Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 30.06.2016, Qupperneq 12
Á hverjum föstudegi í allt sumar fá tveir kort–/lykilhafar Orkunnar tankinn endurgreiddan að fullu. Í lok hvers mánaðar fær svo einn þátttakandi í sumarleiknum 100.000 kr. eldsneytisinneign. Skráðu þig núna á orkan.is. Tyrkland Þjóðarsorg var um allt Tyrkland í gær. Allt að 41 er nú tal- inn látinn eftir skot- og sprengjuárás á Atatürk-flugvöllinn í Istanbúl, fjöl- mennustu borg landsins, í fyrradag. Þar af voru 13 ferðamenn. 239 eru særðir eftir árásina, þar af liggja 109 enn á spítala. Frá þessu greindi Vasip Şahin, borgarstjóri Istanbúl, í gær. Hreingerningarstarfsfólk vann í alla fyrrinótt við að sópa upp glerbrotum á meðan viðhaldi var einnig sinnt á gólfflísum og ýmsum raftækjum. Þá gekk þungvopnað öryggisgæslulið um flugvöllinn í gær. Þrír hryðjuverkamenn gerðu árás á komusal flugvallarins og bílastæði við salinn með byssum. Þegar lög- gæslumenn mættu á vettvang og skutu á mennina sprengdu þeir sig í loft upp. Ekki hafa verið borin kennsl á lík árásarmannanna. Þó segist CNN hafa heimildir fyrir því að enginn þeirra hafi verið tyrk- neskur ríkisborgari. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, sagði við fjölmiðla í gær að upplýsingar frá rannsóknar- lögreglu bentu til þess að hryðju- verkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki beri ábyrgð á árásinni. Það sé þó ekki víst enda rannsókn ekki lokið. „Hryðjuverkamennirnir komu til flugvallarins í leigubíl og réðust síðan á fólk. Fyrstu niður- stöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir hafi skotið úr byssum sínum allir þrír og síðan sprengt sig í loft upp,“ sagði Yildirim. Þá greinir CNN frá því að heimildar- menn stöðvarinnar innan CIA segi Íslamska ríkið líklega hafa staðið að árásinni eða að minnsta kosti hóp sem sæki innblástur til Íslamska ríkisins. Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, kallaði í gær eftir því að alþjóðasamfélagið sameinaði krafta sína til að berjast gegn hryðjuverk- um í kjölfar árásarinnar. „Í augum hryðjuverkasamtaka er enginn munur á Istanbúl og Lundúnum, Ankara og Berlín, Izmír og Chicago eða Antalya og Róm,“ sagði for- setinn. „Ef gjörvallt mannkyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað.“ Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá ára- mótum, þar af fjórar í Istanbúl. Alls hafa um 140 fallið í árásunum átta, flestir í árásinni í fyrradag. Herskár armur Verkamannaflokks Kúrda (PKK) hefur lýst yfir ábyrgð á fimm árásum. Íslamska ríkinu hefur verið kennt um hinar þrjár. thorgnyr@frettabladid.is Íslamska ríkið grunað um árásina Forseti Tyrklands grunar Íslamska ríkið um árás á Atatürk-flugvöll. Fjörutíu og einn fórst í árásinni. Forsetinn kallar eftir samstöðu al- þjóðasamfélagsins í baráttunni við hryðjuverkamenn, eigi ekki að fara verr. Alls hafa 140 fallið í átta hryðjuverkaárásum frá áramótum. Glerbrot á gólfi Ataturk-flugvallar áður en þau voru hreinsuð upp. Nordicphotos/AFp Samfélag Akraneskaupstaður bannar einstaklingum undir 23 ára aldri að nýta sér tjaldstæði bæjar- ins meðan Írskir dagar eru haldnir hátíðlegir um næstu helgi. Gerð er undantekning á reglunni fyrir barnafólk. Þessar reglur hafa verið í gildi í nokkur ár, aðeins umrædda helgi. Þurfti bæjarfélagið að setja sér þessar reglur þar sem fyllirí og hávaði truflaði gesti hátíðarinnar að næturlagi. Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi, segir annað tjaldsvæði fyrir lögráða fólk undir 23 ára aldri ekki vera til í bæjarfélaginu og því geti þessi hópur ekki tjaldað á bæj- arhátíðinni sem hefur að mestu farið vel fram síðustu ár. „Þessar reglur voru settar fyrir nokkrum árum og hefur þeim verið fylgt síð- ustu ár. Fólki undir 23 ára aldri er vísað frá tjaldstæðinu nema ef um barnafólk er að ræða,“ segir Regína. „Því miður reyndist nauðsynlegt að setja þessar reglur á sínum tíma, en þær eru vissulega umdeildar. Fólk undir 23 ára aldri getur þar af leið- andi ekki tjaldað hjá okkur á írskum dögum.“ – sa Undir 23 ára fá ekki að tjalda á Írskum dögum Írskir dagar eru árviss bæjarhátíð á Akranesi. FréttAblAðið/GVA Átta hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar í Tyrklandi frá áramótum, þar af fjórar í Istanbúl. Ef gjörvallt mann- kyn slæst ekki í för með okkur í baráttunni gegn hryðjuverkum munu mun verri árásir en við getum ímyndað okkur eiga sér stað. Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands Því miður reyndist nauðsynlegt að setja þessar reglur á sínum tíma, en þær eru vissu- lega umdeildar. Regína Ástvalds- dóttir, bæjarstjóri á Akranesi 3 0 . j ú n í 2 0 1 6 f I m m T U d a g U r12 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a ð I ð 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 D E -3 1 F C 1 9 D E -3 0 C 0 1 9 D E -2 F 8 4 1 9 D E -2 E 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.