Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 68
Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórn- völd til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlönd- unum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla- Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fang- elsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heil- brigðiskerfinu. Allur þessi kostnað- ur hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangels- isúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri. Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, inni- haldsrík atvinna, meðferðir og eftir- fylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmark- miðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betr- unarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypu- geymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélags- þegnar. Glórulaus hagfræði Gunnars Alexanders Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjár-hagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu. Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjár- hagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erf- iðu aðstöðu enda stuðlar virk sam- félagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismun- andi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkur- borgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra for- sendum. Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuð- um þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykja- vík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kær- leik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsað- stoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða. Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátt- taka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til fram- færslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði. Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að ein- hverju leyti rekja til betra atvinnu- ástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu vel- ferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu. Virðing og kærleikur Umræða um fíkn hefur tekið miklum stakkaskiptum á þeim árum sem liðin eru frá því að Rótin var stofnuð enda er löngu tímabært að endurskoða íslenska meðferðarkerfið. Á innan við ári hafa tveir alþjóð- legir fyrirlesarar í fremstu röð heim- sótt Ísland og fjallað um tengsl fíknar og áfalla. Stephanie Coving- ton, frumkvöðull á sviði áfallameð- vitaðrar meðferðar við fíknivanda kvenna, kom sl. haust í boði Rótar- innar og fleiri aðila og fjallaði um mikilvægi þess að meðferð sé kynja- miðuð, kærleiksrík og valdeflandi. Hinn 12. júní sl. hélt svo kanad- íski læknirinn og rithöfundurinn Gabor Maté fyrirlestra í Hörpu um lífsálfélagslega (e. biopsychosocial) kenningu um fíkn, en eftir því sem rannsóknum á áhrifum lífsreynslu og erfiðra upplifana í æsku fjölgar verða æ skýrari tengslin á milli áfallareynslu, fíknar og annars heilsufarsvanda síðar á ævinni. Félagasamtök áhugafólks um fíknivandann, SÁÁ, fær bróðurpart þess fjármagns sem notað er til með- ferðar við fíknivanda hér á landi. Minnesóta-módel þeirra byggist á þeirri umdeildu kenningu að fíkn sé ólæknandi heilasjúkdómur sem allir þurfi svo til sömu meðferð við og markmið meðferðarinnar er að fólk fari inn í AA-samtökin. Ekki í þekkingarleit En hver eru viðbrögð SÁÁ við þeirri umræðu sem hér hefur farið af stað um nýja þekkingu á sviði fíkni- fræða? Viðbrögðin sýna að sam- tökin eru ekki í þekkingarleit en mæta allri umræðu um málaflokk- inn sem ekki er stjórnað af samtök- unum með þöggunartilburðum og hroka. Ef marka má Þórarin Tyrf- ingsson er staða þekkingar innan SÁÁ yfir allt hafin. „Hér höfum við safnað allri þeirri þekkingu sem til er um áfengissýki og vímuefna- fíkn,“ segir hann í myndbandi á vef samtakanna (https://youtu.be/6- oN23mPKFhI?t=417). Læknafélag Íslands eða Embætti landlæknis ættu að skoða þennan málflutning sem virðist skýrt brot á 20. gr. siða- reglna lækna sem segir þeim ósæm- andi að gefa yfirburði sína í skyn og upphefja eigin þekkingu. Síðan við Rótarkonur hófum okkar mannréttindabaráttu höfum við fengið ákúrur fyrir að vera hroka- fullar, fordómafullar, á fallbraut og fleira persónulegt en við höfum aldrei fengið málefnalega gagnrýni. Okkur berast fréttir af því að þar sem okkur er veitt áheyrn fylgi í kjölfarið upphringingar frá forráðamönnum SÁÁ sem finnst greinilega að mál- frelsi okkar sé ofaukið. Fjölmiðla- menn sem taka viðtöl við okkur fá skammir, stjórnmálamönnum er sagt til syndanna og embættismenn fá bæði reiðilestra og stofnanir form- legar kvartanir. Gabor Maté er umdeildur en hann er áhugaverður fyrirlesari og kenn- ingar hans um fíkn byggja á áreiðan- legum vísindarannsóknum m.a. í þroskasálarfræði. Maté, sem er ung- verskur gyðingur, talar um áhrif stress á ungbörn og tekur sjálfævisögulegt dæmi um að afi hans hafi verið myrt- ur í helförinni og að líf fjölskyldunnar, á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, hafi því einkennst af ótta og stressi fyrstu æviár Matés. Slíkt ástand hefur áhrif á taugaþroska barna. Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, sér ástæðu til að gera lítið úr Maté og snúa út úr orðum hans í Facebook- færslu, sem farið hefur víða um netið, þar sem Arnþór segir að Maté vilji „meina að áfallið sem afi lenti í þegar fauk á hann bátur fyrir 100 árum sé ástæðan fyrir fíknsjúkdómi dagsins í dag og rétta meðferðin að fá sér brasilíska sýrusveppasúpu svo maður geti tengst sjálfum sér (og afa) á astralsviðinu og losnað þannig við sársauka liðinna kynslóða“. Í þætt- inum Harmageddon 15. júní heldur hann svo áfram að snúa út úr orðum Maté á neyðarlegan hátt. Svona málflutningur er sorglegur og áhyggjuefni að hann komi frá for- manni samtaka áhugamanna sem fá um milljarð á ári, á núgildandi fjárlög- um er hækkun um u.þ.b. 100 milljónir frá síðasta ári, úr opinberum sjóðum til að reka meðferð við „langvinnum heilasjúkdómi“. Hvernig stendur á því að þessi stóru almannaheillasamtök sætta sig við svo ómálefnalega og ófaglega forystu? Hvað er að hjá SÁÁ? Áslaug Árnadóttir Edda Arinbjarnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir Katrín Guðný Alfreðsdóttir Kristín I. Pálsdóttir í ráði og vararáði Rótarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar- innar og fulltrúi í velferðarráði Reykjavíkur- borgar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viðbrögðin sýna að sam- tökin eru ekki í þekkingarleit en mæta allri umræðu um málaflokkinn sem ekki er stjórnað af samtökunum með þöggunar- tilburðum og hroka. Það blasir við að næstu skref í fangelsis- málum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypu- geymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. 3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R36 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 D E -2 D 0 C 1 9 D E -2 B D 0 1 9 D E -2 A 9 4 1 9 D E -2 9 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.