Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 2
Fólk sem tengist samtökunum No Borders stóð fyrir aðgerðum við Stjórnarráðið í Lækjargötu síðdegis í gær. Þar var mótmælt brottvísunum barna og fjölskyldna af erlendum uppruna að undanförnu. Aðgerðirnar fóru friðsamlega fram í alla staði, en þarna var í deiglu eitt mesta hita- mál samtímans. Meðal þeirra sem á staðinn mættu voru tónlistarmenn sem blésu í lúðra til þess að skerpa á sjónarmiðum sínum. Brottvísunum mótmælt við Stjórnarráðið Morgunblaðið/Golli 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Gæti leitt til hruns á ferskfisksmarkaði  Boðað verkfall sjómanna veldur titringi á mörkuðum Á það er bent í vefmiðlinum Undercurrent News, sem segir viðskiptafréttir úr sjávarútvegi, að óttast sé að markaður með ferskfisk frá Íslandi muni hrynja, komi til verkfalls sjómanna á Íslandi 10. nóvember eins og boðað hefur verið. Helstu markaðir með ferskan fisk eru í Bret- landi, Spáni og í Miðjarðarhafslöndum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að heyrst hafi að kaupendur á ferskfiski hafi áhyggjur af þróuninni hér á landi. „Ferskfiskurinn fer á veitingastaði og í verslanir í Evrópu og þar eru auðvitað aðilar sem þurfa að reiða sig á trausta afhendingu á fisknum. Eðlilega hafa menn áhyggjur af því að geta ekki veitt viðskiptavinum sínum þær vörur sem þeir hafa verið að veita,“ segir Heiðrún. Aðspurð segir hún það vissulega áhyggjuefni ef við- skiptalínur lokast af þessum sökum. „Viðskiptavinurinn mun leita annað ef hann þarf á vörunni að halda. Jafnvel yfirvofandi verkfall getur haft áhrif, en ljóst er að lang- varandi verkfall mun hafa skaðleg áhrif því þá leitar markaðurinn annað,“ segir Heiðrún. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Alfons Verkfall Komi til verkfallsaðgerða sjómanna eru áhyggjur af því að það leiði til lokunar viðskiptalína. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarfélög og aðrir leyfisveitendur og framkvæmdaraðilar eru að fara yfir sín mál í ljósi úrskurðar um Bakkalínur og dóma Hæstaréttar um nýja Suðurnesjalínu. Sveitarfé- lagið Hornafjörður hefur afturkall- að veitingu framkvæmdaleyfis vegna vegagerðar yfir Hornafjarð- arfljót til að skapa svigrúm til að fara betur yfir ákvarðanir sínar. Í úrskurði úrskurðarnefndar um- hverfis- og auðlindamála þar sem framkvæmdaleyfi Skútustaða- hrepps vegna lagningar Kröflulínu 4 innan sveitarfélagsins er fellt úr gildi felst að gerðar eru miklar kröf- ur um undirbúning og form ákvörð- unar sveitarfélaga vegna slíkra leyfa. Ekki síst er fjallað um skyldu til að láta rannsaka betur jarð- strengjakosti. Slíkt kemur einnig fram í tveimur dómum Hæstaréttar vegna Suðurnesjalínu 2. Segja má að réttarreglur séu að mótast með dómum og úrskurðum, án þess að löggjafinn hafi sett kröfurnar. Skoðað betur í nefndum Sveitarfélagið Hornafjörður sam- þykkti í síðasta mánuði að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna nýs vegar í Hornafirði, meðal annars um Hornafjarðarfljót. Bæjarstjórn hefur nú samþykkt að afturkalla þessa ákvörðun sína vegna umfjöllunar um ný náttúru- verndarlög í úrskurði úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála um Kröflulínu 4. Jafnframt var ákveðið að vísa umsókn Vegagerð- arinnar um framkvæmdaleyfi til nefnda sveitarfélagsins til nánari skoðunar í þessu ljósi. Ýtir undir sameiningu Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri segir að ekki hafi staðið til að hefja framkvæmdir við veginn fyrr en á næsta ári. Nefndir bæjarins muni fara yfir umsóknina í samræmi við lög og reglugerðir. Hann segist ekki eiga von á að þessi breyting hafi áhrif á framkvæmdina. „Það kemur ekki á óvart að önnur sveitarfélög fari yfir sín mál. Kröf- urnar til stjórnsýslu sveitarfélaga hafa margfaldast á síðustu tíu til fimmtán árum. Við erum komin inn í allt annað umhverfi. Það sést á úr- skurðum í fleiri málum,“ segir Hall- dór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Hann bendir á að sú krafa að stjórnsýslan ráði við flóknari mál sé ein af ástæðum þess að hvatt hafi verið til frekari sameiningar sveitarfélaga. Álagið komi misjafnlega niður. Þannig séu landmikil sveitarfélög oft fámenn. Þótt sveitarfélögin séu með gott starfsfólk séu takmörk fyrir því hvað 1-2 starfsmenn geti sérhæft sig mikið í einstökum mál- um. Framkvæmdaleyfi afturkallað  Hornafjörður fer yfir forsendur leyfis  Mörg sveitarfélög illa í stakk búin til að fullnægja kröfum Nýr vegur í Hornafirði » Taldi Skipulagsstofnun að áhrif framkvæmdarinnar á landslag, ásýnd, jarðmyndanir og gróður yrðu óhjákvæmilega verulega neikvæð. Leiðin hefði talsverð neikvæð áhrif á fugla og áhrifin á landslag, ásýnd og jarðmyndanir yrðu varanleg og óafturkræf. » Það skilyrði var sett að tryggt yrði að votlendi yrði endurheimt til jafns við það sem framkvæmdin raskar. Síðdegis í gær höfðu 5.332 kosið utan kjörfundar hjá Sýslumann- inum á höfuð- borgarsvæðinu fyrir alþing- iskosningarnar sem fara fram 29. október. Af þeim hafa 3.280 kosið á höf- uðborgarsvæðinu, það er á kjörstað í Perlunni, og 453 atkvæði hafa bor- ist frá útlöndum. Fleiri hafa kosið utan kjörfundar fyrir þessar kosn- ingar en þær síðustu, samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Bach- mann, fagstjóra þinglýsinga hjá sýslumanninum. Kjörsóknin er meiri nú en síðast Perlan Kjörstaður í Öskjuhlíðinni. Fæst í öllum betri gæludýraverslunum Hágæða sjampó, næringar og spray fyrir hunda og kisur Finndu okkur á facebook Pethead Iceland Gera má ráð fyrir ágætu veðri víð- ast hvar næsta sólarhringinn, þótt eitthvað kunni að rigna sunnan- og vestanlands. Á þeim slóðum verður suðlæg átt, 8-15 m/s og skúrir með köflum. Hins vegar verður hæg- viðri og bjart með köflum um land- ið norðaustanvert. Hiti á landinu verður 6 til 14 stig og þá hlýjast á Norðurlandi, ef að líkum lætur. Veðurspáin fyrir helgina er svipuð því sem er fyrir daginn í dag svo Norðlendingar og fólk austur á landi verður sólar- megin. Suðlæg átt, skúrir en gott veður nyrðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.