Fréttablaðið - 30.06.2016, Blaðsíða 1
Efnahagsmál Ríkissjóður greiðir
4,3 milljarða í vaxtabætur í ár, sam-
kvæmt yfirliti efnahags- og fjármála-
ráðuneytisins.
Greiddir voru út 7,6 milljarðar
króna 2012, en upphæðin hefur
síðan lækkað á hverju ári. Lækkunin
nemur um 43 prósentum á fimm
árum. Samkvæmt upplýsingum
frá ráðuneytinu stafar lækkunin af
því að tekjur heimila hafa aukist og
skuldir minnkað.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, for-
maður velferðarnefndar Alþingis
og þingmaður Samfylkingar, segir
lækkun vaxtabóta alvarlega þróun.
Lækkunin sé meiri en skýrist af minni
skuldsetningu heimila. Verið sé að
auka tekjutengingu þannig að sífellt
minni hópur fái vaxtabæturnar.
„Og þegar þú lest ríkisfjármála-
áætlunina, sem var lögð fram í vor,
þá er mjög erfitt að lesa hver áformin
eru, bæði með barnabætur og vaxta-
bætur, önnur en þau að gera þetta að
fátæktarbótum en ekki skatta afslætti
fyrir launafólk,“ segir Sigríður Ingi-
björg. Þetta sé stefnubreyting þar
sem litið sé til ráðlegginga Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins í stað þess að líta til
þess hvernig Norðurlöndin fara með
þessi mál. „Þróunin endurspeglar í
rauninni það að ríkisstjórnin er að
hverfa frá hinum norrænu velferðar-
módelum og rýrir þar með kjör milli-
tekjufólksins.“
Í sumar samþykkti Alþingi lög um
nýtt húsnæðisbótakerfi. Sigríður Ingi-
björg segir að þetta sé í raun og veru
sama kerfi og var fyrir húsaleigu-
bætur en nýja kerfið nái til breiðari
hóps og bæturnar hjá þeim sem hafi
lægstu tekjurnar hækki. En það hefði
verið betra og það hafi verið sátt um
það við sveitarfélögin að búa til kerfi
þar sem húsnæðisstuðningur yrði
jafn, óháð því hvort fólk byggi í leigu-
húsnæði eða eigin húsnæði. – jhh
— m E s t l E s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 5 3 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r f i m m t u d a g u r 3 0 . j ú n Í 2 0 1 6
Fréttablaðið í dag
lÍfið Emmsjé Gauti safnar fyrir
útgáfu á vínylplötu. 60
skoðun Þorvaldur Gylfason um
Breta og ESB. 25
sport Deschamps mun ekki
vanmeta Ísland. 40
mEnning Fremstu listamenn
heims sýna á Djúpavogi. 50
plús 2 sérblöð l fólk
l garðabær & hafnarfjörður
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
ÚTSALAN
ER HAFIN
OPIÐ TIL 21 Í KVÖLD
Útsala
opið til 21
12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM
YFIR 15 TEGUNDIR
VERÐ FRÁ KR.24.990
HNÍFAPARATÖSKUR
45 ÁRA
LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955
Vaxtabætur dragast verulega saman
Ríkissjóður greiðir 4,3 milljarða í vaxtabætur í ár en greiddi 7,6 milljarða 2012. Ástæðan er bætt eignastaða heimila og auknar tekjur.
✿ heildarupphæð vaxtabóta
2012 2013 2014 2015 2016
4.
33
25.
88
6
6.
74
7
7.
40
6
7.
62
3
í milljónum króna
Tyrkir lýstu í gær yfir þjóðarsorg vegna árásarinnar á Atatürk-alþjóðaflugvöllinn í Istanbúl. Í gær safnaðist fólk saman fyrir utan líkhúsið í Istanbúl til að sækja látna ástvini og jarðarfarir fóru fram.
Hér má sjá aðstandendur reyna að hugga móður eins fórnarlambsins. Vísbendingar eru sagðar um aðild hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sjá síðu 12 Fréttablaðið/EPa
mEnning Magnús Geir Þórðarson
útvarpsstjóri tekur sér leyfi frá störfum
hjá RÚV til að leikstýra í Borgarleik-
húsinu í byrjun næsta árs.
„Ég er leikhúsmaður í grunninn
og var upprunalega leikstjóri áður
en ég fór að fikra mig meira í yfir-
stjórnina, fyrst í leikhúsunum og
svo nú hjá RÚV,“ segir Magnús Geir
Þórðarson útvarpsstjóri sem kemur til
með að venda kvæði sínu í
kross um áramót og vinda
sér í gamalkunnugt hlut-
verk leikstjóra.
„Það eru viss líkindi. Ég er
maður menningar og þessi
störf snúast bæði um það.
RÚV er hins vegar töluvert
stærra apparat,“ segir
hann, spenntur fyrir
komandi átökum á fjöl-
unum. – gjs / sjá síðu 62
Útvarpsstjóri fer
aftur á fjalirnar
Þjóðarsorg í Tyrklandi
3
0
-0
6
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
D
E
-0
A
7
C
1
9
D
E
-0
9
4
0
1
9
D
E
-0
8
0
4
1
9
D
E
-0
6
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
9
6
s
_
2
9
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K