Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 36

Morgunblaðið - 04.10.2016, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 278. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Ótrúlegt sjónarspil 2. Baðst undan spurningum fyrir … 3. Andlit Bláa lónsins selur íbúðina 4. „Þetta var gríðarlegur hávaði“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvintett Þorgríms Jónssonar leikur á Kex hosteli í kvöld kl. 20.30. Kvint- ettinn skipa Ari Bragi Kárason á trompet, ÓlafurJónsson á tenór- saxófón, Kjartan Valdemarsson á píanó og rhodes, Þorvaldur Þór Þor- valdsson á trommur, auk Þorgríms sem leikur á raf- og kontrabassa. Að- gangur er ókeypis. Kvintett Þorgríms Jónssonar á Kex  Á bókmennta- kvöldi Bókasafns Seltjarnarness í kvöld kl. 19:30 fjallar Marín Guð- rún Hrafnsdóttir, bókmenntafræð- ingur og lang- ömmubarn Guð- rúnar frá Lundi, um rithöfundinn og veitir innsýn í tíðaranda horfins heims. Umfjöll- unarefni skáldsagna Guðrúnar verða skoðuð, rýnt í viðtökur og vinsældir og reynt að glöggva sig á hvað það er sem geri það að verkum að hún slær enn sölu- og vinsældamet. Rýnt í vinsældir bóka Guðrúnar frá Lundi  Nýlega var opnuð sýning á völdum verkum Einars Þorlákssonar í Hverf- isgalleríi, en tíu ár eru liðin frá því listamaðurinn féll frá. Markús Þór Andrésson sýningar- stjóri býður gest- um gallerísins í leiðsögn um verk Einars í dag kl. 17, en verk Einars ein- kennast af ljóð- rænni abstraksjón og leik listamannsins með liti og form. Leiðsögn um sýningu Einars Þorlákssonar Á miðvikudag Suðaustan 10-18 m/s, hvassast sunnan og vestan til og með talsverðri rigningu þegar kemur fram á daginn. Á fimmtudag Suðaustan 8-15 m/s og talsverð rigning sunnan og vestan til fyrri hluta dags, en síðan úrkomulítið. Áfram milt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 8-15 m/s eftir hádegi og skúrir en léttir til norðaustanlands. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast norðanlands. VEÐUR Ármann Smári Björnsson, miðvörður og fyrirliði ÍA, er leikmaður ársins 2016 hjá Morgunblaðinu í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Bar- áttan um efstu sætin í ein- kunnagjöfinni var geysilega tvísýn en þegar upp var staðið fengu tveir leikmenn 17 M og fjórir næstu voru allir með 16 M. Í íþróttaopn- unni er ítarleg úttekt á M- gjöfinni og mörgum úrvals- liðum stillt upp. »2-3 Ármann Smári er leikmaður ársins ,,Það er ekkert sem slær hann út af laginu og hann gerir í rauninni það sem honum dettur í hug, sem getur hjálpað þér en líka komið í bakið á þér. Hann var frábær í þessum leik á móti Haukunum og mögulega var þetta besti leikurinn hans á ferlinum en ég man þó eftir að hann skoraði 22 mörk í einum og sama leiknum í yngri flokkunum,“ segir samherji Arnars Birkis Hálfdáns- sonar, hand- boltamanns úr Fram. »4 Hann gerir það sem honum dettur í hug „Maria hefur reynst Haukaliðinu af- ar vel. Hún er frábær leikmaður og einstaklingur bæði innan og utan vallar. Um leið hefur hún haft gríðarlega góð áhrif á liðið,“ segir þjálfari kvennaliðs Hauka í hand- knattleik um Mariu Ines frá Portú- gal sem hefur verið í stóru hlutverki í leikjum liðsins það sem af er tíma- bilinu. »4 Hún hefur gríðarlega góð áhrif á liðið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Vesturíslenska tímaritið Lögberg Heimskringla, sem gefið er út í Winnipeg í Kanada, berst í bökkum eins og fleiri fjölmiðlar, en hefur nú fengið aðstoð úr óvæntri átt, lands- liðsbúninga og áritaðar treyjur frá Knattspyrnusambandi Íslands og ís- lenska karlalandsliðinu, sem til stendur að bjóða sem vinninga í hlutaveltu á næstunni. „Sigur karlaliðs Íslands á Eng- landi í Evrópukeppninni í fótbolta í sumar er besti árangur Íslendinga í íþróttum síðan Fálkarnir frá Winni- peg urðu ólympíumeistarar í ís- hokkíi 1920,“ segir Peter Johnson, stjórnarformaður LH. „Þegar Þórð- ur [Guðjónsson, aðalræðismaður Ís- lands í Winnipeg] sagði mér að hann hefði fengið áritaða búningana að gjöf hjá Knattspyrnusambandinu var ég álíka æstur og Guðmundur Benediktsson í lýsingunni á fyrr- nefndum leik. Þetta er frábært fyrir LH og nú getum við tengt árangur- inn beint við Fálkana og ungu kyn- slóðina í Vesturheimi.“ Landsliðið vinsælt vestra Undanfarinn rúman áratug hefur skrifstofa LH verið í leiguhúsnæði í miðborginni en nú hefur byggingin verið seld og flutningar því óumflýj- anlegir. Stjórnarformaðurinn segir að þeir kosti um 40.000 kanadíska dollara, um 3,5 milljónir króna, og blaðið eigi ekki þá upphæð á lausu. Þórður B. Guðjónsson var á Ís- landi á dögunum og notaði tækifærið til þess að hafa samband við KSÍ. „Peter Johnson bað mig um að at- huga hvort möguleiki væri að fá árit- aðar treyjur með tombólu í huga, ég bar erindið upp við Gísla Gíslason, ritara KSÍ, og hann brást þegar vel við bóninni.“ Árangur íslenska landsliðsins í úr- slitakeppni Evrópumótsins í Frakk- landi fyrr í sumar vakti mikla athygli og Þórður og Peter segja að stemmningin hafi verið einstaklega skemmtileg, þar sem þeir hafi fylgst með leikjum Íslands í sjónvarpi í Winnipeg og á Gimli. „Þar sem fólk fylgdist með keppninni mátti víða sjá að stuðningurinn var mikill við Ísland og þá ekki aðeins hjá fólki af íslenskum ættum,“ segir Þórður. „Íslenska liðið átti hug margra hérna fyrir vestan og andrúmsloftið var rafmagnað, þegar Ísland sigraði England,“ segir Peter. „Þetta er ein magnaðasta sagan um sigur Davíðs á Golíat á okkar tímum.“ Þrátt fyrir kostnaðinn við flutn- ingana í lok mánaðarins segir Peter að hugmyndin sé að nýta þá til þess að vekja athygli á mikilvægi LH í ís- lenska samfélaginu vestra. „Nú gefst okkur tækifæri til þess að vekja fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku og aðra sem tengj- ast Íslandi til umhugsunar um upp- runann og mikilvægi þess að við- halda menningunni frá kynslóð til kynslóðar,“ segir hann. Í því sam- bandi segir hann að gjöf KSÍ sé gulls ígildi og stefnt sé að því að selja miða fyrir 20.000 dollara í hlutaveltunni. „Enn einu sinni hefur þetta ótrúlega lið staðið sig frábærlega, að þessu sinni með stuðningi við mikilvægan hlekk íslensku fjölskyldunnar í Norður-Ameríku, sem var hjálpar þurfi. Heillaóskir til þeirra allra.“ Tengja árangurinn við Fálkana  Áritaðar lands- liðstreyjur frá KSÍ í hlutaveltu hjá LH Morgunblaðið/Ófeigur Á Laugardalsvelli Gísli Gíslason, ritari KSÍ, Guðrún Inga Sívertsen varaformaður, Þórður B. Guðjónsson aðalræðis- maður og Ragnhildur Skúladóttir stjórnarmaður með árituðu treyjurnar sem verða vinningar á hlutaveltu vestra. Ljósmynd/Bergdís Sigurðardóttir Í Winnipeg Peter Johnson og Þórður Guðjónsson með aðra treyjuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.