Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 86
Félagarnir Adrian og Costi í dálítið mislukkaðri fjársjóðsleit.
The Treasure
HHHHH
Leikstjóri og handritshöfundur:
Corneliu Porumboiu
Framleiðandi: Marcela Ursu
Aðalleikarar: Toma Cuzin, Adrian
Purcarescu og Corneliu Cozmei
Rúmenía var lengstum lítt þekkt
fyrir kvikmyndagerð en það breyttist
kringum 2005 eða svo þegar nokkrir
athyglisverðir rúmenskir leikstjórar
spruttu fram á sjónarsviðið og síðan
þá hafa athyglisverðar rúmenskar
myndir borist okkur á hverju ári.
Cornelio Porumboiu er einn af þess-
um leikstjórum, þekktur fyrir myndir
á borð 12:08 East of Bucharest. The
Treasure er nýjasta myndin hans og
hefur hún unnið til fjölda verðlauna
um heim allan undanfarið.
Myndin segir frá Costi nokkrum
sem lætur fjárþurfi nágranna sinn
Adrian plata sig í fjársjóðsleit á gam-
alli landareign úti í sveit. Costi notar
allt sparifé sitt, og fær auk þess lán-
aðan pening frá tengdaföður sínum,
til að leigja málmleitarvél og þeir
skunda af stað og hefja leitina,
en hún gengur ekki alveg
eins og þeir vonuðu.
The Treasure er hæglát
en lúmsk gamanmynd,
jafnvel svolítið þurr (en
á góðan hátt, að mestu).
Þetta er ekki beint mynd
þar sem maður skellir upp
úr reglulega heldur fær hún
mann smám saman til að brosa
og byggir hægt og rólega upp absúrd
aðstæður og lætur þær virka trúverð-
ugar, þótt fáránleikinn sem liggur að
baki sé aldrei langt undan.
Hetjurnar tvær, Adrian og Costi,
eru ekki skörpustu hnífarnir í skúff-
unni og auk þess mjög örvæntingar-
fullir. Myndin er sannarlega ádeila
á rúmenskt samfélag sem er enn þá
að rífa sig upp úr kommúnismanum,
og það kemst vel til skila jafnvel fyrir
okkur sem erum ekki endilega sér-
fróð um það. Skriffinnskan er
allsráðandi og mögulega
það sem helst lifir af
gömlu kommún-
ista-Rúmeníu.
Hérna fáum við
að sjá eitthvað
sem e.t.v. fæstir
sjá fyrir sér þegar
hugsað er um
Rúmeníu: Milli-
stéttarfólk sem lifir
tiltölulega venjulega
vestrænu lífi. Þrátt fyrir
arfleifð kommúnismans lifir þetta
fólk ágætis lífi með flestum nútíma
þægindum. En engu að síður gætu
hlutirnir verið miklu betri og menn
eru til í gera fáránlegustu hluti til að
bæta líf sitt, eins og að leita að göml-
um fjársjóðum í bakgörðum eða ljúga
að yfirmanni sínum að maður sé að
halda framhjá konunni sinni frekar
en að segjast vera að fara í fjársjóðs-
leit.
Það er margt í gangi í þessari mynd
en um leið er hún samt frekar einföld.
Hún er líka hæg, stundum virkar það
mjög vel en hún verður þó fullhæg í
seinnihlutann og nær ekki alltaf að
halda athygli manns. Hugsanlega
hefði hún virkað enn betur sem stutt-
mynd. Hægagangurinn er vissulega
ákveðið stílbrigði en myndin verður
full endurtekningarsöm á köflum.
En svo kemur myndin á óvart í
lokin og endar ekki alveg eins og
maður hefði búist við, og atburðirnir
öðlast aukna dýpt. Þessi óvænti endir
bætir að einhverju leyti upp fyrir
hægaganginn í seinnihlutanum.
Atli Sigurjónsson.
NiðursTaða: Lúmsk og hæglát
gamanmynd um venjulegt fólk í fárán-
legum aðstæðum. Fullhæg og endur-
tekningarsöm í seinnihlutann en samt
fyndin og skemmtilega óvenjuleg.
Fjársjóðsleit í fáránlegum aðstæðum
Hæglát en lúmsk gamanmynd þar sem örvæntingarfulla tvíeykið Adrian og Costi
endurspegla Rúmeníu í andarslitrum kommúnismans svo úr verður óvænt stuð.
Frumsýningar
THe BFG
Ævintýra-/fjölskyldumynd
Aðalhlutverk: Mark Rylance,
Ruby Barnhill og Penelope
Wilton.
Frumsýnd 1. júlí.
IMDb 7,4
Mike And dAve need
WeddinG dATes
Grínmynd
Aðalhlutverk: Aubrey Plaza,
Anna Kendrick og Zac Efron
Frumsýnd 6. júlí.
THe LeGend oF TARzAn
Ævintýra- og hasarmynd.
Aðalhlutverk: Margot Robbie,
Alexander Skarsgård og
Christoph Waltz.
Frumsýnd 6. júlí
IMDb 7,9/10
The Treasure
Allt sem þú þar ...
Skv. prentmiðlakönnun Gallup, janúar–mars 2016
íbúa á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 12–80 ára lesa
Fréttablaðið daglega.*
59,5%
Sá öldi myndi fara langt með að fylla
sæti Laugardalsvallar tíu sinnum.
59,5% lesa
Fréttablaðið
28,6% lesa
Morgunblaðið
3 0 . j ú N í 2 0 1 6 F i M M T u D a G u r54 M e N N i N G ∙ F r É T T a B L a ð i ð
bíó
3
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
6
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
D
E
-3
6
E
C
1
9
D
E
-3
5
B
0
1
9
D
E
-3
4
7
4
1
9
D
E
-3
3
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
9
6
s
_
2
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K