Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 77
Ólafur var á vitaskipinu Hermóði
sumrin 1951 og 1952, var síðan á
sjómælingabátnum Tý 1953: „Þá
um haustið fór ég á námssamning í
kortagerð hjá Landhelgisgæslunni
og síðasta árið hjá Det kongeli Sö-
kort Arkiv í Kaupmannahöfn. Þar
lauk ég prófi í kortagerð 1958, ann-
ar Íslendingurinn sem lauk slíku
prófi frá stofnuninni sem var á veg-
um danska sjóhersins. Auk þess tók
ég hin minni skipstjórnarréttindi.“
Að námi loknu starfaði Ólafur við
sjómælingar og sjókortagerð á veg-
um Landhelgisgæslunnar: „Ég var
yfirleitt við mælingar og athuganir
á varðskipum og sjómælingabátum
á sumrin en vann úr gögnunum yfir
veturinn. Við vorum yfirleitt á
minni sjómælingabátum við strend-
ur landsins en á varðskipum þegar
fjær dró ströndinni. Auk þess
starfaði ég við kortagerð og korta-
skýringar við fréttastofu RÚV um
skeið.
Ég man vel eftir gosinu í Eyjum
1973. Þá fórum við strax til Eyja og
fylgdumst vel með öllum breyt-
ingum, einkum við innsiglinguna.
Þar urðum við að mæla dýpt og aðr-
ar breytingar á annan sólarhring,
nánast fram á vor. Um sumarið
mældum við allar breytingar með-
fram suðurströnd Heimaeyjar.“
Ólafur vann hjá Landhelgisgæsl-
unni allan sinn starfsferil og var
síðast við mælingar á varðskipinu
Ægi um aldamótin.
Ólafur hefur lengi fengist við
myndlist. Hann hóf nám við mynd-
listarskóla í Reykjavík er hann var
12 ára, hefur sótt fjölda myndlist-
arnámskeiða og hefur haldið nokkr-
ar myndlistarsýningar. Þá kenndi
hann myndmennt við Hlíðarskóla í
Reykjavík um skeið.
Fjölskylda
Eiginkona Ólafs er Jóhanna J.
Thorlacius, f. 4.5. 1940, hjúkr-
unarfræðingur. Hún er dóttir Jó-
hannesar Zoëga, f. 7.4. 1907, d. 13.1.
1957, prentsmiðjustjóra í Alþýðu-
prentsmiðjunni, og k.h., Sigríðar
Elínar Þorkelsdóttur, f. 27.6. 1909,
d. 8.6. 1993, húsfreyju. Þau bjuggu í
Reykjavík.
Dætur Ólafs og Jóhönnu eru
Margrét Ó. Thorlacius, f. 10.11.
1961, hjúkrunarfræðingur og deild-
arstjóri við Landspítalann, búsett í
Garðabæ en maður hennar er
Heimir Svavar Kristinsson vélstjóri
og eiga þau tvö börn; Sigríður Elín
Thorlacius, f. 8.8. 1963, flugfreyja í
Garðabæ en maður hennar er Viðar
Magnússon húsasmiður og eiga þau
tvö börn; Þórdís Thorlacius, f. 8.9.
1964, bókari hjá Actavis, búsett í
Garðabæ en maður hennar er
Haukur Hafsteinsson tölvufræð-
ingur hjá Marel og eiga þau tvö
börn, og Theodóra Thorlacius, f.
24.5. 1974, líffræðingur hjá Actavis
í Sviss en maður hennar er Valgeir
Pétursson, markaðsfræðingur hjá
Actavis, og eiga þau þrjá syni.
Systur Ólafs eru Guðfinna
Thorlacius, f. 10.3.1938, fyrrv.
hjúkrunarforstjóri á Akureyri, og
Margrét Thorlacius, f. 28.5. 1940,
kennari og fyrrv. ritstjóri og blaða-
maður í Garðabæ.
Foreldrar Ólafs voru Guðni Sig-
mundsson Thorlacius, f. 25.10. 1908,
d. 22.5. 1975, skipstjóri í Reykjavík,
og k.h., Margrét Ólafsdóttir, f. 8.4.
1909, d. 15.9. 2005, húsfreyja.
Úr frændgarði Ólafs Þórs Thorlacius
Ólafur Þór
Thorlacius
Guðrún Bjarnadóttir
húsfr. á Brennistöðum
Bogi Sigurðsson
b. á Brennistöðum í
Borgarhreppi
Þórdís Bogadóttir
húsfr. í Hjörsey
Ólafur S. Guðmundsson
b. Hjörsey á Mýrum
Margrét Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Guðný Jónsdóttir
húsfr.
Guðmundur Sigurðsson
b. í Miklaholti á MýrumMargrét
Thorlacius
Guðfinna
Guðnadóttir
Thorlacius
fyrrv. hjúkrunar-
kennari á
Akureyri
Haraldur Thorlacius
útgerðarm. í Hrísey og víðar
Jóhanna Thorlacius
ritari í ráðuneytum
Bogi Ólafsson
skipstjóri og útgerðarm. í Rvík
Ásgeir
Bjarnason
bóndi í
Knarrarnesi
Inga
Thorlacius
talsímakona
á Akureyri
Þorsteinn Hannesson
eðlisfræðingur
Jón Örn Bogason
loftskeytam. í Rvík
Bjarni Ásgeirsson
alþm. og ráðherra á
Reykjum í Mosfellssveit
Þórdís Ásgeirsdóttir
húsfr. á Húsavík
Jóhannes
Bjarnason
verkfræðingur
Gunnar Bjarnason
hrossaráðunautur
og skólastj.
Bryndís
Bjarnadóttir
húsfr. í Rvík
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
fyrrv. alþingisforseti
Halldór Gunnarsson
pr. í Holti undir
Eyjafjöllum
Sigtryggur Sigtryggsson
fulltrúi ritstjórnar
Morgunblaðsins
Ágústína
Ingvarsdóttir
sálfræðingur
Guðni Th. Jóhannesson
forseti Íslands
Kristjana
Aðalgeirsdóttir
arkitekt í Finnlandi
Patrekur Jóhannesson
landsliðsþjálfari
Austurríkis
Margrét Th.
Aðalgeirsdóttir
kennari á Akureyri
Jóhannes Ólafur
Jóhannesson kerfisfr.
og deildarstj. hjá CCP
Guðfinna
Aðalgeirsdóttir
dr. og dósent í
jöklafræði við HÍ
Gróa Jóhannesdóttir
húsfr. í Rvík
Guðni
Guðnason
steinsmiður
í Rvík
Guðfinna Guðnadóttir
Thorlacius
húsfr. á Bíldudal og í Rvík
K. Sigmundur Thorlacius
sjóm. á Bíldudal
Guðni Sigmundsson
Thorlacius
skipstj. í Rvík
Helga
Sigmundsdóttir
húsfr. á Bæ
Ólafur Thorlacius
b. á Bæ á Rauðasandi
ÍSLENDINGAR 77
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016
Hulda Dóra Jakobsdóttirfæddist í Reykjavík 21.10.1911. Foreldrar hennar
voru Jakob Guðjón Bjarnason vél-
stjóri, sem fórst með Skúla fógeta
1933, og Guðrún Sesselja Ármanns-
dóttir húsfreyja, systir Kristins Ár-
mannssonar, rektors MR.
Jakob Guðjón var sonur Bjarna
Bjarnasonar, sjómanns frá Sæbóli á
Ingjaldssandi, og Hildar Elísabetar
Þorláksdóttur, en Guðrún Sesselja
var dóttir Ármanns Jónssonar,
skipasmiðs og hreppstjóra á Saxa-
hvoli á Snæfellsnesi, og Katrínar
Sveinsdóttur húsfreyju.
Meðal systkina Huldu var Ár-
mann bankastjóri, afi Katrínar Jak-
obsdóttur, formanns VG.
Eiginmaður Huldu var Finnbogi
Rútur Valdimarsson, bankastjóri og
alþingismaður, bróðir Hannibals
Valdimarssonar, alþingismanns,
ráðherra og forseta ASÍ.
Hulda og Finnbogi Rútur eign-
uðust fimm börn
Hulda lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1931,
prófi í forspjallsvísindum frá Há-
skóla Íslands 1932 og stundaði
frönskunám þar 1962-64.
Hulda var húsfreyja í Reykjavík
til 1940 og síðan í Kópavogi. Hún var
bæjarstjóri Kópavogs frá 1957 til
1962 og þar með fyrsta konan sem
gegndi bæjarstjórastarfi á Íslandi.
Eiginmaður hennar hafði verið
bæjarstjóri þar 1955-57. Þau hjónin
voru því í forystu fyrir uppbyggingu
Kópavogs á fyrstu árum bæjar-
félagsins en þau voru kjörin fyrstu
heiðursborgarar Kópavogskaup-
staðar árið 1976.
Hulda var umboðsmaður Bruna-
bótafélags Íslands í Kópvogi 1964-80
og bæjarfulltrúi í Kópavogi 1970-74.
Hulda var m.a. formaður Kven-
félags Kópavogs, byggingarnefndar
Kópavogskirkju og formaður
Fræðsluráðs Kópavogskaupstaðar
um langt árabil.
Hulda var sæmd riddarakrossi
hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994.
Hulda lést 31.10. 1998.
Merkir Íslendingar
Hulda
Jakobsdóttir
95 ára
Guðríður Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
90 ára
Hlöðver Guðmundsson
Jóhanna Jónsdóttir
Kristján Sigfússon
Lára Brynhildur Eiríksdóttir
Steingrímur Kristjánsson
Vilborg Ásgeirsdóttir
85 ára
Brandur Fróði Einarsson
Gestur Guðmundsson
Guðlaug Ó. Jónsdóttir
Guðni Agnar Einarsson
Guðrún Haraldsdóttir
Jón Sölvi Stefánsson
80 ára
Alda Friðgeirsdóttir
Guðbjörg Júlía Kortsdóttir
Ólafur Þór Thorlacius
Sæmundur Reimar
Gunnarsson
75 ára
Anna Maren Leósdóttir
Helgi Sigurjónsson
Kristín Bergsveinsdóttir
70 ára
Dusanka Pantic
Guðmundur Andrésson
Jón Þórir Einarsson
Kai Leo Johannesen
Yulan Xu
Þór Arason
60 ára
Anna Guðlaug Albertsdóttir
Axel Þórir Alfreðsson
Guðbjörn Þór Ævarsson
Guðleif Helgadóttir
Gunnhildur Olga Jónsdóttir
Helgi Dagur Gunnarsson
Ingimar Haraldsson
Sigrún Ólafsdóttir
Þórarinn Þórhallsson
50 ára
Guðmundur Hugi
Guðmundsson
Guðmundur Þór
Guðjónsson
Hannes Kristinn
Gunnarsson
Kristinn Ólafur Hreiðarsson
Linda Katrín Urbancic
Ólafur Andri Ragnarsson
40 ára
Anna Jónsdóttir
Elín Jónína Bergljótardóttir
Elva Ruth Kristjánsdóttir
Hanný Ösp Pétursdóttir
Ingi Páll Sigurðsson
Januz Kelmendi
Kolbrún Katla
Alexandersdóttir
Marija Fabijanic
Nína Björk Gunnarsdóttir
Ólöf Júlíusdóttir
Vesna Pusic
Örvar Ólafsson
30 ára
Bogdan Catalin Nebeleac
Bragi Freyr Vilhjálmsson
Brynjar Úlfarsson
Dagur Hjartarson
Eliths Freyr Heimisson
Eydís Inga Sigurjónsdóttir
Jóhann Ari Jóhannsson
Katrín Erika Hjálmarsdóttir
Kjartan Marteinsson
Lilja Dögg Þorbjörnsdóttir
Minney Sigurðardóttir
Nína Sigurveig Björnsdóttir
Sigurjón Ingvar Ólafsson
Thi Thu Trang Dinh
Waldemar Bzura
Þorbergur Sverrisson
Til hamingju með daginn
30 ára Þorbergur ólst
upp á Laugum í Reykja-
dal, býr í Kópavogi, lauk
þyrluflugmannsprófi og
er þyrluflugmaður hjá
Reykjavík Helicopters.
Maki: Lára Guðnadóttir, f.
1988, heimavinnandi.
Börn: Tristan Elí, f. 2008;
Guðný Birta, f. 2014, og
Óliver Orri, f. 2015.
Foreldrar: Sverrir Har-
aldsson, f. 1952, og
Guðný Þorbergsdóttir, f.
1955.
Þorbergur
Sverrisson
30 ára Sigurjón ólst upp í
Reykjavík, býr á Selfossi
og er sjómaður.
Maki: Margrét Ósk Jó-
hannsdóttir, f. 1977, fram-
kvæmdastjóri Vélsmiðju
Suðurlands.
Stjúpbörn: Ásdís Linda
Pétursdóttir, f. 1999, og
Bjarki Freyr Pétursson, f.
2004. Sonur: Jón Jökull,
f. 2011.
Foreldrar: Ólafur Sveins-
son, f. 1964, og Guðrún
Jónsdóttir, f. 1966.
Sigurjón Ingvar
Ólafsson
30 ára Jóhann ólst upp á
Akureyri, býr þar, útskrif-
aðist frá Lögregluskóla
ríkisins og er lögreglu-
maður í Reykjavík.
Maki: Anna Sæunn Ólafs-
dóttir, f. 1987, kvikmynda-
gerðarkona.
Sonur: Huginn Haukur
Jóhannsson, f. 2012.
Foreldrar: Aðalheiður
Björk Ásgeirsdóttir, f.
1961, og Jóhann Grímur
Hauksson, f. 1959. Þau
búa á Akureyri.
Jóhann Ari
Jóhannsson
JURA – If you love coffee
Opið virka daga frá kl. 10:00-18:00 og laugardaga frá kl. 11:00-15:00 | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Dásamlegt kaffi –
nýmalað,
engin hylki.
Púlsuppáhelling (P.E.P.®) tryggir réttan uppáhellingar-
tíma og framkallar fullkominn espresso, eins og hann
er gerður af heimsins bestu kaffibarþjónum
Vatnskerfið (I.W.S.®) skynjar vatnsfilterinn sjálfkrafa
á meðan CLARIS Smart tryggir bestu mögulegu
vatnsgæði
Notendavæn kaffivél með einföldu stjórnborði,
nútímalegum TFT skjá og vatnstanki sem fyllt er
á að framanverðu
Fullkomið hreinlæti fyrir fullkomna mjólkurfroðu
þökk sé eins hnapps viðhaldi og mjólkurstúti sem
er auðvelt að skipta út
JURA – If you love coffee