Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 72
Fótbolti Augu alheimsins beinast að Íslandi þessa dagana og ljóst að það verður gríðarleg athygli á leik liðsins gegn Frakklandi í 8 liða úrslitum EM á Stade de France á sunnudag. Fjölmiðlar víða um heim keppast við að hlaða íslenska liðið lofi og gera íslenska ævintýrinu góð skil. Franskir fjölmiðlar einbeita sér þó öðru frem- ur að liðinu sjálfu og hvað franska liðið þurfi að gera til að slá íslensku víkingana úr leik á sunnudag. Gregoire Fleurot er blaðamaður stærsta íþróttablaðs Frakklands, L'Equipe, og hann hefur fylgt íslenska liðinu eftir síðan í mars. Hann segir að væntingar Frakka séu skýrar. Þeir vilji vinna mótið á heimavelli. Vilja fara alla leið „Það væru þess vegna mikil von- brigði að tapa fyrir Íslandi,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Þá var nýlokið þéttsetnum blaðamannafundi íslenska liðsins á Novotel-hótelinu í Annecy. „Forseti franska knattspyrnusam- bandsins sagði fyrir mótið að lág- marksvæntingar væru að ná í und- anúrslitin. En allir búast við því að liðið geti farið alla leið,“ segir hann. L'Equipe helgaði íslenska liðinu fjórar síður í útgáfu sinni í dag. „Tvær um hvernig Ísland spilar og hversu gott liðið er. Það vita flestir að Ísland er með gott lið og fólk vill nú skilja af hverju Ísland hefur náð góðum árangri gegn sterkum liðum eins og Englandi.“ Glapræði að vanmeta Ísland Það hefur mátt heyra á sérfræðing- um í franska sjónvarpinu að þeir telji að franska landsliðið eigi að vinna það íslenska. „Það væri glapræði að vanmeta íslenska liðið úr þessu. Ég hef nú ekki heyrt mikið sjálfur af umræðu sérfræðinga en get ímyndað mér að það sé einfaldlega hluti af umræðunni í sjónvarpi að hafa skiptar skoðanir, þar sem meðal annars svona ummæli falla.“ Undirbúningur verður réttur Didier Deschamps, landsliðsþjálf- ari Frakklands, átti ótrúlegan leik- mannaferil. Hann vann nánast allt sem hægt var að vinna. Hann var landsliðsfyrirliði heims- og Evr- ópumeistaraliðs Frakklands sem unnu titlana 1998 og 2000 og vann Meistaradeild Evrópu með tveimur liðum – Marseille og Juventus. Hann er einn þriggja fyrirliða í sögunni til að lyfta öllum þremur bikur- unum, ásamt Franz Becken- bauer og Iker Casillas. „Deschamps mun ekki vanmeta Ísland. Hann er mjög alvörugefinn þjálfari sem lifir fyrir samkeppni og mót eins og þessi. Hann hefur gert þetta allt saman áður og veit að það eru engin smálið á stórmótum. Ég held að honum takist að hafa andlegan undirbúning liðsins fyrir þennan leik réttan.“ Fleurot minnir á að verðandi heimsmeistarar Frakklands fengu erfiðan leik í 16 liða úrslitum HM 1998. „Það var gegn Paragvæ, sem átti að heita smálið, og reyndist einn erfiðasti leikur mótsins. Frakk- land vann næstum 1-0 í framleng- ingu og var næstum búið að tapa. Þjálfarinn er mjög meðvitaður um þær hættur sem stafa af Íslandi.“ Veikir á köntunum Mikið hefur verið fjallað um það sem Ísland gerir vel og landsliðs- þjálfurunum hefur verið tíðrætt um að lykilatriði í velgengni liðsins sé hversu vel íslenska liðinu tekst að nýta sína styrkleika. En hverja telur Fleurot vera veikleika Íslands? „Það er erfið spurning. Ég veit allt um styrkleika liðsins,“ segir hann og brosir. „Ísland er með mjög sterka miðverði, miðjumenn og svo tvo framherja sem vinna gríðarlega mikið. Það er kannski helst að kant- arnir séu viðkvæmir. Þegar England ákvað að spila breitt og sækja upp kantana komu bestu færi þeirra í leiknum. Það er því helst að veik- leikar íslenska liðsins liggi þar.“ Hann hefur gert þetta allt saman áður og veit að það eru engin smálið á stór- mótum. Gregoire Fleurot, blaðamaður á L’Equipe Í dag 17.30 Bridgestone Invit. Golfstöðin 21.00 Valur - Bröndby Sport 2 22.00 Sumarmessan Sport 2 Evrópudeild UEFA 19.15 KR - Glenavon 19.15 Breiðablik - FK Jelgava 21.00 Valur - Bröndby Pepsi-deild kvenna 19.15 Stjarnan - ÍA Inkasso-deildin 19.15 Leiknir R. - Haukar 19.15 HK - Fram 19.15 Selfoss - KA ÍSLAND ALLTAF á uPPLEIð Ísland er komið upp í 7. sætið á styrkleikalista The Guardian yfir liðin 24 á EM 2016. Íslenska liðið stekkur upp um sex sæti á styrkleikalistanum eftir sigurinn á Englandi á mánudaginn. Ekkert lið hækkar sig um jafn mörg sæti á styrkleikalista The Guardian eftir 16 liða úrslitin og Ísland. Belgar koma næstir en þeir fara upp um fjögur sæti eftir sigurinn á ungverjalandi í Toulouse. Þjóð- verjar taka efsta sætið af Króötum sem falla niður um átta sæti og niður í það níunda. Ítalir eru í 2. sæti, Belgar í því þriðja, Frakkar í fjórða og Walesverjar eru komnir upp í 5. sætið eftir sigurinn á N-Írlandi. Evrópumeistarar Spánverja, sem voru í efsta sætinu, eru dottnir niður í 11. sæti og Englend- ingar í það fjórtánda. Íslenska liðið var í 16. sæti á fyrsta styrk- leikalistanum sem The Guardian birti, 13. sæti á öðrum og þriðja og er nú komið upp í 7. sætið eins og áður sagði. Nýjast EM2016 http://www.seeklogo.net Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@365.is Deschamps mun ekki vanmeta Ísland Blaðamaður L'Equipe á ekki von á að hinn almenni stuðningsmaður franska landsliðsins muni vanmeta Ísland í leik liðanna í 8 liða úr- slitum EM á sunnudag. Það verði þó erfitt fyrir íslensku vörnina. Didier Deschamps, þá fyrirliði franska landsliðsins, lyftir hér Evrópumeistara- bikarnum við hlið Zinedine Zidane eftir sigur Frakka 2000. FRéttABLAðIð/GEtty Didier Deschamps, Franz Beckenbauer og Iker Casillas eru þeir einu sem hafa verið fyrirliðar liða sem hafa unnið HM, EM og Meistaradeild Evrópu. Ungir og hraðir leik- menn á bekknumn hjá franska landsliðinu Engu liði hefur tekist að brjóta íslenska liðið, sem er enn ósigrað á EM í Frakklandi, niður. Gregoire Fleurot, blaðamaður hins virta íþróttablaðs L’Equipe, telur að breiddin í leikmannahópi Frakk- lands gæti reynst íslenska liðinu erfið í leiknum á Stade de France á sunnudaginn. „Frakkland er að mínu mati með betra sóknarlið en bæði Portúgal og England. Það þýðir þó ekki endilega að Frökkum muni takast að brjóta íslensku vörnina niður og skora 2-3 mörk,“ segir hann. Frakkar hafa þegar skorað sex mörk á mótinu eða jafnmikið og íslenska liðið. „Frakkar hafa verið að skora seint í leikjum og þegar lið á unga og hraða menn eins og Kingsley Coman og Anthony Martial, leikmenn sem spila með Bayern München og Manchester Untied, á bekknum gæti það verið erfitt fyrir þreytta varnarmenn [Íslands] að takast á við þá eftir að hafa glímt við Antoine Griezmann og Dimitri Payet allan leikinn,“ segir Fleurot. Pepsi-deild karla í fótbolta ÍA - Stjarnan 4-2 0-1 Hilmar Árni Halldórsson (5.), 1-1 Garðar Gunnlaugsson, víti (8.), 1-2 Brynjar Guð- jónsson (56.), 2-2 Garðar Gunnlaugsson (63.), 3-2 Darren Lough (66.), 4-2 Garðar Gunnlaugsson (73.). Efst FH 20 Fjölnir 19 Víkingur Ó. 17 Breiðablik 16 Stjarnan 14 ÍBV 13 Neðst Valur 11 Víkingur R. 11 ÍA 10 KR 9 Þróttur 7 Fylkir 5 Pepsi-deild kvenna í fótbolta Valur - Þór/KA 6-1 Elín Metta Jensen 3, Margrét Lára Viðars- dóttir 2, Laufey Björnsdóttir - Margrét Árnadóttir. ÍBV - Breiðablik 0-4 Hallbera Guðný Gísladóttir 2, Fanndís Frið- riksdóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir. Fylkir - KR 1-1 0-1 Sigríður María Sigurðardóttir (28.), 1-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (57.). Selfoss - FH 2-0 1-0 Lauren Elizabeth Hughes (21.), 2-0 Magda lena Anna Reumis (67.). Efst Breiðablik 14 Stjarnan 13 Valur 11 Selfoss 9 Þór/KA 8 Neðst FH 7 ÍBV 6 KR 6 Fylkir 4 ÍA 1 3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F i M M t U D A G U R40 s P o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð sport 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 D E -5 4 8 C 1 9 D E -5 3 5 0 1 9 D E -5 2 1 4 1 9 D E -5 0 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.