flutti ræðu af miklum móð,
mætti orðaskakinu.
Í klukkutíma keikur stóð
með kutana í bakinu.“
Hjálmar Freysteinsson birti
skemmtilega myndlíkingu á
Boðnarmiði: „Lýst glímu“:
Fast er glímt á Framsóknarþingi,
falla á sitjandann
Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi.
Sigtryggur vann!
Og gaf síðan þessa skýringu: „Já
það er rétt. Unga fólkið man ekki
Sigtrygg Sigurðsson glímukappa.
Hann var sannkallaður þungavigt-
armaður. Meðan hann var á dögum
voru glímulýsingar oftast aðeins
þessi tvö orð.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ort og skrafað um
Framsóknarmenn
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að passa upp á litlu
hlutina.
Ó JÁ! ÉG ER AÐ BORÐA MORGUNKORNBEINT UPP ÚR KASSANUM!
ÞETTA HLJÓTA AÐ VERA GÖT
Á RISASTÓRRI GARDÍNU SEM
GUÐ DREGUR NIÐUR Í LOK
HVERS DAGS
ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA
FULLT TUNGL
HVAÐ ER ÞETTA
SEM TINDRAR Á
HIMNINUM?
ÉG VISSI AÐ ÞAÐ HLYTI
AÐ VERA RÖKRÉTT
ÚTSKÝRING Á ÞESSU
„BARA ÞAÐ SEM ÞÉR FINNST LÍTA
BEST ÚT. ÉG VIL FREKAR AÐ ÞÚ
TAKIR STÓRU ÁKVARÐANIRNAR.“
„ÞÚ ERT Í HRÓPANDI MÓTSÖGN VIÐ SJÁLFAN ÞIG. FYRST
SEGIRÐU AÐ KONAN ÞÍN HAFI HLAUPIST Á BROTT MEÐ BESTA
VINI ÞÍNUM; SVO SEGIRÐU AÐ ÞÚ HAFIR ALDREI SÉÐ HANN.”
Bandaríski spjallþáttastjórnand-inn Jimmy Fallon þóttist hafa
himin höndum tekið í síðustu viku
þegar málmbandið goðsagnakennda
Metallica lét svo lítið að stinga við
stafni hjá honum. „Þeir gera þetta
aldrei. Bara núna,“ sagði kappinn
sigri hrósandi í upphafi þáttarins en
gleymdi að taka fram að líklega er
ekki til meira myndefni tengt nokk-
urri annarri hljómsveit í mannkyns-
sögunni. En það er annað mál.
Áfram hélt Fallon að grobba sig
af afrekinu þegar fyrsti gesturinn
settist í sófann hjá honum; ástr-
alska leikkonan Margot Robbie.
Kom þá á daginn að hún er mikil
’tallica-kona (nema hvað?) og hlakk-
aði ógurlega til að sjá kempurnar
sínar stíga á svið.
x x x
Robbie upplýsti að hún hefðiraunar aldrei séð Metallica á
tónleikum en á hinn bóginn marg-
vísleg önnur málmbönd, eins og
Slipknot.
Sú saga var merkileg. Robbie lék
á þeim tíma í áströlsku sápuóper-
unni Nágrönnum, sem er Íslend-
ingum að góðu kunn, og gerði eng-
ar sérstakar ráðstafanir til að
dulbúast enda bjóst hún ekki við
því að nokkur maður bæri kennsl á
hana á þeim vettvangi. En hvað var
a’tarna? Robbie hafði til þess tíma
ekki orðið fyrir öðru eins áreiti.
Hver málmhausinn af öðrum vatt
sér að henni og vildi fara yfir eitt
og annað sem á daga persónanna
hafði drifið í Grönnum. Þótti okkar
konu þetta kynlegt og til marks um
það hversu hratt málmhausar þessa
heims virðast vera að meyrna upp.
Hvort sem sú þróun er svo góð eða
slæm.
x x x
Við þetta rifjaðist upp sagan semkassadaman í kjörbúðinni í
Neskaupstað sagði frá fyrstu
Eistnaflugshátíðinni um árið. Ungt
par kom þá skröltandi inn í búðina
og varla sást í það fyrir húðflúri,
hári, glingri og hlekkjum. Aumingja
kassadaman fylltist ógurlegri skelf-
ingu. Sú skelfing hvarf þó fljótt út
um gluggann þegar parið tók til
máls, mjóum rómi: „Fyrirgefðu, frú
mín, ekki ertu með eitthvað veg-
an?“ víkverji@mbl.is
Víkverji
Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri
yður, það skuluð þér og þeim gjöra.
(Mt. 7.12)
Rafsuðuvélar
og aukahlutir
Hágæða rafsuðuvélar og
aukahlutir framleiddar
í Austurríki
Mjög notendavænar og þægilegar
Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is