Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 40
Tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen
hanna undir merkjum The Row sem er lúxus-
merki og Elizabeth and James sem er hversdags-
legra. Þær þykja hafa einstakt auga fyrir smáat-
riðum og eru óhræddar við að setja ólíka hluti
saman. Þær klæðast gjarnan mörgum lögum og
eru fötin yfirleitt þremur númerum of stór. Þær
leggja sömuleiðis mikla áherslu á handtöskur og
flatbotna skó ásamt retróskarti. Fatastíll þeirra
systra er langt frá því að vera dæmigerður fyrir
Hollywood þar sem algengara er að sjá skósíða
hafmeyjukjóla. Þær þykja eftir sem áður yfir-
máta smart og virðast taka sig vel út í nánast
hverju sem er. Þær eru jafnframt ófeimnar við að
klæða sig í stíl, sem almennt þykir ekki til eftir-
breytni, og komast yfirleitt alltaf upp með það.
Hér eru örfá atriði sem einkenna stíl þeirra
systra:
l Jakkar í yfirstærð yfir víða skyrtu og fleiri flíkur
l Kjólar í yfirstærð
l Víðar buxur
l Marglaga svartur klæðnaður, gjarnan með
mismunandi efnisáferð
l Loð og leður
l Flatbotna skór, gjarnan í herralegri kantinum
l Ökklasíðir kjólar
l Skósíðir maxí-kjólar
l Stórar handtöskur
l Retróskart
Áhugasamir geta kynnt sér hönnun þeirra systra
á therow.com og elizabethandjames.us
Komast upp með
hvað sem er
Fatahönnuðirnir Mary-Kate og Ashley Olsen hafa verið áberandi á
rauða dreglinum frá unga aldri og eru tískufyrirmyndir margra. Þær
klæðast oftar en ekki mörgum lögum og velja yfirleitt föt í yfirstærð.
Marglaga svartur klæðnaður er einkennandi fyrir Olsen-systur. Sömuleiðis stórar
handtöskur og flatbotna skór. Jakkar í yfirstærð fara systrunum vel.
Meryl Streep í hlutverki sínu sem
Miranda Priestly.
Tíu ár eru síðan myndin The Devil
Wears Prada kom út en þar sýndi
Meryl Streep snilldarleik sem
hin illræmda Miranda Priestly.
Löngum hefur verið talið að
Streep hafi fengið innblást-
ur fyrir hlutverk sitt frá Önnu
Wintour, ritstjóra Vogue, en hún
hefur nú upplýst að svo er ekki.
Persónusérkenni Miröndu Priestly
fékk hún héðan og þaðan. Rödd-
ina fékk hún til að mynda frá leik-
stjóranum og stórleikaranum Clint
Eastwood. „Hann hækkar aldr-
ei, aldrei, aldrei, röddina sem
gerir að verkum að allir þurfa að
sperra eyrun til að hlusta. Þetta
gerir hann sjálfkrafa að valda-
mestu manneskjunni á svæðinu,“
sagði Streep í viðtali við Variety.
Þurran húmor Miröndu fékk
Streep frá leikstjóranum Mike
Nichols en hún hefur starfað með
honum að nokkrum myndum.
Útlitið er blanda frá tveimur
konum. Fyrst hinni stórglæsilegu
leikkonu og fyrirsætu Carmen
Dell’Orefice sem er þekkt fyrir
hvíta og háa hárgreiðsluna. „Ég
vildi blanda saman stíl hennar við
glæsileika og valdsmannlega fram-
komu Christine Lagarde.“
Fékk innblástur
Frá Eastwood
Christine Lagarde
Clint Eastwood
Carmen Dell’Orefice
3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R8 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A
3
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
D
E
-5
9
7
C
1
9
D
E
-5
8
4
0
1
9
D
E
-5
7
0
4
1
9
D
E
-5
5
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
9
6
s
_
2
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K