Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 78
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hildur Einarsdóttir Bolungarvík, lést á Hjúkrunarheimilinu í Bolungarvík mánudaginn 27. júní. Útförin fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík, laugardaginn 9. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á orgelsjóð Hólskirkju í Bolungarvík, rnr. 1176-18-911908, kt. 630169-5269. Einar Benediktsson María Guðmundsdóttir Halldóra Benediktsdóttir Sören Pedersen Bjarni Benediktsson Bjarnveig Eiríksdóttir Ómar Benediktsson Guðrún Þorvaldsdóttir ömmubörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Birgir Kristjánsson verslunarmaður, sem lést þann 21. júní sl. á hjúkrunarheimilinu Sóltúni verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sigríður Birgisdóttir Sigurður Hafsteinn Steinarss. Kristján Birgisson Þórhildur Ásgeirsdóttir Björn Birgisson Grace Lai barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristján M. Baldursson landfræðingur og leiðsögumaður, Kúrlandi 27, Reykjavík, varð bráðkvaddur föstudaginn 24. júní. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Elín Ýrr Halldórsdóttir Anna Rut Kristjánsdóttir Ásta Ýrr Kristjánsdóttir Kári Logason Herdís Kristjánsdóttir Pétur Andri Dam Halldór Kristjánsson Ásdís Nína Magnúsdóttir og barnabörn. Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Bryndís Einarsdóttir lést á Landspítalanum v/Hringbraut mánudaginn 20. júní. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 4. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en hverjum þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmundur Óskar Hermannsson Guðbjörg Sigríður Kristjónsdóttir Hermann Guðmundsson Signý Magnúsdóttir Ingþór Guðmundsson Sigríður Harpa Benediktsdóttir Sólveig Guðmundsdóttir Daníel Sveinbjörnsson og barnabörn. Sápuóperan Leiðarljós eða „Guiding Light“ er Íslendingum að góðu kunn. Vanessa Chamberlain, Billy Lewis, Reva Shayne og Ross Marler eru þekkt nöfn í huga margra. Samkvæmt Heims- metabók Guinness er Leiðarljós sú sápuópera sem var lengst í framleiðslu og er lífseigasti dramaþáttur sjónvarps- sögunnar. Leiðarljós gerist í Springfield í Bandaríkjunum. Í þáttunum er fjallað um ástir, hatur, átök og sættir á milli fjölskyldna og vina. Höfundur Leiðar- ljóss er Irna Phillips og byggði hún þættina á eigin lífsreynslu. Leiðarljós byrjaði sem útvarps- þáttaröð árið 1937 áður en hún færðist yfir í sjónvarpið 30. júní 1952. Titillinn „Guiding Light“ dregur nafn sitt af lampa í lesstofu dr. John Ruthledge, sem var ein af aðalpersónunum í þáttaröðinni þegar hún hóf göngu sína árið 1937. Leiðarljós var einstaklega vinsæl sápuópera og hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum langa ferli. Þætt- irnir voru á dagskrá RÚV frá árinu 1995 til 2012 og áttu tryggan hóp áhorfenda enda voru sýndir rúmlega 4.200 þættir allt í allt hérlendis. Leiðarljós er sú leikna þátta- röð sem hefur verið sýnd lengst í sjónvarpi í heiminum, eða í 57 ár, en áhorf fór dvínandi á nýju árþúsundi og árið 2012 var fram- leiðslunni hætt. Þ etta g e r ð i st : 3 0 . j ú n í 1 9 5 2 Leiðarljós byrjar í sjónvarpi Merkisatburðir 1874 Skólapiltar Lærða skólans mótmæla latneskum stílum með því að halda brennu vestur á Melum. 1908 Gífurleg sprenging nærri Tunguskafljóti í Síberíu. Talið er að loftsteinn hafi hrapað þar til jarðar. 1934 Nótt hinna löngu hnífa í Þýskalandi. Blóðugar hreinsanir innan Nasistaflokksins. 1954 Almyrkvi verður á sólu og sést best við suðurströndina. Verður þar myrkur í nokkrar mínútur og sína stjörnur á himni sem um nótt. Næst mun almyrkvi sjást á Íslandi við vesturströndina þann 12. ágúst 2026. 1964 Norðurlandameistaramóti í handknattleik kvenna, sem haldið er í Reykjavík, lýkur með sigri íslenska liðsins. 1968 Kristján Eldjárn er kjörinn forseti Íslands. 1990 Efnahagskerfi Austur- og Vestur-Þýskalands eru sameinuð. Fimmtudagsganga á vegum Borgarsögu- safns reykjavíkur verður gengin um almenningsgarða miðbæjarins í kvöld. gönguna leiðir Bragi Bergsson sagn- fræðingur en hann mun fræða gesti um sögu og þróun reykvískra almennings- garða. gangan hefst í Fógetagarðinum klukkan átta. „gangan byggist að mestu leyti á mast- ersritgerðinni minni frá árinu 2000 sem fjallaði um íslenska almenningsgarða. svo gerði ég einnig skýrstu fyrir Árbæjar- safnið um reykvísku almenningsgarðana sem ég mun einnig fjalla um,“ segir Bragi en það er óhætt að segja að hann sé vel að sér í þessum málefnum. Þetta er í fyrsta skipti sem að hann leiðir göngu af þessu tagi en það má búast við því að fjölmargir fylgi honum. gengið verður frá Fógetagarðinum að austurvelli og alþingisgarðinum áður en farið er í Hljómskálagarðinn, Hallargarðinn og fleiri garða sem eru miðsvæðis í reykjavík. Búast má við að gangan taki um einn og hálfan klukkutíma enda er af mörgu að taka. Á morgun flytur Bragi fyrirlestur á Árbæjarsafninu þar sem hann mun fjalla um austurvöll árið 1919. „Ég var að grennslast fyrir á Árbæjarsafninu fyrir örfáum misserum þegar ég fann tillögur fyrir hönnunarkeppni sem snerist um það hvernig austurvöllur ætti að líta út. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem haldin er hönnunarkeppni fyrir útisvæði. Á fyrirlestrinum mun ég fara yfir vinnings- tillögurnar sem valdar voru árið 1918.“ Málefnið er afar áhugavert enda urðu tvær tillögur ofan á í keppninni og átti að sameina þær. aldrei varð þó neitt úr framkvæmdunum. „Þessar tillögur eru allt öðruvísi heldur en austurvöllur lítur út í dag. Þetta hefur líklega bara gleymst og aldrei varð neitt úr þessu.“ Fyrirlesturinn á Árbæjarsafni verður á morgun klukkan 12.10 fyrir áhugasama. Frítt er inn á báða viðburðina. gunnhildur@frettabladid.is Saga almenningsgarða í Reykjavík gerð upp Bragi Bergsson sagnfræðingur leiðir kvöldgöngu um almenningsgarða í miðbæ Reykja- víkur í kvöld. Á morgun heldur hann fyrirlestur þar sem hann fer yfir hönnunartillögur að Austurvelli frá árinu 1918. Hann skrifaði mastersritgerð um þessi málefni. Bragi Bergsson skrifaði árið 2000 mastersritgerð um almenningsgarða á Íslandi. Það verður fróðlegt að fræðast um almenn- ingsgarða Reykjavíkur í kvöldgöngu á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur. Ég var að grennslast fyrir á Árbæjarsafninu fyrir örfáum misserum þegar ég fann tillögur fyrir hönnunar- keppni sem snerist um það hvernig Austurvöllur ætti að líta út. Þetta er líklega í fyrsta sinn sem haldin er hönnunarkeppni fyrir útisvæði. 3 0 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R46 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B L A ð I ð tímAmót 3 0 -0 6 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 9 6 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 D E -2 8 1 C 1 9 D E -2 6 E 0 1 9 D E -2 5 A 4 1 9 D E -2 4 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 2 9 _ 6 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.