Fréttablaðið - 30.06.2016, Side 34
Rapparinn Árni Páll Árna
son, eða Herra Hnetusmjör,
sem er undrabarn úr austur hluta
Kópavogs að eigin sögn, henti
fyrsta lagi sínu á netið fyrir tveim
ur árum og hefur ekki stoppað
síðan. Fatastíll hans einkennist
bæði af mjög látlausum og þægi
legum fatnað en einnig mjög áber
andi fötum. Týpískur fatnaður
samanstendur af svartri hettu
peysu, derhúfu og lillabláum satín
jakka. Hann fílar flotta skó og
stóra jakka, ljósbláar og svartar
gallabuxur. Stórar keðjur og gott
úr setja svo punktinn yfir iið.
Hvenær fékkstu áhuga á tísku? Ég
byrjaði að pæla í tísku þegar ég fór
til Bandaríkjanna tíu ára gamall.
Ég kíkti inn í búðina Ecko unltd og
sá þar risastóra jakka, derhúfur,
víðar gallabuxur og keðjur. Það
varð ekki aftur snúið. Síðan þá hef
ég aðeins slakað á og rokka ekki
föt sem eru fimm númerum of stór.
Hvernig blandast tónlistar- og
tískuheimurinn? Tónlistin og
listamenn hafa auðvitað massa
áhrif á mann. Ég elska eiginlega
allt sem Rick Ross klæðist. Hann
á leðurjakkasafn, marga hverja
úr krókódílaskinni og er þekktur
fyrir að rokka Versacesilki
skyrtur. Ég las líka að hann ætti
eitt stærsta vintage sólgleraugna
safn í heiminum, sem er nett. Svo
spilar rappið auðvitað inn í skó
áhugann; Jordans alla daga.
Hvernig fylgist þú helst með
tískunni? Ég fylgist í rauninni
ekkert með tísku, nema helst í
gegnum tónlistarmyndbönd og
á Instagram þar sem ég spotta
eitthvað nett. Svo er Joe
Frazier að benda mér
á nett stöff. Hann
kynnti mig t.d.
fyrir Tommy
Hilfiger merk
inu en ég
keypti slatta
af þannig
flíkum um
daginn.
Áttu þér
uppáhalds-
verslanir? Ég
er lítið í því að
fara í verslunar
leiðangra heldur kaupi
frekar á netinu eða bara
í bölki þegar ég fer til útlanda.
Nýlega fór ég til Bandaríkjanna
og ef ég ætti að nefna einhverjar
búðir eru það Tommy Hilfiger,
Ralph Lauren og Levi’s.
Áttu uppáhaldshönnuði? Ég er
ekki nógu djúpt í leiknum til að
eiga uppáhaldshönnuði. Þó fíla ég
munstrin í Versace þótt ég eigi
engar flíkur frá því merki. Samt
á ég sturluð sólgleraugu frá Ver
sace. Hérna heima er það klárlega
Reykjavík Roses.
Eyðir þú miklu í föt miðað við
jafnaldra þína? Ég er ekkert að
spyrjast fyrir um hvað hómís eru
að eyða í föt. Held samt að ég sé
ekkert að missa mig meira en
félagar mínir, við erum slakir.
Áttu þér uppáhaldsflík? Það
er klárlega KBEjakkinn minn
sem er blár baseballjakki með
hvítum ermum sem ég lét
gera á netinu. Þetta
er í rauninni bara
Yankeesjakki
með KBE
áletrun í
staðinn, sem
er heitið
á genginu
mínu.
Bestu og
verstu kaup
þín? Bestu
kaupin eru
sennilega KBE
jakkinn en verstu
kaupin eru örugg
lega einhver jakki sem
ég týndi stuttu eftir að ég keypti
hann.
Notar þú fylgihluti? Já, ég elska
fylgihluti og er nær alltaf með
keðju, hring og úr. Ef ég er í
stuði nota ég sólgleraugu.
Hvað er helst að gerast í tón-
listinni hjá þér í sumar? Ég kom
fram á Secret Solstice tónlistar
hátíðinni sem var mjög gaman.
Síðan kem ég fram á Húkkara
ballinu á Þjóðhátíð í Vestmanna
eyjum síðar í sumar. Annars
hlakka ég til að gefa út efnið
sem ég sit á. Ég er búinn að
vinna nýtt efni þó ég hafi ekki
gefið neitt út síðan í desember.
Það er lager á leiðinni.
Jakkinn er frá Tommy Hilfiger og buxurnar frá Levi’s.
Myndir/Eyþór
Buxurnar eru frá Levi’s og bolurinn frá ralph Lauren. KBE-
húfa á hausnum og Jordans-skór.
Fólk Er kyNNiNgarBlað sem
býður auglýsendum að kynna vörur og
þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í
blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn
efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera Einarsdóttir,
vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447,
Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage,
johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
KBE
jakkinn
er í
mestu
uppá-
haldi.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
Flott sumarföt fyrir flottar konur
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Góðar
gallabuxur
Háar í mittið
7/8 lengd
2 litir
kr. 14.900.-
str. 36-46/48
K-BRÚN
Íslensk hönnun Sundlaugarvegi Sími: 517 3640
Opið 11:30 - 18:00
3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R2 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A
3
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
D
E
-5
E
6
C
1
9
D
E
-5
D
3
0
1
9
D
E
-5
B
F
4
1
9
D
E
-5
A
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
9
6
s
_
2
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K