Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 6
Kletthálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 590 2160 •
Opið virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 12–16
Mercedes-Benz
Ljúfir gæðabílar – en smá notaðir
Kíktu á úrvalið á www.notadir.is
www.notadir.is
Verð 11.990.000 kr.
Afb./mán. 101.200 kr.*
Verð 3.490.000 kr.
Afb./mán. 25.500 kr.*
Verð 7.650.000 kr.
Afb./mán. 64.500 kr.*
*Mánaðargreiðsla m.v. 50% útborgun og lán í 84 mánuði. Vextir 9,25%, árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,9–10,98%
GL 350 4MATIC
Árgerð 2012, ekinn 26 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 211 hö.
Búnaður:
Nálgunarvarar, LED
innilýsing, On/Off Road pakki
með lágu drifi, 19“ álfelgur,
skrautlistar o.fl.
B 180 NTG
Árgerð 2011, ekinn 45 þús. km,
sjálfskiptur, bensín/metan.
Búnaður:
Krómpakki, 16“ álfelgur,
bakkskynjarar, hiti í fram-
sætum, loftkæling o.fl.
E 220 CDI
Árgerð 2014, ekinn 12 þús. km,
sjálfskiptur, dísil, 170 hö.
Búnaður:
LED dagljósabúnaður,
Metallic lakk, Artico leður,
nálgunarvarar, Avantgarde
útfærsla o.fl.
LögregLumáL Verkefnum alþjóða-
deildar ríkislögreglustjóra hefur
fjölgað mikið síðustu tvö ár sam-
hliða auknum fjölda umsækjenda
um alþjóðlega vernd. Á síðasta
ári stóð alþjóðadeild að 69 fram-
kvæmdum þar sem 123 einstak-
lingum var fylgt með lögregluvaldi
úr landi. Það sem af er ársins 2016
er þeir orðnir 131.
Aðgerð lögreglu í Laugarnes-
kirkju var að beiðni Útlendinga-
stofnunar. Sérsveit lögreglu aðstoð-
aði alþjóðadeild við aðgerðina.
Myndband sem sýndi aðgerð lög-
reglu vakti óhug með almenningi.
Á því sést lögreglumaður slá til
ungs manns sem var viðstaddur
brottflutninginn. Þá sjást Írak-
arnir tveir sem voru handteknir
og fluttir til Noregs dregnir eftir
kirkjugólfinu. Séra Kristín Tómas-
dóttir, sóknarprestur í Laugarnes-
kirkju, sagði aðfarir lögreglu harka-
legar og þörf á breytingum sem
tækju mið af mannúð. „Stjórnvöld
verða að hætta að skýla sér á bak
við Dyflinnarreglugerðina í stað
þess að veita hverjum einstaklingi
efnislega meðferð og þannig sýna
honum þá virðingu sem hann á
skilið,“ sagði Kristín.
Siðmennt tekur undir gagnrýni
Kristínar á að Útlendingastofnun
og lögregla beiti harkalegum
aðgerðum við brottvísun flótta-
manna, í stað þess að láta mann-
úðarsjónarmið ráða ferðinni.
Fjórir Írakar fengu vernd í meðferð
Útlendingastofnunar í maímánuði
eftir efnislega meðferð. Írakarnir
tveir sem voru sóttir af lögreglu
voru hins vegar sendir til Noregs
samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni.
Jón Bjartmars, yfirmaður
alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra,
segir nú verið að taka saman
skýrslur frá lögreglumönnum
sem komu að framkvæmd máls-
ins. „Ávallt er reynt að haga fram-
kvæmd með sem mildilegasta
hætti,“ segir Jón spurður um hvert
leiðarljós lögreglumanna er við
aðgerðir sem þessar.
Athygli vakti að sérsveit ríkis-
lögreglustjóra tók þátt í aðgerð-
unum. Jón segir sérsveit ekki alltaf
kallaða til. „Nei, það fer eftir því
mati sem liggur fyrir í hverju til-
viki fyrir sig,“ segir Jón. Hann
bendir á að ríkislögreglustjóri
hafi ítrekað bent á þörf á auknum
mannafla til embætta lögreglu.
kristjanabjorg@frettabladid.is
131 fluttur
úr landi með
lögregluvaldi
Árið 2015 annaðist lögregla að beiðni Útlendinga-
stofnunar fylgd 123 einstaklinga frá landinu og það
sem af er ársins 2016 eru þeir orðnir 131. Aðgerð
lögreglu í Laugarneskirkju hefur verið harðlega
gagnrýnd. Yfirmaður alþjóðadeildar bíður skýrslu
frá lögreglumönnum sem tóku þátt í aðgerðinni.
123
einstaklingar fóru í lögreglu-
fylgd úr landi á síðasta ári.
131
einstaklingur hefur farið í
lögreglufylgd á þessu ári.
4
Írakar fengu vernd
í maímánuði.
Jón Bjartmars,
yfirmaður
alþjóðadeildar
ríkislögreglustjóra
Nýja-SjáLaNd Bærinn Kaitangata á
Nýja-Sjálandi á við einstakt vandamál
að stríða en þar er fjöldi lausra starfa
og mikið laust húsnæði en of fáir
íbúar. Bæjarstjórnarmenn í þessum
átta hundruð manna bæ reyna nú að
laða að íbúa með spennandi tilboði.
Þeir sem flytja til bæjarins fá hús
og land fyrir rétt rúmar 20 milljónir
íslenskra króna. Vonast er til þess að
koma einnig í veg fyrir brottflutning
með þessu móti.
Um þúsund laus störf eru í hérað-
inu og bara tveir ungir atvinnulausir
í bænum. Helstu atvinnurekendur á
svæðinu tengjast frumatvinnugrein-
um. Hingað til hafa þeir verið með
starfsmenn sem koma með rútum í
allt að klukkutíma fjarlægð frá verk-
smiðjunum.
Í The Guardian er haft eftir Evan
Dick mjólkurbónda að samfélagið sé
gamaldags. „Við læsum ekki húsunum
okkar, börnin hlaupa frjáls. Við erum
með störf, og húsnæði, en vantar bara
fólk. Við viljum gæða bæinn lífi á ný
og bíðum með opinn faðminn.“ – sg
Nýsjálenskur bær lofar nýbúum 20 milljónum
Lentar á Spáni
Michelle Obama, forsetafrú í Bandaríkjunum, er í fararbroddi út úr þotunni við komuna á herflugvöllinn
Torrejon de Ardoz í Madríd á Spáni í gær. Á eftir henni koma dætur forsetahjónanna, Malia og Sasha, og svo
móðir hennar, Marian Shields Robinson. Forsetafrúin er á Spáni til að fylgja eftir lærdómsátakinu Let Girls
Learn sem hleypt var af stokkunum í mars í fyrra. FréttaBlaðið/EPa
3 0 . j ú N í 2 0 1 6 F I m m T u d a g u r6 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð
3
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
6
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
D
E
-3
6
E
C
1
9
D
E
-3
5
B
0
1
9
D
E
-3
4
7
4
1
9
D
E
-3
3
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
9
6
s
_
2
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K