Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.10.2016, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2016 Hótel Rangá 851 Hella Sími 487 5700 hotelranga@hotelranga.is www.hotelranga.is Hótel Rangá býður upp á girnilegan sex rétta Villibráðarseðil frá 14. október til og með 1. desember • Villisveppasúpa með léttsýrðum Flúðasveppum • Hreindýra Carpaccio með truffluolíu og klettasalati • Grafinn og léttreyktur makríll með rauðrófugeli og nípumauki • Kjúklingalifrakæfa á Brioche brauði með berjasultu • Pönnusteikt gæsa- og andabringa með sellerírótarmauki, grænkáli, rifsberjum og soðsósu • Súkkulaði- og gráðaostamús með berjum Kr. 15.900.- á mann Við bjóðum einnig upp á pakka sem inniheldur gistingu, morgunverðarhlaðborð og kvöldverð. Kr. 27.350.- á mann í Standard herbergi miðað við tvo í herbergi. Vinsamlega bókið í síma 487-5700 eða með tölvupósti á hotelranga@hotelranga.is Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Börn eru fullgildir meðlimir samfélagsins alveg eins og þeir sem hafa kosningarétt. Það er ekki bara verið að kjósa alþingismenn fyrir þá sem eru eldri en 18 ára, heldur fara þeir með umboð fyrir alla þjóðina og taka ákvarðanir fyrir alla þjóðina – og börn eru partur af þjóðinni,“ segir Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sextán ára menntaskólanemi, en hún er hluti af ráðgjafahóp umboðsmanns barna sem hefur að undanförnu mælt sér mót við stjórnmálaflokka landsins og boðið þeim upp á fræðslu um réttindi barna, barnasáttmálann og lýðræðislega þátttöku ung- menna. „Við vildum aðallega minna þau á barnasátt- málann, að hann sé til og lögfestur á Íslandi, og þegar verið sé að ræða ákveðna hluti sem tengj- ast börnum þá eigi að hafa samráð við börn,“ bætir hún við en það sé í raun lögbrot að hafa ekki samráð við börn um málefni sem þau varða þar sem barnasáttmálinn kveði á um rétt barna til að láta í ljós skoðanir sínar og því beri hinir skyldu til að taka réttmætt tillit til þess. Hafi ekki pælt í þessu áður Þórhildur segir viðbrögð stjórnmálamannanna við fræðslu þeirra hafa verið afar jákvæð en þau hafa þegar hitt Bjarta framtíð, Sjálfstæðis- flokkinn og Viðreisn en munu hitta Vinstri græna og Pírata í dag. Þau hyggjast fylgja fræðslunni eftir og óska eftir að hitta þá þingmenn sem kjörnir verða á Alþingi að afstöðnum kosningum. „Við finnum að þau hafa ekki pælt í þessu áð- ur. En þegar maður er kominn fyrir framan þau og er að benda á alla hlutina sem hefði verið hægt að gera betur þá spyrja þau sig oft af hverju þetta hafi ekki verið gert – og það er ein- mitt stóra spurningin, af hverju er þetta ekki gert?“ segir hún. Hópurinn hefur einnig hitt bæði menntamálaráðherra, Illuga Gunnarsson, og þáverandi forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Breytingar á nærumhverfinu „Ég held að börn séu almennt miklu meðvit- aðri um þessi mál því það hafa orðið svo miklar breytingar á þeirra nærumhverfi,“ segir Þórhild- ur og vísar þar til breytinga á einkunnakerfinu, styttingar framhaldsskólanna og þeirra aðstæðna sem komu upp í íslensku samfélagi í kringum aflandsfélögin. Þá stendur ráðgjafahópurinn einnig að skuggakosningum í grunnskólum ásamt Krakk- arúv þar sem börn kjósa á milli stjórnmálaflokk- anna og fá ýmsar upplýsingar tengdar kosn- ingum almennt. Niðurstöður verða svo kynntar á kosningavöku. Alþingismenn með umboð fyrir alla þjóðina, líka börn  Ráðgjafahópur fræðir stjórnmálaflokka um réttindi barna og barnasáttmála Réttindi Ráðgjafahópur umboðsmanns barna inniheldur krakka á aldrinum 13-17 ára og eru þau um fimmtán talsins. Hópurinn stendur að ýmissi fræðslu og skuggakosningum í grunnskólum landsins. Margrét María Sigurð- ardóttir, um- boðsmaður barna, stofn- aði ráð- gjafahópinn árið 2009 en í honum sitja um fimmtán krakkar á aldrinum 13-17 ára. „Þau eru að krefjast þess að við hugs- um öðruvísi í þessum efnum því það er mjög algengt að það sé ekki leitað eftir sér- fræðiþekkingu barna og ung- menna áður en ákvarðanir eru teknar,“ segir Margrét en hóp- urinn hafi þróast í gegnum ár- in. Krakkarnir láti meðal ann- ars til sín taka á ráðstefnum, með skrifum í blöðin og á fundum með aðilum úr stjórn- kerfinu. Hópurinn verði æ sjálf- stæðari í störfum en það hafi verið að þeirra frumkvæði að fræða stjórnmálaflokkana um réttindi barna nú í aðdraganda kosninga. „Um leið og krakkarnir finna það að verið er að hlusta á þau og að þau fái tækifæri til að hafa áhrif, þá vaxa þau bara,“ segir Margrét, en þegar ekki sé hlustað myndi krakkarnir sér síður skoðanir. Vilja breytt- an hugs- unarhátt FRUMKVÆÐI AÐ ÞVÍ AÐ FRÆÐA Margrét María Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.