Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 52
garðabær og hafnarfjörður Kynningarblað 30. júní 201610 Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður er heimavön í bæði Hafnarfirði og Garðabæ en hún er alin upp í Garða- bæ og býr þar í dag en bjó í Hafnar- firði í nokkur ár eftir að hún fór að heiman. Fjölskylda mannsins henn- ar er öll í Hafnarfirðinum og mikið af þeirra vinum en hennar fólk er í Garðabæ. „Sem betur fer er stutt á milli,“ segir Andrea brosandi. Hún er bæjarlistamaður Garða- bæjar árið 2016 en þegar Andrea var við nám í fatahönnun í Kaup- mannahöfn hóf hún að hanna og selja fatnað undir eigin nafni, AndreA. Að loknu námi flutti hún í Garðabæinn og opnaði árið 2009 verslun og saumastofu með hönn- un sinni við Strandgötu í Hafnar- firði. Hún þekkir því báða bæi vel og féllst á að deila sínum eftirlætis- stöðum þar með lesendum. Uppáhaldsstaðirnir í Garðabæ og Hafnarfirði? Í Hafnarfirði er það Strandgatan og Hellisgerði. Í Garðabæ er það garðurinn minn, lækurinn, Vífilsstaðavatn og sund- laugin. Hvar er best að borða? Garðabær: Mathús Garðabæjar. Hafnar- fjörður: Von og Osushi. Hvar er best að eyða laugardags­ eftirmiðdegi? Á Strandgötunni. Alltaf einhverjir skemmtilegir á ferli þar. Besta kaffihúsið á svæðinu? Súfistinn. bæjarbúarnir eru allir dásamlegir Hafnarfjörður og Garðabær eru eins og litlir bæir úti á landi þar sem allir þekkja alla að mati fatahönnuðarins Andreu Magnúsdóttur og líkar henni það vel. Hún tengist báðum bæjum og leiðir lesendur hér í allan sannleika um hvar og hvernig best sé að verja tímanum þar. Þríþrautardagurinn í Hafnar- firði í ár verður haldinn næstkom- andi sunnudag, þriðja júlí. Keppn- in hefur undanfarin ár alfar- ið verið haldin á Vallasvæði og á Krísuvíkur vegi en í ár verður hún stærri og keppnissvæðið sjálft stækkað. Þannig gefst tækifæri fyrir fleiri til að njóta og taka þátt. Í ár mun keppnin teygja anga sína í miðbæ Hafnarfjarðar og enda þar. Þríþrautardagurinn hefst klukk- an átta í Ásvallalaug með sundi. Gera má ráð fyrir að fyrstu kepp- endur klári sundið á um tuttugu mínútum og mun þá taka við stýrð umferð fyrir hjólreiðar frá Ás- vallalaug út á Krísuvíkurveg. Líkur eru á einhverjum töfum á umferð þegar hollin fara af stað og eins þegar þau koma aftur til baka að sundlaug. Hjólahluti Þríþrautar- dags fer að mestu fram á Krísu- víkurvegi þar sem hjólaðir eru allt að sex hringir, mismunandi eftir því hvaða vegalengd fólk tekur þátt í. Allir þeir sem leið eiga um svæðið eru beðnir um að sýna biðlund og tillitssemi á meðan á keppni stendur. Reynt verður eftir megni að lágmarka lokun á götum en líklegt þykir að tafir getið orðið á umferð frá kl. 10.15 til 13.15. Þriðji og síðasti hluti þríþraut- ar, hlaupahlutinn, mun fara fram á Strandstíg í miðbæ Hafnarfjarð- ar og mun verðlaunaafhending í lok keppni verða á Strandstíg til móts við Íþróttahúsið á Strand- götu. Stígurinn verður lokaður fyrir annarri umferð frá kl. 10.20 til 16.00 þennan sunnudag. frekari upplýsingar um Þrí þrautar­ daginn má finna á vef hafnar­ fjarðarbæjar, hafnarfjordur.is. Stærri ÞríÞraUtardaGUr í Hafnarfirði í ár andrea Magnúsdóttir er bæjarlistamaður garðabæjar í ár. hennar uppáhaldsstaðir í hafnarfirði eru hellisgerði og Strand­ gatan en þar rekur andrea verslun sína. MYnD/anTon brInK Strandgatan í hafnarfirði. Ein af skemmtilegri minningum andreu frá garðabæ er þegar hljómsveitin of Monsters and Men hélt tónleika við Vífilstaði í garðabæ og 25.000 manns mættu. MYnD/STEfÁn KarLSSon Leyndar perlur? Hellisgerði og Heiðmörk. Svo verð ég að nefna Keili. Ég er ekki golfari en það er æðislegt að fara þangað þegar veðrið er gott og fá sér japanskt kjúklingasalat með útsýni yfir hafið, það er eins og að fara til útlanda í hádeginu. Hvernig eru bæjarbúar? Dásamleg- ir. Ég ímynda mér að þessir bæir séu eins og litlir bæir út á landi, það þekkja allir alla og ég elska það. Alveg sama hvort maður fer að kaupa í matinn, í sund eða horfa á fótboltaleik þá klikkar það ekki að maður hittir skemmtilegt fólk. áttu einhverja skemmtilega minningu frá þessum stöðum? Svo óteljandi margar … En ég held að það standi upp úr þegar Of Monsters and Men hélt tón- leika við Vífilsstaði í Garðabæ og 25.000 manns mættu. Ógleyman- leg upplifun. Hvað er annars að frétta? Gott að frétta, sumarið er hér og Ísland er alveg „meðidda“ þessa dagana, það er svo mikið um að vera alls staðar og allir svo glaðir. Áfram Ísland! 365.is Sími 1817 NÝTT Á STÖÐ 2 MARAÞON HORFÐU Á HEILU ÞÁTTARAÐIRNAR ÞEGAR ÞÉR HENTAR © 2016 H om e Box O ffice, Inc. All rights reserved. H BO ® and all related program s are the property of H om e Box O ffice, Inc. STÖÐ 2 MARAÞON FYLGIR VÖLDUM SJÓNVARPSPÖKKUM 365. EINNIG ALLA VIRKA DAGA Á STÖÐ 3 KL. 19:25 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 D E -7 C 0 C 1 9 D E -7 A D 0 1 9 D E -7 9 9 4 1 9 D E -7 8 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.