Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 12

Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 12
Á hverjum föstudegi í allt sumar fá tveir kort–/lykilhafar Orkunnar tankinn endurgreiddan að fullu. Í lok hvers mánaðar fær svo einn þátttakandi í sumarleiknum 100.000 kr. eldsneytisinneign. Skráðu þig núna á orkan.is. Tyrkland Þjóðarsorg var um allt Tyrkland í gær. Allt að 41 er nú tal- inn látinn eftir skot- og sprengjuárás á Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl, fjöl- mennustu borg landsins, í fyrradag. Þar af voru 13 ferðamenn. 239 eru særðir eftir árásina, þar af liggja 109 enn á spítala. Frá þessu greindi Vasip Şahin, borgarstjóri Istanbúl, í gær. Hreingerningarstarfsfólk vann í alla fyrrinótt við að sópa upp glerbrotum á meðan viðhaldi var einnig sinnt á gólfflísum og ýmsum raftækjum. Þá gekk þungvopnað öryggisgæslulið um flugvöllinn í gær. Þrír hryðjuverkamenn gerðu árás á komusal flugvallarins og bílastæði við salinn með byssum. Þegar lög- gæslumenn mættu á vettvang og skutu á mennina sprengdu þeir sig í loft upp. Ekki hafa verið borin kennsl á lík árásarmannanna. Þó segist CNN hafa heimildir fyrir því að enginn þeirra hafi verið tyrk- neskur ríkisborgari. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingar frá rannsóknar- lögreglu bentu til þess að hryðju- verkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á árásinni. Það sé þó ekki víst enda rannsókn ekki lokið. „Hryðjuverkamennirnir komu til flugvallarins í leigubíl og réðust síðan á fólk. Fyrstu niður- stöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir hafi skotið úr byssum sínum allir þrír og síðan sprengt sig í loft upp,“ sagði Yildirim. Þá greinir CNN frá því að heimildar- menn stöðvarinnar innan CIA segi Íslamska ríkið líklega hafa staðið að árásinni eða að minnsta kosti hóp sem sæki innblástur til Íslamska ríkisins. Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, kallaði í gær eftir því að alþjóðasamfélagið sameinaði krafta sína til að berjast gegn hryðjuverk- um í kjölfar árásarinnar. „Í augum hryðjuverkasamtaka er enginn munur á Istanbúl og Lundúnum, Ankara og Berlín, Izmír og Chicago eða Antalya og Róm,“ sagði for- setinn. „Ef gjörvallt mannkyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað.“ Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá ára- mótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár. thorgnyr@frettabladid.is Íslamska ríkið grunað um árásina Forseti Tyrklands grunar Íslamska ríkið um árás á Atatürk-flugvöll. Fjörutíu og einn fórst í árásinni. Forsetinn kallar eftir samstöðu al- þjóðasamfélagsins í baráttunni við hryðjuverkamenn, eigi ekki að fara verr. Alls hafa 140 fallið í átta hryðjuverkaárásum frá áramótum. Glerbrot á gólfi Ataturk-flugvallar áður en þau voru hreinsuð upp. Nordicphotos/AFp Samfélag Akraneskaupstaður bannar einstaklingum undir 23 ára aldri að nýta sér tjaldstæði bæjar- ins meðan Írskir dagar eru haldnir hátíðlegir um næstu helgi. Gerð er undantekning á reglunni fyrir barnafólk. Þessar reglur hafa verið í gildi í nokkur ár, aðeins umrædda helgi. Þurfti bæjarfélagið að setja sér þessar reglur þar sem fyllirí og hávaði truflaði gesti hátíðarinnar að næturlagi. Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir annað tjaldsvæði fyrir lögráða fólk undir 23 ára aldri ekki vera til í bæjarfélaginu og því geti þessi hópur ekki tjaldað á bæj- arhátíðinni sem hefur að mestu farið vel fram síðustu ár. „Þessar reglur voru settar fyrir nokkrum árum og hefur þeim verið fylgt síð- ustu ár. Fólki undir 23 ára aldri er vísað frá tjaldstæðinu nema ef um barnafólk er að ræða,“ segir Regína. „Því miður reyndist nauðsynlegt að setja þessar reglur á sínum tíma, en þær eru vissulega umdeildar. Fólk undir 23 ára aldri getur þar af leið- andi ekki tjaldað hjá okkur á írskum dögum.“ – sa Undir 23 ára fá ekki að tjalda á Írskum dögum Írskir dagar eru árviss bæjarhátíð á Akranesi. FréttAblAðið/GVA Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Ef gjörvallt mann- kyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað. Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands Því miður reyndist nauðsynlegt að setja þessar reglur á sínum tíma, en þær eru vissu- lega umdeildar. Regína Ástvalds- dóttir, bæjarstjóri á Akranesi 3 0 . j ú n í 2 0 1 6 f I m m T U d a g U r12 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D E -3 1 F C 1 9 D E -3 0 C 0 1 9 D E -2 F 8 4 1 9 D E -2 E 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.